Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 96

Læknablaðið - 15.04.1998, Page 96
360 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Iðgjald til Lífeyrissjóðs lækna Eitt stig fyrir árið 1997 er kr. 204.000,- þannig að lágmarksiðgjald til að viðhalda rétt- indum, það er 1/3 úr stigi, er kr. 68.000,- Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins eru beðin að inna það af hendi sem fyrst. Frá stjórn LÍ Að gefnu tilefni vill stjórn LÍ koma eftirfarandi á framfæri: Félög lækna sem óska eftir fjárstuðningi frá LÍ til einstakra verkefna geta ekki vænst framlaga úr félagssjóði nema verkefnið hafi verið kynnt stjórn félagsins og hún fallist á fjárhagslegan stuðning við verkefnið áður en stofnað er til kostnaðar. Stjórn LÍ Ný stjórn Skipuð hefur verið ný stjórn í Gigtsjúkdómafé- lagi íslenskra lækna. Stjórnina skipa Árni Jón Geirsson formaður, Björn Guðbjörnsson varafor- maður, Arnór Víkingsson ritari og Júlíus Valsson gjaldkeri. íslenskt félag um næringargjöf í æða- og meltingarvegi Stofnfundur íslensks félags um næringargjöf í æða- og meltingarvegi (The lceland- ic Society of Parenteral and Enteral Nutrition) verður haldinn föstudaginn 17. apríl klukkan 11:00 að Hótel Loftleiöum. Þorsteinn Sv. Stefánsson Kristinn Sigvaldason Aöalbjörn Þorsteinsson Tennismót lækna 24. -26. apríl Fyrirkomulag: Um er að ræða hraðmót í einliðaleik, keppt verður í riðlum svo allir fá að minnsta kosti þrjá leiki. Þátttökugjald: 1.200 krónur. Skráning fer fram í Tennishöllinni eða hjá Stefáni Björnssyni í síma 568 6984. Austurbakki hf. gefur vegleg verðlaun og keppt verður um farandbikar eins og síð- astliðið ár.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.