Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 63

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 251 Helgi Hafsteinn Helgason formaður Félags ungra lækna: Skortur á unglæknum staðreynd og stefnir í almennan læknaskort innan fárra ára Ríflega 150 unglæknar eru starfandi á íslandi og þar af lang flestir á stóru sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík. Staða ungra lækna og þar á nieðal ungra sérfræðinga á íslandi er slæm og stöndum við mjög höll- um fæti í samanburði við ná- grannaþjóðir okkar og þær þjóðir sem við helst sækjum sér- menntun okkar til. Vegna þessa stefnir í stóraukið útstreymi lækna og kemur þar margt til en helst má nefna léleg kjör, slæma starfsaðstöðu, langan vinnu- tíma og þar af leiðandi niisgóða þjálfun. Úrbætur þessara fjög- urra þátta eru helstu baráttu- mál okkar í dag, segir Helgi Haf- steinn Helgason formaður Fé- lags ungra lækna í samtali við Læknablaðið þegar hann er spurður um helstu mál sem fé- lagið hefur á sinni könnu um þessar mundir. Helgi útskrifað- ist úr læknadeild HÍ síðastliðið vor og starfar nú sem aðstoðar- læknir á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Hann er fyrst beðinn um að fjalla um kjaramálin: Kjarabarátta „Kjaramálin eru alltaf fyrir- ferðamikil og nú sem aldrei fyrr enda ýmsar blikur á lofti. Rauði þráðurinn í baráttunni í vetur er sú mikla óánægja sem ríkir með- al allra hópa sjúkrahúslækna en þó sérstaklega þeirra sem nær eingöngu starfa innan sjúkra- stofnunar. Unglæknar eru þar stór hópur en einnig má telja svæfingalækna, röntgenlækna, skurðlækna og fleiri en þessir hópar hafa setið eftir miðað við aðra lækna og ekki síst aðrar viðmiðunarstéttir. Þetta er reyndar ekki nýtilkomið heldur er þetta rótgróið eins og fram kom í máli Sigurðar Samúels- sonar í Læknablaðinu f fyrra, en hann sagði að þegar hann hafi byrjað að vinna hér heima hafi verið litið á sjúkrahúsvinnu hans sem einskonar áhugamál en tekjur ætti hann að hafa með því að koma sér upp samlagi. Starf lækna á sjúkrahúsum hef- ur gjörbreyst samfara aukinni þekkingu, hátækni og sérhæf- ingu lækna. Aukin sérhæfing stuðlar að því að margir læknar geta ekki starfað nema í því há- tækniumhverfi sem sjúkrahúsin bjóða upp á og eru þannig bundnir stofnuninni. í góðri samvinnu hafa sjúkrahúslæknar sett saman sameiginlega kröfu- gerð, sem þrátt fyrir mismun- andi áherslur ákveðinna hópa, ríkir sátt um. í þessari kröfu- gerð er megináhersla lögð á grunnkaupshækkun en auk þess eru gerðar breytingar á upp- byggingu launatöflu og margt fleira. Kröfugerðin er mjög metnaðarfull og tekur til allra áhersluatriða unglækna. Samn- ingaviðræðurnar við ríkið ganga hægt og enginn þrýstingur af okkar hálfu hingað til en nú Helgi Hafsteinn Helgason for- maður Félags ungra lækna. Ljósm.: -jt- þegar rofar til í samningamálum stóru launþegahreyfinganna á ég von á að við setjum meiri þrýsting á viðsemjendur og hefj- um baráttuna fyrir alvöru. Hvað aðgerðir varðar í bar- áttunni þá þurfa þær ekki að vera flóknar, ef ekki næst fram veruleg grunnkaupshækkun þá fara unglæknar einfaldlega úr landi miklu fyrr en ella og jafn- vel til frambúðar. Annars tel ég að svokallaður skæruhernaður

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.