Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 10

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 10
278 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Niðurstöður: Eitthundrað og fimmtíu sjúk- lingar voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum í janúar og febrúar 1996. Hlutfall ráðlegginga um breytingu á meðferð var 74% á deild 12-G, 65% á 11-E en 33% og 32% á 11-A og 11-B. Fylgt var 80% ráðlegginga á deild 11-E en 93- 100% á öðrum deildum. Algengustu ástæður ráðlegginga um breytingar á sýklalyfjameðferð voru: stöðvun meðferðar (33%), lækkun skammta (31%) og breytingar á meðferð úr stungulyfi í meðferð um munn (19%). Lág- markssparnaður var metinn 70-210.000 krónur á mánuði ef reiknað var með að ráðleggingar hefðu áhrif í einn til þrjá daga. I mars voru 4% varnandi meðferðar fyrir skurðaðgerðir á deild 12-G í samræmi við samþykktar leiðbeiningar. Alyktanir: Niðurstöður okkar styðja nauð- syn þess að bæta sýklalyfjameðferð á Landspít- alanum. Sýklalyfjaeftirliti var vel tekið og ráð- leggingum fylgt í 80-100% tilvika. Eftirlit með sýklalyfjanotkun á Landspítalanum öllum gæti leitt til sparnaðar sem næmi allt að 30-36% sýklalyfjakostnaðar. Inngangur Mikil umræða fer fram um heilbrigðiskerf- ið, ekki síst um vaxandi kostnað sem fylgir því, einkum rekstri stóru sjúkrahúsanna. Hluti þessa kostnaðar felst í lyfjanotkun. Fjórðungur til þriðjungur allra sjúklinga á sjúkrahúsum í þró- uðum löndum er meðhöndlaður með sýklalyfj- um (1,2). Á flestum sjúkrahúsum nemur kostn- aður vegna sýklalyfjanotkunar 20-50% af heildarlyfjakostnaði (3—5) en á Landspítalan- um var hlutfallið 12-14% á árunum 1994— 1996. Sem dæmi um kostnað við notkun sýkla- lyfja á sjúkrahúsum má nefna að á Landspítal- anum var varið um 50 milljónum króna til kaupa á sýklalyfjum árið 1996. Könnun á Borgarspítalanum (Sjúkrahúsi Reykjavíkur) haustið 1994 leiddi í ljós að í allt að 50% til- fella þar sem sýklalyljum var beitt var notkun á einhvern hátt ábótavant (Anna Þórisdóttir, óbirtar niðurstöður fengnar í janúar 1997). Rannsókn á Landspítalanum 1994 sýndi að um 55% ávísana á sýklalyf voru annað hvort rang- ar eða þeim var ábótavant (6). Erlendar rann- sóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður hvort heldur um var að ræða sjúkrahús, göngudeildir eða langtíma dvalarstofnanir (7). Einnig hafa erlendar rannsóknir leitt í ljós að unnt er að spara umtalsverðar fjárhæðir með virku sýkla- lyfjaeftirliti (1,2,8). Því var líklegt að bæta mætti sýklalyfjanotkun á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Síðla sumars 1995 var hafið sýklalyfjaeftirlit á Landspítalanum. Meginmarkmið með eftirlit- inu eru bætt sýklalyfjameðferð, lækkun kostn- aðar vegna sýklalyfjanotkunar og síðast en ekki síst að minnka líkur á ónæmismyndun meðal sýkla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna framkvæmd og kostnaðaráhrif sýklalyfjaeftir- lits á nokkrum deildum Landspítalans um tveggja mánaða skeið. Áhersla var lögð á að meta sparnað í kjölfar ráðlegginga um breyt- ingar á sýklalyfjameðferð. Einnig var könnuð notkun varnandi sýklalyfjameðferðar í einn mánuð á einni skurðdeild spítalans. Efniviður og aðferðir Tímabil: Athugunin náði yfir þrjá mánuði árið 1996. Áhrif gæðaeftirlits með sýklalyfja- ávísunum voru könnuð í janúar og febrúar. Notkun varnandi sýklalyfjameðferðar var at- huguð í mars. Deildir: Eftirliti var beitt á fjórum deildum, 12-G (almenn handlækningadeild), 11-A (al- menn lyflækningadeild), 11-B (fimm daga lyf- lækningadeild) og deild 11-E (blóðfræðihluta). Framkvœmd gœðaeftirlits með sýklalyfja- ávísunum: Upplýsingum um alla sjúklinga á sýklalyfjum á ofangreindum deildum var safn- að á sérstök eyðublöð, sem sérfræðingur í smit- sjúkdómum og klínískur lyfjafræðingur viðuðu að sér daglega. Farið var yfir helstu þætti sýklalyfjameðferðarinnar síðari hluta dags, oft með læknum viðkomandi sjúklinga. Væri talin ástæða til breytinga á meðferðinni var þeim upplýsingum miðlað til lækna sjúklingsins, oft- ast munnlega en einnig skriflega á sérstökum eyðublöðum. Fjöldi sjúklinga var skráður svo og ráðleggingar um breytingar og hvort þeim var fylgt. Einnig var eðli breytingartillagna skráð, það er hver var meginástæða tillögu um breytingu á meðferð. Ef ráðleggingu um breyt- ingu á meðferð var fylgt, var mismunur á kostnaði við fyrri meðferð og við nýju með- ferðina reiknaður fyrir hvern sólarhring. Slíkar breytingar voru ávallt gerðar síðla dags þegar sýnt þótti að ekki yrðu gerðar frekari breyting- ar þann dag á sýklalyfjameðferð. Breyting úr stungulyfsmeðferð í meðferð með töflum: Notuð voru ákveðin skilmerki (fullnægja þurfti fjórum af fimm) þegar lagðar voru fram ráðleggingar um að skipta úr með-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.