Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 7

Læknablaðið - 15.03.1999, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 199-201 199 Ritstjórnargrein Sjálfstæði ritstjórna Snar þáttur í flóknum undirstöðum nútíma þjóðfélags eru tímaritin í læknisfræði sem stýrt er af sjálfstæðum óháðum ritstjómum. Vinnu- reglur ritstjórnanna eru að láta þar til hæfa aðila utan ritstjórnanna ritrýna innsent efni fyrir birtingu og læknar og vísindamenn, al- menningur, fjölmiðlar og sjúklingar geta treyst þessum tímaritum. Lesendur eiga að geta litið svo á að það sem þeir lesa í þessum útgáfum sé eins nærri staðreyndum og mannlegt er að ná á þeim tíma sem birting á sér stað. Lesendur eiga einnig að geta treyst því að eigendur tímarit- anna hafi ekki í eiginhagsmuna skyni haft áhrif á það sem birtist og að ritstjórarnir hafi ekki í meðferð lesefnisins sveigt inn á brautir hinna mörgu auglýsenda. Læknafélögin í nágrannalöndum okkar standa að fræðilegum og félagslegum útgáfum og traust félaganna og tímaritanna byggir á því að ritstjómirnar séu frjálsar og óháðar (1). Engu að síður gerðist hið fáheyrða að Amer- íska læknafélagið (AMA) rak ritstjóra Tímarits Ameríska læknafélagsins (JAMA) í janúar síð- astliðnum. Stjórn félagsins og framkvæmda- stjóri voru ósátt við hvernig efni var birt í tíma- ritinu. Stjórnin virti ekki ritstjórnarfrelsi Ge- orgs Lundbergs, aðalritstjóra JAMA til 17 ára, heldur sagði honum upp vegna þess að hann flýtti birtingu kynlífsrannsóknar sem sýndi að 60% bandarískra stúdenta töldu munnmök ekki vera samfarir (2). Greinin sem segir frá rann- sókninni hafði verið gagnrýnd af ritrýnum og fengið venjubundna umfjöllun ritstjómar fyrir birtingu. Rannsóknin birtist 20. janúar síðast- liðinn og var flýtt þegar lögð var fram ákæra á hendur Bill Clinton forseta. Anderson, fram- kvæmdastjóri Amenska læknafélagsins, sagð- ist ekkert hafa á móti niðurstöðum rannsókn- arinnar heldur því að birtingunni hafði verið flýtt. Hann taldi að ritstjórinn hefði lagt áherslu á að birta æsifrétt en ekki vísindi (3). Það er George Lundberg ritstjóra að þakka að JAMA varð að virtu blaði en fyrir hans tíð hafði stjórn Ameríska læknafélagsins hvað eft- ir annað svínbeygt og rekið ritstjóra eða gert þeim ólíft á ritstjórninni vegna þess að þeir komu róti á hugi lækna (4). A seinni árum hef- ur JAMA blómstrað undir stjórn Lundbergs á sama tíma og hróður Ameríska læknafélagsins hefur dvínað, en félagið hefur nú einungis 38% bandarískra lækna innan sinna vébanda. Talið er að það verði erfitt að afla nýrra félaga eftir að Lundberg hefur verið rekinn (1). Mannorð Ameríska læknafélagsins var flekkað áður í svokölluðu sólargeisla hneyksli (Sunbeam scandal) árið 1997. Stjórn félagsins hafði þá selt fyrirtæki sem framleiðir lækninga- tæki afnot af einkennismerki félagsins. Eftir víðtæk mótmæli varð að láta samning um söl- una ganga til baka með æmum kostnaði fyrir félagið (5-7). Brottrekstur Lundbergs hefur nú enn á ný vakið hneykslun á félaginu á alþjóða- vettvangi og uppsögnin verið fordæmd af virt- um læknatímaritum víða um heim (1,4,8,9). Ritstjóri Lancet, Richard Horton, sagði meðal annars í leiðara 23. janúar: „Með því að reka Lundberg, án þess að leita álits ritstjómar Tímarits ameríska læknafélagsins, og segja ástæðuna dómgreindarleysi ritstjórans hefur Anderson (framkvæmdastjóri Ameríska lækna- félagsins) að óþörfu spillt sjálfstæði ritstjórnar blaðsins, teflt orðstír tímaritsins í tvísýnu á fá- víslegan hátt, komið ruddalega fram við al- þjóðlega virtan ritstjóra og sökkt Ameríska læknafélaginu í það sem flestir héldu að væri ómögulegt - enn dýpri niðurlæginu en áður hefur sést í sögu félagsins. Það er aðeins ein leið fær til þess að reyna að bæta ímynd Amer- íska læknafélagsins. Anderson verður að víkja þegar í stað, annað hvort sjálfviljugur eða með röggsömum aðgerðum æðstu stjórnar félags- ins“ (8). Enginn sem blandað hefur sér í umræðuna um þetta mál er eins harðorður og Horton. Allir eru þó sammála um nauðsyn þess að ritstjómir starfi sjálfstætt og fullvalda. Lundberg krafðist
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.