Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 40

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 40
306 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Niöurstöður: Sjúklingur sýndi engin klínísk merki lídókaíneitrunar. Hjartalínurit sýndu engar leiðslutruílanir. Þéttni lídókaíns í sermi mældist 1,9 |ig/ml eftir tvær klukkustundir og 1,7 pg/ml eftir fjórar stundir. Alyktanir: Lýst er sjúklingi sem fékk tvöfaldan hámarksskammt af lídókaíni. Þéttni í sermi mæld- ist ekki há og sýndi sjúklingur engin merki lídóka- íneitrunar. Þetta vekur upp þá spurningu hvort hættan á eiturverkunum lídókaíns sé ofmetin. E-23. Blóðhlutanotkun við hjáveitu- skurðaðgerðir á kransæðum 1995 Jóhann R. Guðmundsson', Bjarni Torfason', Sveinn Guðmundsson2, Oddur Fjalldal3, Ina Björg Hjálmarsdóttir Frá 'hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans, 2Blóðbankanum, 3svœfinga- og gjörgœsludeild Landspítalans Viðhorf gagnvart blóðhlutagjöfum hafa breyst á síðastliðnum árum, ekki síst eftir tilkomu nýrra smitsjúkdóma og aukins aðhalds í fjárveitingum til heilbrigðismála. Víða erlendis hafa rannsóknir verið gerðar til að meta blóðhlutanotkun í hjartask- urðaðgerðum og niðurstöður sýna mismikla notkun eftir stöðum. A Islandi hafa hjáveituaðgerðir á hjarta (CABG, coronary artery bypass grafting) verið framkvæmdar frá 1986 með góðum árangri en blóðhlutanotkun ekki verið metin sérstaklega. Markmið rannsóknarinnar er að meta umfang blóðhlutanotkunar við ofangreindar hjartask- urðaðgerðir á íslandi, athuga hvaða þættir hafa áhrif á notkunina og í framhaldi hvort bæta megi meðferðina með breyttum áherslum. Rannsóknin er afturskyggn. Allar hjáveituað- gerðir á hjarta, framkvæmdar á Landspítalanum 1995, voru skoðaðar með tilliti til blóðhlutanotkun- ar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar og gerð grein fyrir þýðingu þeirra fyrir blóðhlutagjafir í hjartaskurðaðgerðum í fram- tíðinni. E-24. Metanephric kirtilæxli. Sjúkratil- felli Helgi Birgisson', Guðmundur Vikar Einarsson', Jón Gunnlaugur Jónasson2 Frá 'þvagfœraskurðdeild Landspítalans, 2Rann- sóknastofu Háskólans í meinafrœði Inngangur: Lýst er fyrsta tilfellinu á Islandi af metanephric kirtilæxli (adenoma). Sjúkratilfelli: Fimmtíu og níu ára gömul kona með uppþembueinkenni og væga verki í efri hluta kviðar. Engin þvagfæraeinkenni. Við ómskoðun á kviði var grunur um æxli í hægra nýra sem staðfest var með tölvusneiðmynd. Framkvæmt var fullnað- arbrottnám á hægra nýra. Niðurstöður: I nýranu var vel afmarkaður æxlis- vöxtur í neðri pól, 4,5 sm í mesta þvermál. Æxlið reyndist vera metanephric kirlilæxli. Við smásjár- skoðun var það uppbyggt úr reglulegum, þétt- pökkuðum, einsleitum, smáum og hringlaga frumu- mynstrum og einnig sáust gauklalík svæði. Æxlið var skarpt afmarkað frá aðliggjandi nýrnavef. Alyktanir: Fyrsta tilfellið af metanephric kirtil- æxli á Islandi. Þetta er afar sjaldgæfur en líklegast góðkynja æxlisvöxtur. Mikilvægt að greina æxlið frá Wilms æxlurn og nýrnafrumukrabbameini. E-25. Lokun á miðhjarnaslagæð. Tvö tilfelli, orsakir og bráðameðferð Guðrún Guðmundsdóttir', Bjarni Hannesson', Kristinn Sigvaldason2 Frá 'lieila- og taugaskurðdeild og 2svœfinga- og gjörgœslulœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Lokun á einni af meginæðum heilans, miðhjarna- slagæð (arteria cerebri media), hvort sem er að öllu leyti eða að hluta hefur mikil einkenni í för með sér. Miðhjarnaslagæðin nærir hreyfi- og skynsvæði líkamans og málsvæði í ríkjandi heilahveli. Meðferð eftir greiningu byggist á að hindra út- breiðslu blóðþurrðarsvæðisins og reyna að lækka innankúpuþrýsting sem oft verður mjög hár vegna mikillar bjúgmyndunar í heilavef sem orðið hefur fyrir blóðþurrðarskaða. Skýrt verður frá sjúkdómsgangi tveggja ungra kvenna, 27 ára og 31 árs, með blóðsega/blóðrek (embolism/thrombosis) í miðhjarnaslagæð. Báðar konurnar fengu helftarlömunareinkenni og mikla hækkun á innankúpuþrýstingi. Báðar sýndu þær skýr merki um yfirvofandi heiladauða (herniation). Aktív og aggressív taugaskurðlækninga- og gjör- gæslumeðferð skipti hér sköpum. Eldri konan fékk hefðbundna meðferð í formi mælinga á innankúpu- þrýstingi með þar til gerðum mæli, oföndunar (hyp- erventilation), djúprar svæfingar og mannitolgjafar. Yngri konan fékk svokallaða Lundarmeðferð sem notuð hefur verið eingöngu gegn heilabjúg eftir höfuðáverka. Sú meðferð hefur ekki áður verið reynd við þessar aðstæður en byggist á, auk svæf- ingar og oföndunar, að blóðþrýstingi er haldið niðri og háræðaþrýstingur minnkaður með lyfjagjöf. Skýrt verður frá þeim úrræðum sem til boða eru á íslandi í dag fyrir þennan erfiða sjúklingahóp. Báðar konurnar eru lifandi í dag með mismiklar menjar sjúkdómsins. Yfirlitið sýnir að úrræði eru í boði fyrir þennan sjúklingahóp þó ekki takist alltaf jafnvel til og hér er lýst. Virk heila- og taugaskurð- læknameðferð og gjörgæslumeðferð þessara sjúk- linga er í framförum hérlendis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.