Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 42

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 42
308 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sjúklinga (84%). Meðaltals APACHE stig var hæst árið 1994 eða 11,9 en lægst árið 1996 eða 10,3. Fjöldi sjúklinga í öndunarvél var mestur árið 1996 eða 225 en hlutfallslega fóru flestir sjúklinga í önd- unarvél 1997 eða 38,6%. Þeir voru 5,6 daga að meðaltali í öndunarvél. Meðallegutími var lengstur 1994 eða 4,0 dagar en stystur 1996 eða 3,4 dagar. Dánarhlutfall var hæst árið 1995 eða 9,2%, en lægst árið 1997 eða 7,5%. Alyktanir: Greinilegt samband er á milli APACHE II gildis og afdrifa sjúklings. E-28. Svæðisbundin utanbastsverkja- meðferð á legudeildum er hættulítil eftir aðgerðir. Athugun á fylgikvillum h já 715 sjúklingun á Landspítalanum Oddur Fjalldal, Gísli Vigfússon, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Sv. Stefánsson Frá svcefinga- og gjörgœsludeild Landspítalans Inngangur: Nýir valmöguleikar varðandi verkjastillingu hafa aukið áhuga á bættri verkja- meðferð eftir aðgerðir. Erfitt getur verið að ná full- nægjandi verkjastillingu án þess að hætta á alvar- legum fylgikvillum aukist jafnframt. Svæðisbundin utanbastsverkjameðferð hefur reynst áhrifarík aðferð til verkjastillingar eftir aðgerðir með lág- marks áhættu á alvarlegum fylgikvillum. Síðustu misseri hefur þessari aðferð verið beitt með góðum árangri á Landspítalanum. I þessari könnun eru birtar niðurstöður skráningar fylgikvilla svæðis- bundinnar utanbastsverkjameðferðar á tveggja ára tímabili á handlækningadeildum Landspítalans. Efniviður og aðferðir: Blanda þriggja lyfja, búpívakaín 0,1 mg/ml, fentanýl 2 mg/ml og aðrena- lín 2 pg/ml, var gefin í sídreypi sem næst viðeig- andi mænusvæði (segment), eftir stærri kviðarhols- , brjósthols-, æða- og bæklunaraðgerðir. Sérstakt eftirlitsblað var notað til að skrá árangur meðferðar og fylgikvilla. Alls voru 715 sjúklingar meðhönd- laðir á þennan hátt á handlækningadeildum Land- spítalans á tveggja ára tímabili. Niðurstöður: A þessu tímabili komu þrír alvar- legir fylgikvillar fyrir, klínísk sýking í innanbasts- rými í einu tilfelli, sýking í utanbastsrými í öðru til- felli og ofskammtur sídreypilyfs í því þriðja. Þess- ir þrír sjúklingar voru meðhöndlaðir með góðum árangri og enginn hlaut varanlegan skaða vegna verkjameðferðarinnar. Erting (sýking) kom fyrir á stungustað í 2,7% tilfella. Hreyfthindrun (Bromage score >2) átti sér stað í 3,1% tilfella ef leggur var staðsettur á brjóstholssvæði og í 15,1% tilfella ef leggur var staðsettur á lendarsvæði. Væg ógleði kom fyrir í 10,4% tilfella og alvarleg ógleði í 8,3% tilfella. Vægur kláði átti sér stað í 8,2% tilfella og alvarlegur kláði í 5,2% tilfella. Alyktanir: Þriggja lyfja svæðisbundin utan- bastsverkjameðferð er áhrifarík aðferð til verkja- stillingar án þess að hafa óæskileg áhrif á hreyfi- getu sjúklings sé leggur lagður inn á viðeigandi stað í hryggnum. Slík meðferð truflar ekki mat á fylgikvillum vegna viðkomandi skurðaðgerðar. Þessi tækni er hins vegar ekki án fylgikvilla sem í einstaka tilfellum geta verið alvarlegir. Til að halda þeirri hættu í lágmarki er nákvæmt eftirlit, skráning árangurs og aukaverkana, símenntun starfsfólks og góð samvinna hjúkrunarfræðinga og lækna nauðsynlegt lykilatriði. E-29. Skriflegt samþykki sjúklinga Ólafur Ólafsson Frá landlœknisembœttinu Arið 1988 bar landlæknir fram tillögu unt skrif- legt samþykki sjúklinga fyrir aðgerð. Tillögum hef- ur verið breytt nokkuð eftir samkomulagi við lækna frá upphafsgerð. Send hefur verið tillaga, ásamt eyðublaði, til lækna um skriflegt samþykki sjúk- linga eftir samkomulagi við læknaráð stærstu sjúkrahúsanna til reynslu í sex mánuði. Skýrt verður meðal annars frá nokkrum málum þar sem upplýsingar um samþykki sjúklinga virtist hafa haft úrslitaáhrif á gang mála. E-30. Dauðaslys barna á Islandi á árun- uin 1985-1995' Jan Triebel', Gunnlaugur Geirsson2, Ástvaldur Arthursson', Brynjólfur Mogensen' Frá 'bœklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, 2Rannsóknastofu í réttarlœknisfrœði Inngangur: Tíðni dauðaslysa barna á íslandi er hæst miðað við hin Norðurlöndin en tíðni dauðaslysa fullorðinna er hins vegar lægst. Tilgangur rannsóknarinnar er að reyna að átta sig Á helstu tegundum dauðaslysa barna, með það í huga hvaða forvörnum helst megi beita. Efniviður og aðferðir: Á Hagstofu íslands voru skoðuð dánarvottorð barna á aldrinum 0-14 ára, sem létust af slysförum á árunum 1985-1995. Einnig voru kannaðar sjúkraskýrslur Sjúkrahúss Reykjavíkur og krufningarskýrslur Rannsóknastofu í réttarlæknisfræði. Niðurstöður: Á árunum 1985-1995 dóu 64 börn (18 stúlkur, 46 drengir) á aldrinum 0-14 ára af slys- förum samkvæmt skráningu Hagstofu íslands. Ekki eru með í þessum tölum 12 slys af völdum snjó- flóða á árinu 1995. Börn frá fæðingu til fjögurra ára aldurs voru 26, á aldrinum fimm til níu ára 24 og frá 10-14 ára 14 sem dóu af völdum slysa á tímabil- inu. Utan Stór-Reykjavíkursvæðisins urðu 43 slys, 20 á höfuðborgarsvæðinu en eitt erlendis. Umferðarslys voru algengust (25), næst al- gengastar voru drukknanir (21), sjö slys gerðust í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.