Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 51

Læknablaðið - 15.04.1998, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 317 1981 en hins vegar er enn aukning miðað við tíma- bilið 1953-1957. Þó virðist nýgengið ennþá vera að aukast hjá karlmönnum, jafnvel ef miðað er við árin á níunda áratugnum. Hugsanlegt er að minnk- andi nýgengi geti verið vegna hlýrri vetra árin 1991-1992 miðað við 1980-1981. Hins vegar er ekki hægt að útskýra aukið nýgengi ef bornar eru saman tölur frá 10. og sjötta áratug þessarar aldar á annan hátt en að beinþynning hafi orðið algengari síðara tímabilið. E-52. Forspá fyrir byltur. Niðurstöður framskyggnrar rannsóknar Brynjólfur Jónsson', Karin Ringsberg2, Per Gdrd- sell2, Ingemar Sernbo2, Olof Johnell2 Frá 'Sjúkrahúsi Akraness, 2bœklunar- og röntgen- deild háskólasjúkrahússins í Malmö, Svíþjóð Inngangur: Beinbrot, einkum hjá eldri einstak- lingum, eru yfirleitt afleiðingar af byltum. Vegna þess hve nýgengi beinbrota hjá eldri einstaklingum hefur aukist síðustu áratugi verður æ mikilvægara að skilgreina þann hóp einstaklinga sem eru í auk- inni hættu á að fá byltu og beinbrot. I þessari rann- sókn voru ýmsar bakgrunnsbreytur metnar með til- liti til byltna og brota. Hér er um að ræða fram- skyggna skráningu í eitt ár. Efniviður og aðferðir: Tvö hundruð fjörutíu og tveir karlar á aldrinum 50-80 ára og 328 konur á aldrinum 40-80 ára voru í upprunalega hópnum. Heilsa og breytur varðandi vöðvakraft og jafnvæg- isskyn voru mæld í byrjun tímabilsins. Einstakling- arnir skiluðu inn skýrslum ef þeir féllu eða fengu brot. Niðurstöður: Fimmtíu konur og 18 karlar voru skráð sem byltur. Hægari gönguhraði og fleiri skref til að ganga ákveðna vegalengd voru áhættuþættir fyrir falli hjá eldri karlmönnum og yngri konum. Sömu hópar voru með minnkaðan kraft í hnérétti (extensorum) og -beygi (flexorum). Hins vegar var kraftur við beygingu (flexion) hnés betri hjá eldri konum sem höfðu fallið. Líklega er besta forspárgildið fyrir byltu verra jafnvægi hjá karlmönnum og hægari gönguhraði hjá konuin. I bakgrunnsbreytum var minnkuð göngugeta utandyra ásamt slæmum dómi um eigið heilsufar tengt áhættu á falli. Umræða: Ljóst þykir að nokkrum áhættuþáttum fyrir byltur væri hægt að breyta. Til þess þyrfti að finna þann hóp seni er í mestri hættu á byltum. Hér er einkum um að ræða einstaklinga sem ganga lítið utandyra. Greiningin er yfirleitt fengin með tiltölu- lega auðveldum aðferðum, eins og að mæla göngu- hraða, telja fjölda skrefa sem þarf til þess að klára ákveðna vegalengd, ásamt því að mæla hversu lengi einstaklingurinn getur haldið jafnvægi. E-53. Melkersson-Rosenthal heilkenni, upphaf sjúkdóms og meðferð Jens Kjartansson Frá handlœkningadeild St. Jósefsspítala, Hafnar- firði Inngangur: Þegar andlitslömun, endurtekin langvarandi bólga í andliti og rákir í tungu fara saman er ástandið kallað Melkersson-Rosenthal heilkenni. Sjúkdómnum var fyrst lýst 1928 og 1931. Orsök og tíðni er óþekkt og sjúkdómurinn langdreginn. Meðferð gefur fullan bata í innan við helmingi tilfella. Lýst er erfiðu sjúkratilfelli, árangursríkri með- ferð og sett fram kenning um mögulega orsök. Efniviður og aðferðir: Sjúklingur með 20 ára sögu um endurteknar bólgur í vörum. Sjúklingur gekk undir aðgerðir 1986, 1988 og 1994 án varan- legs árangurs. Sjúklingur gekkst undir aðgerð að nýju samtímis sterameðferð 1997. Mjög góður ár- angur náðist. Sjúkdómurinn tók sig upp sex mánuð- um eftir aðgerð. Bólgu var haldið niðri með stórum skömmtum af prednisólóni en bólgur tóku sig upp þegar lyfjaskammtur var lækkaður. Vaxandi and- legar og líkamlegar aukaverkanir af steragjöfmni. Kapsaicín er þekkt af að tæma út boðefni úr skyntaugum svo sem SP, CGRP, VIP og fleiri en öll þessi efni eru þekkt sem öflugir æðavíkkarar (vasodilatorar) og auka bólgu og bjúg staðbundið. Þar sem mögulegt virtist að líkja eftir sjúkdóms- ástandinu að hluta með losun skyntaugaboðefna og ekki var vitað til að meðferð hefði verið reynd með kapsaicíni var hafin meðferð með kapsaicín kremi kvölds og morgna og aðeins að kvöldi eftir tvær vikur. Prednisólón meðferð var hætt við upphaf meðferðar og hefur sjúklingur ekki þurft á þeirri meðferð að halda síðan. Niðurstöður: Ljóst er að sjúklingur með ill- skeyttan bólgusjúkdóm (granulomatous cheilitis) sem ekki hefur gagnast áður þekktar meðferðir við Melkersson-Rosenthal heilkenni hefur fengið skammtíma bata við háskammta sterameðferð og langvarandi bót með kapsaicín áburði staðbundið á það svæði sem bólgnaði. Sett er fram sú tilgáta að bólgan samfara Melk- ersson-Rosenthal heilkenni stafi af truflun í skyn- taugum sem losi of mikið af bólgumyndandi skyn- taugaboðefnum eins og SP, CGRP, VIP og fleiri. Þessa losun er hægt að stöðva með staðbundinni meðferð með kapsaicín kremi og fyrirbyggja þann- ig bólgu í vörum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.