Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 73

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 261 Yfirlýsing frá stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags íslands Stjóm Siðfræðiráðs LÍ vill að gefnu tilefni beina því til lækna að þeir gæti sérstakrar varúðar ef þeir eru beðnir um að koma fram í auglýsingum. Samkvæmt siðareglum lækna er læknum ósæmandi að vekja á sér ótilhlýði- lega athygli. Stjórn Siðfræðiráðsins er tilbúin að vera til ráðuneytis komi upp vafamál. Kópavogi, 18. mars 1997 Stjórn Siðfræðiráðs LÍ Fræðabúr Félags ungra lækna Fræðabúr Félags ungra lækna hefur nú verið endurskoðað og endurbætt. Því hefur verið komið fyrir í aðstöðu sem unglæknar hafa til afnota hjá bókasafni Landspítalans. Staiísmenn bókasafnsins verða okkur innan handar með upp- lýsingar og aðstoða við tölvuleit. Allar ábendingar um efni og upplýsingar um sérnám lækna eru vel þegnar. Helgi Hafsteinn Helgason formaður Félags ungra lækna Netfang: hhh@mmedia.is Tennismót íslenskra lækna Annað tennismót íslenskra lækna verður haldið á vegum Austurbakka hf í Tennishöllinni í Kópavogi dagana 5. og 6. apríl næstkomandi og hefst kl. 13:30 fyrri daginn. Um er að ræða hraðmót í einliðaleik. Skráningar skulu berast til Tennishallar- innar í síma 564 4050 fyrir 2. apríl. Þátttökugjald er kr. 1000 og rennur til Tennishallarinnar. Austurbakki hf gefur vegleg verðlaun. Frekari upplýsingar hjá Stefáni Björnssyni lækni á Heilsugæslustöðinni í Kópa- vogi í síma 554 0400 eða í heimasíma 568 6984.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.