Læknablaðið - 15.04.1998, Page 54
320
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
mikið upp á síðkastið. Rúmlega helmingur allra
aðgerðanna eða 44 voru gerðar á síðustu fimm
árum tímabilsins.
Ósprungnir gúlar: Valaðgerðir vegna gúla sem
náð höfðu hættulegri stærð (þvermál >5 cm) voru
53. Sjúklingarnir voru á aldrinum 54-81 árs. Fjörtíu
og tveir (79,2%) útskrifuðust án teljanlegra áfalla
eftir að meðaltali 11 daga legu, þar af þrjá daga á
gjörgæslu. Níu sjúklingar (17%) urðu fyrir meiri
háttar áföllum en útskrifuðust af spítalanum eftir að
meðaltali 24 daga. Tveir sjúklingar dóu (3,8%),
annar úr hjartaslagi en hinn úr garnadrepi. Þá geng-
ust fjórir sjúklingar undir bráðaaðgerð vegna yfir-
vofandi sprungu eða gruns um sprungu en þeir
reyndust allir hafa ósprunginn gúl. Einn þeirra,
mikill hjartasjúklingur, lést en hinir útskrifuðust.
Heildardánartalan vegna ósprungins gúls er því
5,3%.
Sprungnir gúlar: Tuttugu og sex sjúklingar á
aldrinum 61-86 ára voru skornir upp vegna sprung-
ins gúls. Astand þeirra við komu á sjúkrahúsið var
yfirleitt mjög slæmt, að minnsta kosti 16 þeirra í
losti og 10 meðvitundarlausir. Helmingurinn var
með þekktan kransæðasjúkdóm og sex voru yfir
áttrætt. Átján þessara sjúklinga dóu (69%) en átta
útskrifuðust eftir átta til 61 dag.
Ályktun: Aðgerðum við ósæðargúl hefur fjölgað
mikið síðustu árin. Valaðgerðir eru gerðar með
3,8% dánarhlutfalli og 79% útskrifast án teljandi
áfalla og er hvoru tveggja mjög ásættanlegt. Dánar-
tala vegna sprunginna gúla er 69% sem er svipað
og greint hefur verið frá víða erlendis.
V-02. OATS. Kynning á nýrri tækni við
meðferð á brjóskskemmdum hnélið
Agúst Kárason, Brynjólfur Jónsson
Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur og St. Jósefsspítala í Hafnarftrði
Inngangur: Brjóskskemmdir eru mjög algeng
greining í liðspeglunum á hné (30%). Vitað er að
staðbundin brjóskskemmd flýtir fyrir sliti í liðurn.
Viðurkennd meðferð er svokölluð Pride borun í
skemmt svæði sem örvar myndun á trefjabrjóski
(fibrous) sem þó er mun veikara en glerbrjósk
(hyalin). Þetta er ný tækni þar sem brjósk-/beineyj-
ar (autograft) eru teknar úr sama hné af svæðum
þar sem lítið álag er til staðar og það flutt í
skemmda svæðið sem venjulega er staðsett í aðal-
burðarsvæði liðsins.
Efniviður og aðferðir: Brjóskaðgerðir (OATS)
á þremur sjúklingum hafa verið gerðar með lið-
speglunartækni.
Niðurstöður: Aðgerðirnar gengu allar vel.
Tækjabúnaður reyndist vel. Nauðsynlegt er að tveir
vanir speglunarskurðlæknar vinni verkið. Sjúkling-
arnir útskrifuðust allir innan 24 klukkustunda.
Einnota áhaldakostnaður er mikill. Þessi aðferð
virðist henta vel til viðgerða á litlum brjósk-
skemmdum. Langtímaniðurstöður vantar enn.
Höfundaskrá
Anna Gunnarsdóttir ..................E-17, E-39
Auður Smith ...............................E-35
Aðalgeir Arason ...........................E-13
Aðalheiður Sigursveinsdóttir ..............E-31
Ágúst Kárason .............................V-02
Ásgeir Theódórs .....................E-02, E-03
Áslaug Ólafsdóttir ........................E-09
Ástríður Jóhannesdóttir .............E-19, E-20
Ástvaldur Arthursson ......................E-30
Baldur Johnsen . . .
Bengnér U .........
Bjarni A. Agnarsson
Bjarni Hannesson . .
Bjarni Torfason . . . .
Björn Tryggvason
Bogi Jónsson ......
Brynjólfur Jónsson .
Brynjólfur Mogensen
.................E-34
.................E-51
.................E-13
.................E-25
...........E-15, E-23
.............. . . . E-18
.................E-08
E-09, E-51, E-52, V-02
E-07, E-09, E-10, E-30,
E-34, E-57, E-58
Brynjólfur Y. Jónsson .....................E-56
Einar Örn Einarsson .......................E-27
Einar Hjaltason ...........................E-34
Einar H. Jónmundsson ......................E-17
Eiríkur Gunnlaugsson ......................E-09
Eiríkur Jónsson ....................E-49, E-50
Elsa B. Valsdóttir ........................E-04
Erna Einarsdóttir .........................E-34
Fall M.....................................E-48
Freyja Sigurðardóttir......................E-43
Gauti Laxdal...............................E-07
Gárdsell P ................................E-52
Geir Ólafsson..............................E-50
Gísli Jens Snorrason ......................E-10
Gísli Vigfússon . .. E-19, E-20, E-21, E-26, E-28
Grétar Ólafsson ...........................E-16
Gunnar Gunnarsson .........................E-08
Gunnar H. Gunnlaugsson .............E-55, V-01