Læknablaðið - 15.04.1998, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
323
Þorvaldur Veigar Guðmundsson
„Niðurskurður bitnar alltaf á sjúklingum“
Fyrir skömmu kynnti stjórn
Ríkisspítala hugmyndir að því
hvernig brugðist yrði við
minni fjárframlögum úr
ríkissjóði. A fundinum var
meðal annars boðaður
ákveðinn niðurskurður á
starfsemi á Landspítalanum.
Þorvaldur Veigar Guðmunds-
son lækningaforstjóri Landspít-
alans sagði í samtali við Lækna-
blaðið að á fjárlögum yfirstand-
andi árs væru framlög til spítal-
ans 487 milljónum minni en ver-
ið hefði á síðasta ári. Það lægi í
augum uppi að ekki væri unnt að
halda starfsemi á spítalanum
óbreyttri að gefnum þessum for-
sendum.
Þorvaldur Veigar sagði þetta
pólitískar ákvarðanir sem lægju
fyrir og stjórn spítalans þyrfti að
leitast við að fara eftir þeim.
Skilaboðin frá Alþingi væru
alveg skýr: Landspítalinn ætti að
skera niður þá starfsemi er þar
fer fram. En hvar er fyrirhugað
að beita niðurskurðarhnífnum?
Þorvaldur Veigar lýsti þeim hug-
myndum sem fram hafa komið.
„Það er alveg ljóst að við
munum aldrei ná því að spara
áætlaðar 487 milljónir, en við
höfum lagt fram áætlanir um það
að ná ef til vill 200 milljóna
sparnaði og auknum tekjum.
Reynt verður að ná þessu fram
með aðgerðum á ýmsum svið-
um.
Lagt er til að ákveðin þjónusta
sem Landspítalinn annast nú
verði færð annað. Hér er einkum
um að ræða þjónustu sem bráða-
spítali á ekki að þurfa að sinna
heldur Tryggingastofnun og
sveitarfélögin í sumum tilvik-
um. í sjálfu sér mun kostnaður-
inn sem fellur á hið opinbera
ekkert minnka eða hverfa heldur
einungis færast til innan ríkis-
bókhaldsins, verða færður sem
hluti hins félagslega pakka í stað
heilbrigðismála.
Ekki verður ráðið í ýmsar
stöður sem losna, jafnhliða
verður reynt að hagræða og fella
saman ákveðna starfsemi eftir
því sem unnt reynist.
Leiga á húsnæði til starfs-
manna verður hækkuð og eins
hlutdeild starfsmanna í fæðis-
kostnaði.
Hert verður á innheimtu hluta
sjúklinga í greiðslu fyrir þjón-
ustu á göngudeildum.
Farið verður fram á greiðslu
frá ríkinu sem afturvirka leið-
réttingu í sambandi við til-
færslur á starfsmönnum og fleira
sem við teljum að ekki hafi
verið útreiknað á réttan hátt.
Valaðgerðum á skurðstofu
verður fækkað um 15 á viku,
það þýðir óhjákvæmilega leng-
ingu biðlista.
Síðast en ekki síst er lagt til að
hjartaþræðingum og kransæða-
útvíkkunum verði fækkað um
10% sem er álíka mikið og öðr-
um valaðgerðum."
- Telur þú þennan niðurskurð
alvarlegan fyrir starfsemi spítal-
ans?
„Auðvitað bitnar niðurskurður
og sparnaðar alltaf á sjúklingum
og það er ógerlegt að segja til
um það hvort eða hvenær slíkur
niðurskurður getur valdið slysi.
Það er því ekki óeðlilegt að fé-
lög sjúklinga taki fyrirhuguðum
niðurskurði illa, þar má nefna til
dæmis félög hjartasjúklinga og
Geðhjálp, en það er tilgangslítið
að snúa sér að stjórnendum spít-
alans, þar er ekki meira fé að
hafa nema taka það af öðrum
hópum sjúklinga, þau ættu í raun
að beina spjótum sínum að
stjórnmálamönnunum, þeim
sem ákvarðanirnar taka og ráð
því fjármagni sem fer til lækn-
inga.
En varðandi hjartaþræðingar
og kransæðaútvíkkanir er rétt að
hafa í huga að við erum nú með-
al fremstu þjóða í heimi bæði í
árangri og fjölda aðgerða á