Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 64

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 64
252 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 meö uppsögnum í bland verði áhrifarfkastur í baráttunni." Starfsaðstaða lækna Helgi víkur næst að starfsað- stöðunni sem hann telur ekki merkilega: „Aðstaða lækna á sjúkrahús- um hér er til skammar. Hvort sem við erum að tala um að- stöðu til móttöku sjúklinga og skoðunar, hvíldar- og hreinlæt- isaðstöðu eða skrifstofuað- stöðu. Unglæknar eru oft á tíð- um þokkalega settir með þessa hluti en ungir sérfræðingar og sérfræðingar sem stunda ein- hverja kennslu eru sérstaklega á hrakhólunum hvað þetta varð- ar. Inn í þessa umræðu fléttast einnig fækkun starfsfólks og að- stoðarfólks lækna eins og meinatækna, sjúkraliða og hjúkrunarfólks en fækkun þeirra veldur oft verulegri óhag- ræðingu og seinkar þannig upp- vinnslu sjúklinga. Uppvinnslan, meðferðin og sjúkralegan veld- ur þannig sjúklingi óþægindum, tekur lengri tíma og er þannig kostnaðarsamari fyrir sjúkra- húsið.“ Vinnuþrælkun „Langur vinnutími lækna er engin nýlunda en byggir nú á allt öðrum forsendum en áður þegar læknaskortur, lélegar samgöngur og dreifbýli neyddu lækna til að vera á stöðugri vakt. Nú eru léleg kjör lækna helsta orsök vinnutímans en þróun kjara okkar hefur verið sú að vinna meira fyrir sömu laun. Kjarabarátta hefur lengi vel litast af þessu en þar hefur verið barist fyrir auknu frelsi til að vinna meira. Nú hefur ís- lenska ríkið samþykkt tilskipun ráðherraráðs Evrópusam- bandsins um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma (93/ 104/EB) og er hún hluti af fram- kvæmd félagsmálapakka EES samningsins. Markmið þessa samnings er að stuðla að umbót- um á öryggi, hollustu og heil- brigði launþega á vinnustað. Helstu þættir þessarar tilskip- unar taka til hámarks vinnutíma á viku og ýmissa hvfldar- ákvæða. Unglæknar eru að jafnaði 60- 80 klukkustundir á viku inni á sjúkrahúsi og brjóta þannig væntanleg lög um vinnutíma. Pað er krafa okkar að allir ung- læknar heyri undir tilskipun EES og að sú vinnuþrælkun sem verið hefur í áratugi verði ekki látin viðgangast lengur. Hvernig því verður við komið hér er óljóst en áhyggjum okkar varðandi þessi mál hefur verið komið á framfæri við ríkið, sem, eins og fyrri daginn, er gjörsam- lega óundirbúið og seint til verka.“ Þjálfun ungra lækna En spyrja má hvers vegna fólk veljist til að sinna lækning- um ekki síst ef nú er svo komið að kjör og starfsaðstaða eru óviðunandi? „Fólk velst til læknisstarfa af mörgum og misjöfnum ástæðum og hver á eigin for- sendum. Launakjör lækna eiga þar ekki hlut að máli enda er kjarabarátta okkar nú eingöngu til þess að við verðum metin að verðleikum, það er í samræmi við menntun og ábyrgð. Allir læknar hafa það markmið að bæta stöðugt við færni og fræði- lega kunnáttu sína og er það metnaður okkar og skylda að gera eins vel og hægt er. Sama á við um unglækna en þeir eru sá hópur sem einna mikilvægast er að fái alla þá þjálfun sem samfé- lagið býður upp á. Til þess að það náist og verði samræman- legt tilskipun EES um vinnu- tíma verðum við að taka skipu- lag og marklýsingu kandídata og deildarlækna til algjörrar uppstokkunar. Margir hafa lýst yfir efasemdum að það sé sam- ræmanlegt að taka upp 48 stunda hámarksvinnutíma á viku og halda jafnframt þjálfun unglækna í horfinu. Ég get spurt þá á móti hversu góð þjálfunin sé í dag. Þjálfun og kennsla ung- lækna hvflir nú á tiltölulega fá- mennum hópi sérfræðinga sem er orðinn langþreyttur á að- stöðuleysinu og því virðingar- leysi sem störfum þeirra er sýnt með bágum launakjörum. Eins og ástand launa er í dag hjá stundakennurum og öðrum kennurum við læknadeild HÍ þá er líklegra að þeir flosni úr kennslustöðum sínum heldur en bæta á sig vinnu. Bætt kjör sér- fræðinga sem sinna kennslu er því beint hagsmunamál ung- lækna.“ Atvinnuhorfur - skortur á læknum fyrr en varir Helgi segir ljóst að skortur verði á læknum hérlendis fyrr en varir: „Stórar og ábyggilegar evrópskar mannaflaspár hafa sýnt að snemma á næstu öld verður komið jafnvægi á at- vinnumarkað lækna hér heima en á sama tíma verður farið að bera á skorti í mörgum öðrum löndum og er svo nú þegar. Staða unglækna er önnur og ljóst að þegar er skortur á ung- læknum miðað við núverandi kerfi og mun hann fara vaxandi á næstu árum. Kemur þar margt til, helst má nefna: minna fram- boð, aukna eftirspurn og breytt hugarfar. Ef við lítum á fyrsta atriðið, minna framboð, þá er fækkun í numerus clausus vegna bágrar stöðu læknadeildar HÍ en ljóst er að það er ekki vegna smæðar sjúkrahúsa eða að þau rúmi ekki meiri klíníska kennslu heldur er hér um að kenna skorti á vilja, skipulagi og fjár- magni. Minna framboð er einn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.