Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 42
308
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
sjúklinga (84%). Meðaltals APACHE stig var hæst
árið 1994 eða 11,9 en lægst árið 1996 eða 10,3.
Fjöldi sjúklinga í öndunarvél var mestur árið 1996
eða 225 en hlutfallslega fóru flestir sjúklinga í önd-
unarvél 1997 eða 38,6%. Þeir voru 5,6 daga að
meðaltali í öndunarvél. Meðallegutími var lengstur
1994 eða 4,0 dagar en stystur 1996 eða 3,4 dagar.
Dánarhlutfall var hæst árið 1995 eða 9,2%, en
lægst árið 1997 eða 7,5%.
Alyktanir: Greinilegt samband er á milli
APACHE II gildis og afdrifa sjúklings.
E-28. Svæðisbundin utanbastsverkja-
meðferð á legudeildum er hættulítil eftir
aðgerðir. Athugun á fylgikvillum h já 715
sjúklingun á Landspítalanum
Oddur Fjalldal, Gísli Vigfússon, Jón Sigurðsson,
Þorsteinn Sv. Stefánsson
Frá svcefinga- og gjörgœsludeild Landspítalans
Inngangur: Nýir valmöguleikar varðandi
verkjastillingu hafa aukið áhuga á bættri verkja-
meðferð eftir aðgerðir. Erfitt getur verið að ná full-
nægjandi verkjastillingu án þess að hætta á alvar-
legum fylgikvillum aukist jafnframt. Svæðisbundin
utanbastsverkjameðferð hefur reynst áhrifarík
aðferð til verkjastillingar eftir aðgerðir með lág-
marks áhættu á alvarlegum fylgikvillum. Síðustu
misseri hefur þessari aðferð verið beitt með góðum
árangri á Landspítalanum. I þessari könnun eru
birtar niðurstöður skráningar fylgikvilla svæðis-
bundinnar utanbastsverkjameðferðar á tveggja ára
tímabili á handlækningadeildum Landspítalans.
Efniviður og aðferðir: Blanda þriggja lyfja,
búpívakaín 0,1 mg/ml, fentanýl 2 mg/ml og aðrena-
lín 2 pg/ml, var gefin í sídreypi sem næst viðeig-
andi mænusvæði (segment), eftir stærri kviðarhols-
, brjósthols-, æða- og bæklunaraðgerðir. Sérstakt
eftirlitsblað var notað til að skrá árangur meðferðar
og fylgikvilla. Alls voru 715 sjúklingar meðhönd-
laðir á þennan hátt á handlækningadeildum Land-
spítalans á tveggja ára tímabili.
Niðurstöður: A þessu tímabili komu þrír alvar-
legir fylgikvillar fyrir, klínísk sýking í innanbasts-
rými í einu tilfelli, sýking í utanbastsrými í öðru til-
felli og ofskammtur sídreypilyfs í því þriðja. Þess-
ir þrír sjúklingar voru meðhöndlaðir með góðum
árangri og enginn hlaut varanlegan skaða vegna
verkjameðferðarinnar. Erting (sýking) kom fyrir á
stungustað í 2,7% tilfella. Hreyfthindrun (Bromage
score >2) átti sér stað í 3,1% tilfella ef leggur var
staðsettur á brjóstholssvæði og í 15,1% tilfella ef
leggur var staðsettur á lendarsvæði. Væg ógleði
kom fyrir í 10,4% tilfella og alvarleg ógleði í 8,3%
tilfella. Vægur kláði átti sér stað í 8,2% tilfella og
alvarlegur kláði í 5,2% tilfella.
Alyktanir: Þriggja lyfja svæðisbundin utan-
bastsverkjameðferð er áhrifarík aðferð til verkja-
stillingar án þess að hafa óæskileg áhrif á hreyfi-
getu sjúklings sé leggur lagður inn á viðeigandi
stað í hryggnum. Slík meðferð truflar ekki mat á
fylgikvillum vegna viðkomandi skurðaðgerðar.
Þessi tækni er hins vegar ekki án fylgikvilla sem í
einstaka tilfellum geta verið alvarlegir. Til að halda
þeirri hættu í lágmarki er nákvæmt eftirlit, skráning
árangurs og aukaverkana, símenntun starfsfólks og
góð samvinna hjúkrunarfræðinga og lækna
nauðsynlegt lykilatriði.
E-29. Skriflegt samþykki sjúklinga
Ólafur Ólafsson
Frá landlœknisembœttinu
Arið 1988 bar landlæknir fram tillögu unt skrif-
legt samþykki sjúklinga fyrir aðgerð. Tillögum hef-
ur verið breytt nokkuð eftir samkomulagi við lækna
frá upphafsgerð. Send hefur verið tillaga, ásamt
eyðublaði, til lækna um skriflegt samþykki sjúk-
linga eftir samkomulagi við læknaráð stærstu
sjúkrahúsanna til reynslu í sex mánuði.
Skýrt verður meðal annars frá nokkrum málum
þar sem upplýsingar um samþykki sjúklinga virtist
hafa haft úrslitaáhrif á gang mála.
E-30. Dauðaslys barna á Islandi á árun-
uin 1985-1995'
Jan Triebel', Gunnlaugur Geirsson2, Ástvaldur
Arthursson', Brynjólfur Mogensen'
Frá 'bœklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, 2Rannsóknastofu í réttarlœknisfrœði
Inngangur: Tíðni dauðaslysa barna á íslandi er
hæst miðað við hin Norðurlöndin en tíðni
dauðaslysa fullorðinna er hins vegar lægst.
Tilgangur rannsóknarinnar er að reyna að átta sig
Á helstu tegundum dauðaslysa barna, með það í
huga hvaða forvörnum helst megi beita.
Efniviður og aðferðir: Á Hagstofu íslands voru
skoðuð dánarvottorð barna á aldrinum 0-14 ára,
sem létust af slysförum á árunum 1985-1995.
Einnig voru kannaðar sjúkraskýrslur Sjúkrahúss
Reykjavíkur og krufningarskýrslur Rannsóknastofu
í réttarlæknisfræði.
Niðurstöður: Á árunum 1985-1995 dóu 64 börn
(18 stúlkur, 46 drengir) á aldrinum 0-14 ára af slys-
förum samkvæmt skráningu Hagstofu íslands. Ekki
eru með í þessum tölum 12 slys af völdum snjó-
flóða á árinu 1995. Börn frá fæðingu til fjögurra ára
aldurs voru 26, á aldrinum fimm til níu ára 24 og
frá 10-14 ára 14 sem dóu af völdum slysa á tímabil-
inu. Utan Stór-Reykjavíkursvæðisins urðu 43 slys,
20 á höfuðborgarsvæðinu en eitt erlendis.
Umferðarslys voru algengust (25), næst al-
gengastar voru drukknanir (21), sjö slys gerðust í