Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 73

Læknablaðið - 15.04.1998, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 337 Markhópar skottulækninga Merkja má ákveðna hópa sem skottulæknar beina áróðri sínum að öðrum fremur. Unglingar sem oft eru óánægðir með sjálfa sig geta orðið auðveld bráð auglýsend- um. Hópsálin er ríkjandi og einn apar eftir öðrum. Iþróttafólk: Þegar árangur mælist í millimetrum eða brotum úr sekúndu er auðvelt að fá fólk til að trúa því að inntaka ein- hverra fæðubótarefna geti riðið þann baggamun sem skiptir sköpum. Líkamsræktarfólk: Hjá mörgum í þeim hópi gildir svip- að og hjá íþróttafólkinu, nema að hér stendur baráttan við grömm og sentímetra í þvermál. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma, svo sem alls kyns gigtarsjúkdóma, sem læknis- fræðin hefur ekki eða ófullnægj- andi svör við. Sjúklingar með banvæna sjúkdóma hafa reynst skottu- læknum tekjudrjúgir. Krabba- mein eru hér í sérflokki, enda er fjöldi þeirra skottulyfja og skottulækningaaðferða sem reyndar hafa verið við krabba- meini ótrúlegur. Alnæmi er nýr akur fyrir skottulækna að erja. Gamalt fólk: Efli gamla fer um Frón fala marga gripi lœtur, höfuðóra svikna sjón , sálarkröm og valta fœtur. Þannig orti Þorsteinn Erlings- son. Og þeir eru fleiri fylgifiskar ellinnar sem flestir vildu vera lausir við. Því er ekki að undra þótt aldraðir séu gjöful auðsupp- spretta fyrir þá sem framleiða alls kyns efni sem eiga að milda óhjákvæmilegar afleiðingar þess að eldast. Óánægðir einstaklingar: Til þessa hóps teljast margir undir- hópar, svo sem almennir kerfis- fjendur, áhangendur trúarhópa, þau sem eru óánægð með eigin sjálfsmynd og þau sem eru óá- nægð með lækningar sem þau hafa gengist undir. Því miður vill það verða svo að gróði framleiðendanna verður oftast meiri en ábati neytend- anna. 1 þessu sambandi er ástæða til að benda á að hjá öldruðum geta of stórir skammtar af fæðu- bótarefnum, sérlega fituleysan- legum vítamínum, verið beinlín- is heilsuspillandi. Hverjir verða skottulæknar Margvíslegar ástæður geta valdið því að einstaklingar gefa sig út fyrir það að geta læknað náungann svo sem með heima- gerðum lyfjum eða handayfir- lagningu en þar má þó sjá nokkra hópa: Læknar sem eru haldnir ein- hverju eftirtalinna: ófullnægðri athygliþörf, óánægju með frama í eigin sérgrein, fáfræði, ágirnd og trú. Læknirinn trúir því að hann hafi uppgötvað sannleika sem hann fær ekki viðurkenndan af kollegunum. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn: Hér er um að ræða einstaklinga sem hafa oftrú á eigið hlutverk í heilbrigðisþjónustunni, telja sig hafa uppgötvað sannindi sem læknum hafa yfirsést, trúa á boð- skap eða kreddu eða eru haldnir venjulegri ágirnd. Lukkuriddarar sem telja sig hafa uppgötvað læknisfræðileg- an sannleika: Hér er um einstak- linga að ræða sem oftast eru áhugamenn í byrjun og trúa á vöru sína en ágirndin kemur fljótt inn í spilið. Einn vísar á mikilvægi rafsegulsviðsins og annar telur sig hafa fundið óbrigðul smyrsl við exemi. Aðilar trúarhreyfinga: Hér má telja miðla, sem oftar en ekki telja sig í sambandi við fram- liðna lækna eða einhverjar lítt skilgreindar æðri verur. Enn- fremur þau sem telja sig lækna með handayfirlagningum og fyr- irbænum. Erfíngjar: Einstaklingar eða fjölskyldur sem telja sig hafa erft læknisdóma frá foreldrum sínum og stundum hafa þessir læknis- dómar gengið í arf frá kynslóð til kynslóðar. Uppskriftin er oft leyndarmál fjölskyldunnar. Dæmi um þetta eru grasalæknar sem eru vel þekktir hér á landi. Er hægt að lækna skottulækningar? Spurningunni verður fyrst að svara með annarri spurning: Er ástæða til að reyna að lækna skottulækningar og þá hvers- vegna? Mitt svar er að full ástæða sé til að berjast gegn skottulækn- ingum, þó ekki sé til annars en að sporna við því að ófyrirleitnir aðilar féfletti fólk, oft gamalt fólk og sjúklinga sem ekki hafa úr alltof miklu að spila. Hér er hlutverk fyrir neytendasamtökin, læknasamtökin og landlæknis- embættið, sem mér finnst að hafi verið ákaflega tómlát um þessa hluti. En ég held að það sé til- gangslaust og jafnvel skaðlegt að banna skottulækningar, nema í þeim tilvikum þegar hægt er að færa sönnur á að þær séu hættu- legar lífi og heilsu. í okkar svo- kallaða frjálsa þjóðfélagi ráða menn því hvort þeir kaupa sér flösku af góðu viskíi í Ríkinu eða glas af fæðubótarefni í Nátt- úrulækningabúðinni. Fyrir mig er valið auðvelt. Bent hafur verið á að ein af ástæðum þess að fólk leitar til skottulækna sé sú að læknar gefi sjúklingum sínum ekki nægan tíma. Ef læknar vilja draga úr skottulækningum er besta leiðin að fræða sjúklingana. Ekki for- dæma heldur fræða, sem þýðir að gefa sér tíma til að skýra sjúk- dómsmyndina út fyrir sjúklingn- um, gang sjúkdómsins og eðli, batahorfur og sömuleiðis hvern- ig hinar ýmsu meðferðarleiðir verki. Ef sjúklingurinn vill leita skottulæknis, það er staðreynd að um helmingur krabbameins- sjúklinga eða fleiri leita til skottulæknis og aðrir sjúklingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.