Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 71

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 335 enska orðinu quack eða qu- ackery sem aftur þýðir lækninga- kák. Þá hafa á síðari árum komið upp orð eins og til dæmis hjálækningar og öðruvísi lækn- ingar, en þau orð eru fundin upp til að rugla almenning og styggja þá síður sem fást við skottulækn- ingar og svo til að gera þær selj- anlegri en skottulækningar eru góð söluvara. Aður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir því að lækningar þessar eru ekki og geta ekki verið læknavísindi. Mér er Ijóst, að orðið skottu- lækningar fer fyrir brjóstið á sumum áheyrenda minna en það er gott og gilt íslenskt orð yfir óhefðbundnar lækningar. Þeim er öllum sameiginlegt, að þær eru ekki byggðar á vísindalegum grunni en það segir ekkert um gagnsemi þeirra eða gildi. Ég kem að því síðar en ég mun í þessu spjalli nota orðið skottu- lækningar um allar öðruvísi lækningar. Önnur hugtök sem við þurfum að skoða áður en lengra er hald- ið eru hugtökin læknislist, lækn- ing og læknavísindi en læknis- fræði er fræðigreinin sem bygg- ist á þessu þrennu. Elst þessara þátta er læknislistin en hún hefur frá upphafi byggst á þvf að nota reynslubundnar aðferðir til að stuðla að lækningu sára og sjúk- dóma. Frá upphafi menningar hafa verið til einstaklingar í öll- um þjóðfélögum sem hafa til- einkað sér þessar aðferðir í rík- ara mæli en aðrir og notað þær í þágu meðbræðra sinna. Þeir hafa verið kallaðir læknar. Sökum þess að læknislistin hefur gegn- um aldirnar byggst á reynslu- bundinni þekkingu, sem erfitt hefur verið að mæla og meta, hefur fræðagrunnur hennar lengst af verið ótraustari en ým- issa annarra náttúruvísinda og er það raunar enn. Það er ekki fyrr en uppúr miðri síðustu öld og svo á þessari öld að hægt er að tala um læknavísindi. Vísindi sem byggjast á tilraunarannsókn- um og tölfræðilega viðurkennd- um samanburðarrannsóknum, það er að segja vísindalegri að- ferðafræði. Læknisfræðin sem vísindagrein er því tiltölulega ung. Lækningin er afurðin sem fæst með því að nota reynslu- þekkingu og rök hinnar vísinda- legu læknisfræði ásamt læknis- listinni í þágu hins sjúka einstak- lings, til að greina sjúkdóm hans, lækna hann eða líkna ef sjúk- dómurinn er ólæknandi. Lækn- ing getur því bæði verið lækning og líkn. Saga skottulækninga En snúum okkur aftur að skottulækningum. Skottulækn- ingar eru jafngamlar læknislist- inni og telja sumir að flokka megi allar lækningar fyrir til- komu vísindalegrar læknisfræði sem skottulækningar. Snemma hefur þó verið gerður greinar- munur á þeim sem kunnu og hin- um sem kunnu ekki, samanber vísu Egils, eins má nefna að í lögum Hammurabis konungs í Mesópótamíu um 2500 árum fyrir Krist er kveðið á um refs- ingar fyrir mistök í lækningum af vankunnáttu. Hippókrates frá Kos lagði grundvöllinn að lækn- isfræðilegri siðfræði, sennilega á árabilinu 560-370 fyrir Krist, en kjarninn í kenningu hans er ann- ars vegar að hjálpa náttúrunni til að lækna sjúkdóma og hins veg- ar að lækning megi aldrei skaða sjúklinginn. Læknaeiðurinn er byggður kenningum Hippókrat- esar og er, í mismunandi útsetn- ingum þó, í fullu gildi enn þann dag í dag. Skottulækningar hafa frá upp- hafi vega verið í samfloti með læknislistinni og læknisfræðinni enda hefur viðfangsefnið verið hið sama, hinn sjúki einstakling- ur. Sé litið yfir svið sögunnar má sjá að hlutverk skottulækninga hefur verið misstórt. Stærst og jafnframt þýðingarmest hefur það verið í löndum þar sem ekki hefur verið kostur á annarri læknisþjónustu. Þegar læknavís- indin hafa náð verulegum ár- angri á einhverju sviði hafa skottulækningarnar dregið sig í hlé, um sinn, og hafi læknavís- indunum tekist að vinna bug á ákveðnum sjúkdómi hverfa skottulækningar tengdar þeim sjúkdómi. Þannig dettur engum Til almennings. A’altlemar Petorson. ■—- ... .. 7—: • n - - - •»'.-- - ■ - P m lihf//. Mynd 1. Önnur myndin úr Austra frá árinu 1900, hin úr Morgunblaðinu 1997. Loforðin eru býsna keimlík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.