Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 76

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 76
264 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 4/1997 Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðhundum (MMR) Árið 1989 hófst almenn bólu- setning með þrígildu bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðhundum (MMR) á 18 mán- aða gömlum börnum á íslandi sem endurtaka skyldi við 12 ára aldur. Farsóttanefnd ríkisins mælti hins vegar með því árið 1994 í samráði við heilsugæslu- lækna að endurbólusetning skyldi fara fram við níu ára ald- ur. Landlæknir vill minna á að á þessu ári er komið að því að endurbólusetja þau börn sem bólusett voru með þrígilda bóluefninu við 18 mánaða aldur 1989. Jafnframt er mælt með að börn sem ekki voru bólusett þá, verði bólusett nú. Því er í reynd mælt með að öll níu ára börn veri bólusett með MMR án til- lits til bólusetningar áður. Ástæður þessa eru eftirfar- andi: 1. Örva ónæmissvörun þeirra níu ára barna sem þegar hafa verið frumbólusett með MMR. 2. Ná til þeirra sem ekki náð- ist að bólusetja við 18 mán- aða aldur eða þar sem bólu- setning mistókst af ein- hverjum ástæðum. 3. Flýta útrýmingu mislinga, hettusóttar og rauðhunda á íslandi. Að gefnu tilefni skal á það minnt að endurbólusetning er framhald frumbólusetningar og hafi lögráðamaður barns gefið samþykki fyrir frumbólusetn- ingu ber að líta svo á að sam- þykkið nái einnig til endurbólu- setningar. Dreifíbréf landlæknisembættisins nr. 5/1997 Nýbúar og erlend ættleiðingarbörn Ráðleggingar varðandi ónæmis- aðgerðir á börnum með engar eða óþekktan fjölda fyrri ónæm- isaðgerða Þegar ekki fylgja börnum nýbúa eða ættleiðingarbörnum frá öðrum löndum upplýsingar um ónæmisaðgerðir er æskilegt að gefa forráðamönnum barns- ins stuttan frest til að afla þeirra. Nægjanlegt er að fá ljós- rit eða símbréf frá fyrra heima- landi. Vísað er til upplýsinga í „Ungbarnavernd - Leiðbeining- ar um heilsugæslu barna“, bls. 42, útg. af landlæknisembættinu 1996, að því er varðar almennar leiðbeiningar um ónæmisað- gerðir barna. Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðhundum (MMR). MMR er ráðlegt að gefa sem fyrst eftir komu til landsins og síðan aftur við níu ára aldur. Börn sem eldri eru en níu ára við komu fái eina sprautu. Hafi þau fengið fyrri sprautuna inn- an eins til eins og hálfs árs mið- að við níu ára aldur þarf ekki að endurbólusetja. Bólusetning gegn Haemoptúl- us Influenzae gerð b (Hib). Börn yngri en 12 mánaða þrjár ónæmisaðgerðir. Börn 12-15 mánaða tvær ónæmisaðgerðir. Börn 14 mánaða til fimm ára ein ónæmisaðgerð. Börn eldri en fimm ára engin ónæmisaðgerð. Bólusetning gegn mænusótt. Mælt er með að gefa mænu- sóttarbóluefni á eftirfarandi hátt án tillits til aldurs: Polio 1 sem fyrst. Polio 2 einum til tveimur mán- uðum eftir Polio 1. Polio 3 sex til átta mánuðum eft- ir Polio 2. Polio 4 tveimur til þremur árum eftir Polio 3. Polio 5 fimm árum eftir Polio 4. Bólusetning gegn barnaveiki, kíghósta og stífkrampa. Mælt er með að gefa DPT bólusetningu á eftirfarandi hátt: DPT 1 sem fyrst. DPT 2 einum mánuði eftir DPT 1. DPT 3 sex til átta mánuðum eft- ir DPT 2.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.