Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 45

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 311 ingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 'Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði Inngangur: Nýgengi magakrabbameins hefur farið lækkandi síðastliðna áratugi en verður þó enn að teljast verulegt heilbrigðisvandamál hér á landi. Tilgangur okkar rannsóknar var að kanna lifun sjúklinga með magakrabbamein sem gengust undir aðgerð, með það að markmiði að uppræta sjúkdóm- inn. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra ofangreindra sjúklinga á Landspítalanum og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á tímabil- inu 1980-1995. Rannsóknartimabilinu var skipt í þrjá hluta, 1980-1985, 1986-1990, 1991-1995, og reiknuð fimm ára lifun fyrir öll tímabilin og hópinn í heild út frá hinum ýmsu þáttum. Niðurstöður: Eitt hundrað níutíu og þrír einstak- lingar gengust undir aðgerð á aldrinum 21-96 ára (miðtala 71). Fimm ára lifun fyrir hópinn í heild var 28% (26% 1980-1985, 22% 1986-1990, 38% 1991-1995). Þrátt fyrir talsvert lengri lifun á síðasta tímabilinu var hún ekki tölfræðilega marktæk (p=0,16). Stigun vegur langþyngst þegar litið er til lifunar. Heldur fleiri voru á frumstigi sjúkdómsins IA, á síðasta tímabilinu. Tíðni fylgikvilla er há eða 33% og skurðdauði 7%. Alyktun: Horfur sjúklinga sem gangast undir aðgerð til upprætingar á magakrabbameini eru slæmar, þó svo á síðustu árum greinist fleiri á bernskuskeiði sjúkdómsins en við þær aðstæður er möguleiki á lækningu talsvert góður. Aðgerð er í mörgum tilvikum áhættusöm, með hárri tíðni fylgi- kvilla og umtalsverðum skurðdauða. E-36. Vefjahitameðferð með leysigeisla á ígræddu æxli í lifur Páll Helgi Möller’, Kjell Ivarsson2, Unne Stenram', Monika Radnell2, Karl-Göran Tranberg2 Frá 1 handlœkningadeild Landspítalans, 2handlœkn- inga- og meinafrœðideild Háskólasjúkrahúsins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að vefjahita- meðferð með leysigeisla orsakar vel afmarkaða vefjaskemmd í bæði heilbrigðum og illkynja vef. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif mis- munandi hitastigs (43, 46 eða 50°C í 30 mínútur) og meðferðartíma (10, 20 eða 30 mínútur við 46°C) á ígræddan illkynja vef í lifur. Efniviður og aðferðir: Dímetýlhýdrazín-fram- kallað kirtlakrabbamein var grætt í vinstra lifrar- blað í rottum. Mesta þvermál æxlisins var 8,7±0,1 (mean±SEM) mm þegar meðferðin fór fram átta dögum síðar. Hitanema (afturverkunarnema) sem stýrði afköstum leysisins var komið fyrir 3 mm frá útjaðri æxlisins. Leysigeislinn var leiddur gegnum sveigjanlegan kvartsfíber. Rotturnar voru með- höndlaðar við stöðugt hitastig (43, 46 eða 50°C) í 30 mínútur eða í ákveðinn tíma (10, 20 eða 30 mín- útur) við 46°C (n=8 í hverjum hópi). Rotturnar voru aflífaðar sex dögum eftir meðferð. Onæm- isvefjafræðileg aðferð með brómódeoxýúrídíni var notuð til að meta lífvænleika frumnanna. Niðurstöður: Stýring hitastigsins var góð, sér- staklega þegar kolun átti sér ekki stað. Staðbundinn árangur var fullkominn hjá öllum rottunum sem fengu 30 mínútna meðferð, án tillits til hitastigs. Hjá rottum sem fengu 10 eða 20 mínútna meðferð var staðbundinn árangur ófullkominn hjá tveimur af átta rottum við 43°C og tveimur af átta rottum við 46°C. Stærð vefjaskemmdar var meira en stærð æxlisins fyrir meðferð (p<0,01). Stærð æxlisins í rottum sem ekki fengu meðferð stækkaði verulega. Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna að hægt er að ná fullkomnum staðbundnum árangri við meðhöndlun ígræddra lifraræxla í rottum með vefjahitameðferð með leysigeisla ef meðferðin fer fram við 46°C í 30 mínútur. E-37. Samanburður á vefjahitameðferð með leysigeisla og úrnámi á ígræddu æxli í rottulifur Páill Helgi Möller’, Kjell Ivarsson2, Unne Stenram', Monika Radnell2, Karl-Göran Tranberg2 Frá 'handlœkningadeild Landspítalans, 'handlœkn- inga- og 'meinafrœðideild Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman vefjahitameðferð með leysigeisla við úrnám á ígræddu æxli í rottulifur. Efniviður og aðferðir: Dímetýlhýdrazín-fram- kallað kirtlakrabbamein var grætt í vinstra lifrar- blað í rottum. Meðferð fór fram átta dögum síðar. Afköstum leysisins var stýrt með afturvirkum hita- nema sem komið var fyrir 3 mm frá útjaðri æxlis- ins. Rotturnar voru meðhöndlaðar við 46°C í 30 mínútur eða með lifrarúrnámi (n=8 í hverjum hópi). Rotturnar voru aflífaðar sex, 12 eða 24 dögum eft- ir meðferð. Onæmisvefjafræðileg aðferð með brómódeoxýúrídíni var notuð til að meta lífvæn- leika frumnanna. Niðurstöður: Æxlisdreifing í kviðarholi var minni eftir vefjahitameðferð með leysigeisla í sam- anburði við lifrarúrnám en staðbundinn árangur var svipaður. Æxlisdreifing í kviðarholi eftir úrnám á öðru lifrarblaði en þvf sem innihélt ígrædda æxlið var svipuð því sem sást eftir sham vefjahitameðferð með leysigeisli og sham úrnám sem bendir til þess að munurinn á milli vefjahitameðferðar með leysi- geisla og lifrarúrnáms á ígræddu æxli sé ekki vegna mismunar á áverka aðgerðar. Ályktanir: Vefjahitameðferð með leysigeisla dregur úr dreifingu æxlis frá ígræddu lifraræxli í samanburði við lifrarúrnám. Ástæða þykir að rann- saka þennan mun nánar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.