Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 72

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 72
336 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 lengur í hug að lækna berkla með jurtaseyði, þó suraum finn- ist það ágætt lyf við krabba- meini. En skottulæknum leggst alltaf eitthvað til og nú hefur al- næmi bæst í hóp þeirra sjúkdóma sem læknisfræðin hefur ekki svar við. Trúlega munu því skottulækningar fylgja í liumátt eftir læknisfræðinni meðan ein- hverjir sjúkdómar eru til sem ekki er hægt að lækna eða eitt- hvert líkamlegt eða andlegt ástand sem við erum ekki sátt við og við sjáum ekki framá ann- að í náinni framtíð. Þekking og blekking Það er einkennandi fyrir skottulækningar að aðferðafræði þeirra breytist ekki í grundvall- aratriðum í tímans rás. Beitt er altækum loforðum til lausnar vandamála (mynd 1). En hversvegna er svo mikill uppgangur í skottulækningum í vestrænum þjóðfélögum sem raun ber vitni? Samkvæmt upp- lýsingunt frá 1992 (2) eyða Bandaríkjamenn sem svarar 30 milljörðum dala í skottulækning- ar og skottulyf. Frá árinu 1980 hefur verið sótt um leyfi hér á landi fyrir 5173 tegundum af svokölluðum náttúruvörum og leyfi verið veitt fyrir 3245 (3) Engar sölutölur liggja fyrir um þessar vörutegundir. Ekki liggja heldur fyrir neinar tölur urn það hve mikli fé Islendingar verja í annars konar skottulækningar, en aldrei heyrist kvartað yfir verð- inu á þessum vörum eða þjónust- unni. Við lifum í upplýsingaþjóðfé- lagi, þar sem aðgangur að þekk- ingu er góður. Það er auðvelt að dreifa þekkingu og reyndar líka blekkingu því getur fáfræði varla verið orsök þess að skottulækn- ingar blómstra. Læknisfræðin hefur heldur aldrei haft svör við jafnmörgum heilbrigðisvandamálum og nú og almenningur hefur aldrei vitað jafn mikið um líkama sinn og starfsemi hans og nú. Þá má líka fullyrða að fólk á Vesturlöndum og sums staðar annars staðar í heiminum hefur aldrei verið hraustara en nú. Um það vitnar síhækkandi meðalald- ur. Þar sem athuganir hafa verið gerðar á skottulækningum á Vesturlöndum kemur í ljós að notkun þeirra er útbreiddust meðal sæmilega upplýsts fólks í efri- og miðstéttum en ekki eins og búast mætti við meðal fá- tækra og fáfróðra. Ekki verður því heldur kennt um að aðgengi að læknishjálp sé takmarkað, sumir vilja jafnvel halda því fram að í sumum þróuðum lönd- um, þar á meðal Islandi, sé það of mikið. Eðlilegt er að almenn- ingur leiti til skottulækna í van- þróuðum löndum og víða gera skottulæknar mikið gagn með því að létta biðina eftir því að ýmis dagleg heilbrigðisvanda- mál leysist af sjálfu sér. Því hafa ýmsar þjóðir, þar á meðal Kín- verjar og Indverjar. tekið þann kost að upplýsa skottulæknana í stað þess að banna starfsemi þeirra. Þannig má nýta þá um leið og reynt er að koma í veg fyrir að þeir geri skaða. Þessar þjóðir leyfa lfka verslun með alls kyns skottulyf bæði úr jurta- og dýraríkinu. En það svarar ekki spurningunni um það hvers vegna skottulækningar þrífast í löndum með háþróaða læknis- fræði og, að því sem best verður séð, nægilegt aðgengi að henni. Ekki er heldur hægt að sjá að hliðstæðar framfarir hafi orðið í Efnaskipta- meðferð Hreinsun Lífsmáttur Valfrelsi Andi Hreinn Heilun Kjarni Vald Lífrænn Eðlilegur Onæmis- örvun Bæn Mynd 2. íðorðasafn skottu- lækninga. skottulækningum og læknis- fræði, nema helst í auglýsinga- tækni, íðorðasafn skottulækn- inga er gott dæmi þess (mynd 2). Wallace Sampson kallar þetta orðabók fáránleikans (4) því orð- in eru notuð til að fela raunveru- lega merkingu þeirra og búa til gerviveruleika. Við skulum skoða nokkur þessara orða nán- ar. Orðið heilun er nýtt orð í ís- lensku máli og er notað af for- mælendum skottulækninga til að þynna út hugtakið lækningu, sem fáist aðeins við sjúkdóm en ekki við sjúklinginn í heild. Þetta er að verða þjóðtrú sem boðuð er, fyrst og fremst af einstakling- um eða hópum sem fjalla uin læknisfræði af vankunnáttu eða til að blekkja. Allir sjúkdómar hafa áhrif á líkamann í heild og í mismun- andi mæli á félagslegt umhverfi sjúklingsins og lækning á hvaða sjúkdómi sem er hefur áhrif á líkamann í heild og á félagslegt unthverfi hins læknaða. Skoðum einfalt dæmi. Lófakreppa er sjúkdómur í bandvef lófans sem veldur því að fingurnir kreppast smátt og smátt. Þessi sjúkdómur hefur ekki áhrif á líkamann í heild, en hann getur valdið því að sjúklingurinn verður óvinnu- fær og fer það eftir því hvert starf hans er. Þannig getur þessi meinlitli sjúkdómur haft mikil áhrif á félagslega stöðu og fé- lagslegt umhverfi sjúklingsins. Með tiltölulega einfaldri skurð- aðgerð er ekki aðeins hægt að rétta úr fingrunum heldur einnig að bæta félagslegar aðstæður sjúklingsins. I þjóðfélagi þar sem stöðugt er klifað á kostnaði við að lækna fólk geta einstakir þættir lækn- inga sem taka tíma orðið útund- an, til dæmis umhyggja. Þar er mjög auðvelt að boða þá trú að læknar lækni ekki sjúklinga heldur sjúkdóma. Vanræksla þessara þátta myndar tómarúm sem skottulæknar sækja inn í.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.