Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 52

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 52
318 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 E-54. Endursköpun á 50% af hársverði með vefjaþenslutækni Jens Kjartansson Frá handlækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnar- firði Inngangur: Vefjaþenslutækni hefur rutt sér til rúms í lýtalækningum á síðstliðnum 10-15 árum. Algengt er að vefjaþenslu sé beitt til endursköpun- ar á brjóstum eftir brottnám en einnig er mikið hag- ræði af þessari tækni þar sem vöntun er á sérhæfunt vef eða húð með sérstaka eiginleika. Efniviður og aðferðir: Sex ára drengur hlaut al- varlega brunaáverka er pottur hvolfdist yfir höfuð og háls. Hann var meðhöndlaður á sjúkrahúsi úti á landi og á Landspítalanum. Sjúklingur missti helm- ing af hársverði. Vinstri hluti höfuðs var græddur með hlutþykktarhúð frá miðlínu, jafnframt enni. hluti af andliti og háls, auk brjóstkassa og vinstri handleggs. Sjúklingur hefur gengið með hárkollu eftir slysið. Á fertugsaldri leitaði sjúklingur til lýtalæknis af öðrum orsökum og var þá boðið upp á lagfæringu á hársverði með vefjaþenslu sem hann féllst á, með semingi þó. Notaðir voru 600 ml og 400 ml vefja- þenjarar og aðgerðin framkvæmd í tveimur þrep- um, það er fjórum aðgerðum. I fyrstu var settur inn 600 ml vefjaþenjari undir hársvörð hægra megin á höfði, hann þaninn út á 10 vikum og hvirfill endur- skapaður. Ári síðar var settir inn 600 ml vefjaþenj- ari á hvirfil og 400 ml á hnakka. Endursköpun síðan lokið eftir 10 vikur. Niðurstöður: Aðgerðir gengu vandræðalaust fyrir sig en sjúklingur kvartaði um höfuðverk fyrsta sólarhringinn eftir áfyllingar á vefjaþenjarann en úr því dró nokkuð ef saltvatnið, sem sprautað var í vefjaþenjarann, var hitað í líkamshita fyrir notkun. Telja verður að aðgerðin hafi heppnast vel þar eð sjúklingur er hættur að nota hárkollu. Gerð er frekari grein fyrir árangri með skyggn- um. Umræða: Eflaust eru einhverjir sjúklingar í þjóðfélaginu með vandamál sem þeir telja ólækn- andi og leita því ekki úrlausna. Tækninni fleygir fram og margt sem áður var ómögulegt er nú vel mögulegt, meðal annars með hjálp vefjaþenslu má endurskapa skaddaðan vef svo vel sé og bæta þann- ig líðan sjúklinga. E-55. Meðfæddir vélinda-loftvegafistlar í fullorðnum Gunnar H. Gunnlaugsson Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Meðfæddir fistlar milli vélinda ann- ars vegar og barka eða berkju hins vegar og án lok- unar á vélinda uppgötvast oft ekki fyrr en á full- orðinsaldri. Aðeins hefur verið lýst 150 tilfellum í læknaritum, þar af 15 með fistil inn í barkann. Efniviður og aðferðir: Höfundur hefur með- höndlað tvo fullorðna sjúklinga með þennan kvilla á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Báðir höfðu þeir leitað margoft til lækna án þess að fistillinn greindist. Fyrri sjúklingur: Þrjátíu og níu ára kona, hæð 172 sm, þyngd 42 kg. Sjúklingi svelgist á við að borða og stendur oft á öndinni vegna hósta, bæði eftir máltíðir og á nóttunni og nærist mest á fljót- andi. Einkenni hafa verið til staðar frá fæðingu. Tíðar lungnabólgur, síðast á lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem með vélinda- speglun, berkjuspeglun og sneiðmyndum var sýnt fram á fistil milli vélinda og barka. Fistillinn var um 8 mm í þvermál og gekk inn í miðjan barkann aftanverðan. Honum var lokað gegnum skurð á hálsi og flipi af höfuðvendi (sternocleido) var lagður á milli vélinda og barka til styrktar. Sjúk- lingur útskrifaðist viku eftir aðgerð. Öll einkenni hurfu. Síðari sjúklingur: Fimmtíu og sex ára kona, 157 sm á hæð, þyngd 45 kg. Sjúklingur hafði verið með einkenni síðan í bernsku, aðallega hósta eftir mál- tíðir og um nætur. Hefur síðustu 17 ár oft hóstað upp matarbitum. Tíðar lungnabólgur. Með vélinda- mynd, vélindaspeglun og berkjumynd (bronchogra- phy) var sýnt fram á fistil milli vélinda og vinstra berkjukerfis. Fistillinn var fjarlægður um skurð í gegnum vinstra brjósthol. Fistillinn var um 12 mm í þvermál og gekk frá miðju vélindanu og inn í aðalberkju. Sjúklingur útskrifaðist eftir 12 daga. ÖII einkenni hurfu. Niðurstöður: Tveir fullorðnir sjúklingar með meðfæddan vélinda-loftvegafistil voru greindir og meðhöndlaðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Mesta at- hygli vekur hversu seint á ævinni fistlarnir greind- ust. Alger umskipti urðu á líðan sjúklinganna við uppskurðinn. Ályktun: Læknar verða að vera vel á verði gagn- vart þessum kvilla þótt sjaldgæfur sé. Gremjulegt er að auðlæknanlegur kvilli, sem veldur þetta mikl- um óþægindum, greinist ekki fyrr en um eða eftir miðja ævi. E-56. Ilsig fullorðinna. Sjúkratilfelli Brynjólfur Y. Jónsson, Magnús E. Kolbeinsson Frá handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Ilsig er algengt ástand meðal yngri barna. Ástandið lagfærist oftast sjálfkrafa í upp- vextinum og þarfnast þar af leiðandi ekki neinnar sértækrar meðferðar. llsig sem kemur í fullorðinn fót er annars eðlis. Það stafar af ákveðinni brengl- un í byggingu og starfsemi fótarins og veldur tals- verðum óþægindum. Algengasta orsök fyrir ilsigi fullorðinna er trufl-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.