Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 331 Fréttir frá Nesstofusafni Líkan: Nesstofa, Lyfjafræðisafnið og fyrir- hugað safnhús lækningaminjasafnsins, fremst á myndinni. Bygging safnhúss fyrir Nes- stofusafn hefur lengi verið til um- ræðu án þess þó að af fram- kvæmdum hafi orðið. Á síðasta ári var stigið mikilvægt skref í þessu máli. í árslok 1996 var safninu úthlutaður byggingarreit- ur fyrir húsið norðanvert við Nes- stofu á Seltjarnarnesi. I framhaldi af því ákvað byggingarnefnd' safnsins í samvinnu við Arki- tektafélag íslands að efna til lok- aðrar samkeppni um hönnun nýja safnhússins. Að loknum nauðsyn- legum undirbúningi var auglýst forval vegna samkeppninnar. Mikill áhugi var meðal arkitekta á verkefninu. Þrjátíu og tveir aðilar lýstu sig viljuga að taka þátt. Byggingarnefndin ákvað að bjóða fjórum aðilum þátttöku í keppninni. Árangur af samkeppn- inni var mjög góður og tillögum- ar uppfylltu allar þær kröfur sem gerðar voru. Niðurstaða dóm- nefndar var engu að síður ein- róma. Tillaga þeirra Sólveigar Berg Björnsdóttur og Ásdísar H. Ágústsdóttur þótti öðmm tillög- um betri og varð hún því fyrir valinu. I umsögn dómnefndar um til- löguna segir meðal annars: Tengsl byggingarinnar við núverandi hús og land er sérstaklega frum- legt og hugvitsamlegt. Byggingin er stílhrein og gott framlag nú- tíma arkitektúrs sem hluti af mannvirkjum staðarins. Hún er samsett af tveimur formum, ein- faldur rétthyrningur stendur sem útvörður að útivistarsvœðinu annars vegar og ávalur, Ijós sal- urinn ásamt anddyri snýr að hinu manngerða umhverfi hins vegar. Tilraun höfunda að tengja útivist- arsvœði inn á þak byggingarinn- ar og um leið draga úr áhrifum hennar af hlaði Nes- stofu er látlaus og sannfœrandi, auk þess sem þetta gefur byggingunni aukið vœgi í umhvetfinu, án þess þó að draga úr mikilvœgi þessa nýja húss. Urslit í samkeppn- inni voru tilkynnt við hátíðlega athöfn anddyri Þjóðminja- safns Islands 15. ágúst að viðstöddum menntamálaráðherra Birni Bjamasyni. Við sama tækifæri var opnuð sýning á tillög- unum sem bárust í samkeppnina og stóð hún til mán- aðamóta ágúst/september. I framhaldi af samkeppninni var gengið frá samningi við þær Ásdísi og Sólveigu og VSB verk- fræðistofuna um hönnun nýja safnhússins. Hönnuninni á að ljúka í maí 1998. Talsverðir fjármunir eru til í sjóði sem renna eiga til bygging- arinnar. Þar er fyrst að nefna höfðinglega gjöf prófessors, Jóns Steffensens sem í erfðaskrá sinni ánafnaði stórum hluta eigna sinna til uppbyggingar nýs safnhúss í Nesi. Læknafélag Islands hefur einnig heitið stuðningi sínum. Framlög hafa verið veitt á fjárlög- um ríkisins til verksins. Og loks ber að nefna að á hátíðarfundi, 30. október 1997, í tilefni 70 ára afmælis Tannlæknafélags íslands, gaf félagið 500.000 kr. til bygg- ingar nýja safnhússins. Verkefnið er þó ekki fullfjármagnað og enn er óljóst hvenær hægt verður að ráðast í framkvæmdir. Árið 1992 voru opnaðar sýn- ingar á vegum safnsins í vestari hluta Nesstofu. Þar til nýtt safn- hús rís munu sýningar safnsins verða þar. Safnið hefur nú fengið eystri hluta hússins til umráða. Sá hluti hússins hefur ekki verið gerður upp og liggur því fyrir að koma honum í það horf sem hann var er landlæknir bjó þar og starf- aði. Þegar aðalsýningum safnsins hefur verið komið fyrir í nýju sýningarhúsnæði er ætlunin að búa Nesstofu að öllu leyti sem líkast því sem hún var á dögum Bjarna Pálssonar landlæknis að húsgögnum og öðru innanstokks. Starfsemi safnsins eykst jafnt og þétt þó aðsókn að safninu þyrfti að vera meiri. Skipulagðar heimsóknir hópa eru uppistaðan í aðsókn að safninu. Samsetning hópanna er ólík og tilefni heim- sóknanna mismunandi. Sem dæmi má nefna þátttakendur á ráðstefnum og á námskeiðum er tengjast heilbrigðismálum, starfs- fólk sjúkrahúsa, heilsugæslu- stöðva og fyrirtækja og útivistar- hópa. Þá hafa fyrirtæki, stofnanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.