Læknablaðið - 15.04.1998, Side 36
302
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
E-16. Skurðtæk lungnakrabbamein á
Landspítalanum 1997
Kristinn B. Jóhannsson, Grétar Olafsson
Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans
Lungnakrabbamein er erfiður sjúkdómur við að
eiga og fimm ára lifun er lág. I hinum vestræna
heimi er einungis 20-25% sjúklinga sem koma til
aðgerða.
Nýgengi krabbameins í lungum á Islandi hjá
körlum, miðað við 100 þúsund íbúa 1989-1993, var
33,3% en 25,5% sömu ár hjá konum. Nýgengi fyr-
ir árið 1997 liggur ekki fyrir.
Fyrir aðgerð þarf að tryggja að sjúklingur sé með
staðbundinn sjúkdóm og hann þarf að vera í góðu
ástandi til þess að þola aðgerð. Teknar eru
sneiðmyndir af þeim líffærum sem lungnakrabba-
mein dreifir sér til, svo sem heila, lungum,
miðmæti, lifur og nýrnahettum. Einnig er fram-
kvæmt beinaskann. Eitlar í miðmæti eru athugaðir
vel og ef þeir eru taldir eðlilegir að stærð er ekki
framkvæmd speglun á miðmæti, annars er hún
framkvæmd fyrir aðgerð. Almennt ástand sjúklings
er athugað mjög vel, sérstaklega hjarta og lungna-
starfsemi. Metið er fyrir hvern sjúkling hvort hann
þoli að hluti af hans lunga eða allt sé fjarlægt.
TNM-stigun er notuð fyrir aðgerð og einnig eftir
aðgerð. Þá er hægt að flokka sjúklinga og gera sér
betri grein fyrir horfum hvers og eins og hvort
viðbótarmeðferðar sé þörf. Sjúklingar sem koma til
aðgerðar eru venjulega á stigi 1 og stigi II. Nútíma
rannsóknartækni hefur haft í för með sér að könn-
unaraðgerðir á brjóstholi eru orðnar fáar.
Arið 1997 var framkvæmd 21 brjóstholsaðgerð á
sjúklingum með krabbamein í lungum á Landspít-
alanum. Þetta voru 15 karlar og sex konur. Brott-
nám á lungnalappa var framkvæmt hjá 11 sjúkling-
um, lunga fjarlægt hjá fjórum og fleygskurður
framkvæmdur hjá þremur. Ekki var gerlegt að
nema æxlið brott hjá þremur sjúklingum, aðeins
sýni tekið.
Aðgerðirnar gengu vel. Sjúklingarnir dvöldu að
meðaltali 8-14 daga á spítala nema þeir sem fengu
aukakvilla, þeir dvöldu lengur. Einn sjúklinganna
fékk lungnabólgu eftir brottnám lungnalappa í hitt
lungað og dó 18 dögum eftir aðgerð.
Nánar verður rætl um skurðaðgerðir við krabba-
meini í lungum en það sést hve lítill hluti sjúkling-
anna sem fá sjúkdóminn koma til skurðaðgerðar.
Einnig verður rætt ítarlegar um horfur þeirra sjúk-
linga sem búið er að framkvæma fullnaðar- (rad-
ical) aðgerð á.
E-17. Innanæðaraðgerðir með hjálp
bors (Rotablator®) á slagæðar neðan
hnés. Tvö sjúkratilfelli
Antia Gunnarsdóttir', Halldór Jóhannsson', Einar
H. Jónmundsson2, Kristján Eyjólfsson3
Frá 'handlœkninga-, 2röntgen- og 'lyflœkninga-
deildum Landspítalans
Innanæðaraðgerðir með belg til víkkunar á slag-
æðarþrengslum skipa stöðugt stærra hlutverk hjá
æðaskurðlæknum til meðferðar á sjúklingum með
blóðþurrð til ganglima vegna slagæðaþrengsla. Er
þessi meðferðartækni í örri þróun.
Skilyrði fyrir að hægt sé að víkka æðarþrengsli út
með belg er að hægt sé að þræða leiðara í gegnum
þrengslin og koma belgnum að. Því verður að vera
ákveðið innanæðarþvermál (lumen) til staðar. I
þeim tilvikum þar sem þrengslin eru svo mikil að
ekki tekst að koma belg inn er mögulegt að auka
innanæðarþvermálið með bor (Rotablator®) þannig
að hægt sé að koma belgnum að, til víkkunar á
æðinni. A þennan hátt eru möguleikar til inn-
anæðarvíkkana á litlum slagæðum enn auknir.
Rotablator® er bor sem þakinn er demantsögnum
og snýst á hraða upp að 190.000 snúningum á mfn-
útu og þræðist yfir leiðara sem er 0,23 mm (0,009
tommur) í þvermál.
Hér lýsum við tveimur sjúkratilfellum þar sem í
fyrsta skipti á íslandi var framkvæmd inn-
anæðarvíkkun á slagæðum neðan hnés með notkun
bors og belgs hjá sjúklingum með krítíska blóð-
þurrð í ganglimum. Tókust báðar aðgerðirnar vel.
Alyktun: Blóðþurrð í fótum vegna lokunar eða
þrengsla á slagæðum neðan hnés er erfið viðureign-
ar og getur leitt til aflimunar á fótlegg. Árangurinn
af þessum fyrstu aðgerðum var góður og gefur þar
með möguleika á innanæðaraðgerðum hjá fleiri
sjúklingum en áður.
E-18. Blæðing, blóðgjöf og notkun blóð-
skilju við hryggskekkjuaðgerðir á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur
María Sigurðardóttir', Björn Tryggvason', Sverrir
Hilmarsson2, Ragnar Jónsson2
Frá 'svœfmga-og gjörgœsludeild og 'hœklunar-
lœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Aukaverkanir blóðgjafablóðs eru
vel þekktar, svo sem sýkingar af völdum HIV, lifr-
arbólguveira og fleiri sýkingarvalda, bæling ónæm-
iskerfisins og ónæmis- og ofnæmisviðbrögð. Fóst-
urlát eru þekkt hjá konum vegna mótefnamyndunar
eftir blóðgjöf. Æskilegt væri því að halda notkun
blóðgjafablóðs í lágmarki. Eigin söfnun blóðs fyrir
aðgerð væri því eftirsóknaverður kostur ásamt
notkun blóðskilju í aðgerð.
Efniviður og aðferðir: Á árunum 1992-1997
hafa verið gerðar 30 aðgerðir á 29 sjúklingum (27