Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 74

Læknablaðið - 15.04.1998, Qupperneq 74
338 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 með langvinna sjúkdóma í minna mæli (5), ber ekki að for- dæma það heldur ræða við sjúk- linginn um líkur eða skort á lík- um fyrir því að slík meðferð hafi áhrif. Að sjálfsögðu ber læknin- um skylda til að vara sjúklinginn við ef hann telur skottulækning- una hættulega eða að hún muni seinka bata. Grundvallarreglan er að gefa sér tíma til að ræða og fræða. Mér hefur orðið tíðrætt um það hversvegna hinn upplýsti nútímamaður leitar til skottu- lækna í þeim mæli sem raun ber vitni. Sumir vilja kenna post- modernistunum um (4) Þeir boði mönnum þá kenningu að efast um öll gildi og stuðli þannig að upplausn í þjóðfélaginu. Mér finnst sú skýring nokkuð lang- sótt en hugsanlega gæti sú andúð sem virðist ríkja á vísindum al- mennt og þar á meðal læknavís- indunum átt einhvern þátt í að gera menn fráhverfa þeim eða jafnvel fjandsamlega, en undir þá andúð kynda margir frönruðir skottulækninga. Ég held að við verðum að beina sjónum okkar að læknunum sem, þrátt fyrir mikla sigra læknavísindanna, hafa gefið almenningi óraunhæf- ar vonir um árangur. Það hefur ýtt undir þá skoðun að við eigum rétt á því að lífið sé verkjalaus dans á rósum. I þessu sambandi má benda á markmiðið um heil- brigði fyrir alla árið 2000. Fjöl- miðlunin hefur einnig átt sinn þátt í því að stuðla að þessari lífsskoðun með því að leggja áherslu á firrtan veruleika og svo er það blessað fjármagnið. I skottulækningum og alls kyns skottulyfjum er mikið fjármagn, hugsanlega álíka eða meira en í fýkniefnum. Þann þátt megum við aldrei vanmeta. Sá sem hyggst leita til skottu- læknis, eða kaupa skottulyf ætti að spyrja sjálfan sig eftirfarandi spurninga: Getur skottulækningin verið mér hættuleg og þá hvernig? Lofar skottulæknirinn mér fullum bata, hugsanlega á öllum mínum kvillum? Slíkar fullyrð- ingar eiga að kveikja á hættuljós- um. Liggja fræðilegar rannsóknir til grundvallar lækningunni og þá hverjar? Hvað kostar lækningin? Sé heilbrigða skynsemin, sem okkur er öllum gefin í mismun- andi mæli þó, í vafa eftir að hafa svarað spurningunum er það mitt ráð að fara á næstu heilsugæslu- stöð og ræða við gamla góða heimilislækninn áður en lengra er haldið. Það sparar að minnsta kosti peninga. HEIMILDIR 1. Egils saga Skallagrímssonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 2. Jarvis WT. Quackery: a national scandal. Clin Chem 1992; 38: 1573-84. 3. Obirtar upplýsingar frá Holl- ustuvernd ríkisins. 4. Sampson W. Antiscience trends in the rise of the “alternative medicine” movement. Ann NY Acad Sci 1996; 775: 188-96. 5. Mar LA, McSimmis S. Alternati- ve therapies 1990: an overview. Viðauki Helstu hugtök skottulækninga ásamt þýðingum Valkostur Alternative Ohefðbundinn Unorthodox Ovenjulegur Unconventional Viðbótar Complementary Heilstæður Holistic Sameindasamhæfður Orthomolecular Smáskammtalækningar Grasalækningar Handayfirlagning Handan lækning Reikun Homeopatia Austræn læknisfræði, kínversk, indversk Fyrirmyndarbreyting Öldungadeild LÍ Muniö Viöeyjarferöina laugardaginn 9. maí. Stjórnin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.