Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 53

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 319 un á starfsemi aftansköflungs (tibialis posterior) sinarinnar. Fyrsta stigið er sinaslíðursbólga (tenosynovitis) sem veldur verkjum og bólgu. Fái bólgan að herja frítt getur hún valdið sliti á aftansköflungs sininni. Þegar sinin hefur slitnað sígur fótboginn niður og veldur verkjum við álag. Lokastigið er svo brengl- un í subtalar liðum með fastri liðkreppu. Aftansköflungs brenglun er algengust meðal miðaldra kvenna yfir kjörþyngd. Greiningin fæst oftast með skoðun þar sem augljóst er hvers kyns er þegar sinin er slitin. Aður en sinin slitnar endanlega getur segulómun verið gagnleg. Efniviður og aðferðir: Kynnt verður sjúkratil- felli þar sem meðhöndlað var slit á aftansköflungs sininni hjá miðaldra konu. Sýnd verða skilmerki fyrir klínískri greiningu. Lýst verður endurgerð (reconstruction) á sininni og árangri meðferðar. Einnig verða aðrir meðferðarkostir ræddir. Meðferðin getur verið mismunandi eftir einstak- lingum og eðli hinna sjúklegu breytinga. Alyktanir: Slit á aftansköflungs sininni hjá full- orðnum veldur talsvert miklum óþægindum og verður undirstrikuð nauðsyn þess að þessi tilfelli séu greind og meðhöndluð. E-57. Að þræða nál með boxhanska. Lokuð rétting á tvöföldu liðhlaupi tví- kúlu gerviliðar Yngvi Olafsson, Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Inngangur: Tvíkúlugerviliður í mjöðm hefur verið notaður til meðferðar á broti á lærleggshálsi. Liðurinn samanstendur af skafthluta með áfastri kúlu. A þessa kúlu er síðan sett stærri kúla af sömu stærð og lærleggshausinn sem var fjarlægður. Þannig verður um tvíliðun að ræða á milli skálar og kúlna. Ef liðhlaup á sér stað þar sem stærri kúlan losnar einnig alveg frá þeirri minni þarf yfirleitt að setja í liðinn með opinni aðgerð. Sjúkrat ilfelli: Aldraður, mjög grannholda maður, sem kom inn með brot á lærleggshálsi fékk ísettan tvíkúlugervilið. Liðurinn virtist sitja mjög vel. Sjúklingur fór úr liðnum rúmlega tveimur vik- um eftir aðgerðina. Þegar reynt var að setja hann í liðinn með lokaðri réttingu losnaði stærri kúlan al- veg frá. Þar sem sjúklingurinn var mjög grannholda var hægt að koma stærri kúlunni í augnkarlinn án þess að opna inn á mjöðmina og setja minni kúluna inn í þá stærri. Virtist vel hafa til tekist. Maðurinn lést þremur mánuðum síðar af óskyldum orsökum. Niðurstöður: Óvenjulegt tvíliðhlaup átti sér stað á tvíkúlugervilið sem tókst að setja í liðinn með lokaðri réttingu sem telst til undantekninga. E-58. Eigin blóðgjöf María Sigurðardóttir', Ragnar Jónsson2, Sveinn Guðmundsson1, Brynjólfur Mogensen2 Frá 2bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, 'svœfinga- og gjörgœsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'Blóðbankanum Inngangur: Eigin blóðgjöf hefur átt vaxandi fylgi að fagna. Hún getur farið fram á þrenns kon- ar vegu: í fyrsta lagi með söfnun og notkun á eigin blóði í sjálfri aðgerðinni. 1 öðru lagi með því að gefa sjúklingi það blóð sem kemur í drenslöngur skurðsára. I þriðja lagi að sjúklingur láti taka úr sér blóð fjórum til sex vikum fyrir áætlaða aðgerð og fái síðan blóðið í og eftir aðgerð. Sjúkratilfelli: Tuttugu og sjö ára kona safnaði þremur einingum af blóði fyrir fremri og aftari hryggskekkjuaðgerð. Eftir þriðju blóðtöku kenndi hún þreytu og var þá frekari töku hætt. Henni blæddi í aðgerð alls 6000 ml af blóði. Fékk þrjár eigin einingar af blóði fyrir utan blóðsöfnun í sjálfri aðgerðinni. Hún þurfti að auki að fá blóðgjöf frá öðrum. Fjörutíu og níu ára kona safnaði tveimur eining- um af blóði fyrir gerviliðaaðgerð á hné og fékk ein- göngu eigið blóð. Blóðgjafirnar gengu áfallalaust fyrir sig. Báðar konurnar upplifðu eigin blóðsöfnun og blóðgjöf sem mjög jákvætt atriði í heild- armeðferðinni. Alyktanir: Hjá ungum „heilbrigðum” sjúkling- um sem þurfa að fara í aðgerð þar sem gera má ráð fyrir blóðgjöf er full ástæða til að kanna hvort ekki sé skynsamlegt að sjúklingar safni eigin blóði fyrir áætlaða aðgerð sé þess kostur. V-01. Aðgerðir við ósæðargúl á Borgar- spítalanum 1971-1995 og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996 Gunnar H. Gunnlaugsson Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Aðgerðir við ósæðargúl eru meðal þeirra stærstu sem gerðar eru á spítalanum og eru sjúklingarnir flestir aldraðir. Þá hafa sprungnir gúl- ar reynst skurðlækningadeildum hvar sem er erfiðir viðfangs. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni þessara aðgerða á spítalanum á ofannefndu tímabili og reyna að meta árangur með tilliti til sjúkrahúsdvalar, dauðsfalla og annarra áfalla. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga spítalans sem fengið höfðu greining- una ósæðargúll. Alls fundust 83 sjúklingar með ósæðargúl neðan nýrnaæða sem skornir höfðu verið upp. Farið var nánar ofan í sjúkraskrár þeirra í sam- ræmi við tilgang rannsóknarinnar. Niðurstöður: Af 83 sjúklingum voru 20 konur og 63 karlar. Langflestir voru á aldrinum 60-79 ára. Aðgerðir voru strjálar framan af en hefur fjölgað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.