Læknablaðið - 15.03.1999, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 199-201
199
Ritstjórnargrein
Sjálfstæði ritstjórna
Snar þáttur í flóknum undirstöðum nútíma
þjóðfélags eru tímaritin í læknisfræði sem stýrt
er af sjálfstæðum óháðum ritstjómum. Vinnu-
reglur ritstjórnanna eru að láta þar til hæfa
aðila utan ritstjórnanna ritrýna innsent efni
fyrir birtingu og læknar og vísindamenn, al-
menningur, fjölmiðlar og sjúklingar geta treyst
þessum tímaritum. Lesendur eiga að geta litið
svo á að það sem þeir lesa í þessum útgáfum sé
eins nærri staðreyndum og mannlegt er að ná á
þeim tíma sem birting á sér stað. Lesendur eiga
einnig að geta treyst því að eigendur tímarit-
anna hafi ekki í eiginhagsmuna skyni haft áhrif
á það sem birtist og að ritstjórarnir hafi ekki í
meðferð lesefnisins sveigt inn á brautir hinna
mörgu auglýsenda.
Læknafélögin í nágrannalöndum okkar
standa að fræðilegum og félagslegum útgáfum
og traust félaganna og tímaritanna byggir á því
að ritstjómirnar séu frjálsar og óháðar (1).
Engu að síður gerðist hið fáheyrða að Amer-
íska læknafélagið (AMA) rak ritstjóra Tímarits
Ameríska læknafélagsins (JAMA) í janúar síð-
astliðnum. Stjórn félagsins og framkvæmda-
stjóri voru ósátt við hvernig efni var birt í tíma-
ritinu. Stjórnin virti ekki ritstjórnarfrelsi Ge-
orgs Lundbergs, aðalritstjóra JAMA til 17 ára,
heldur sagði honum upp vegna þess að hann
flýtti birtingu kynlífsrannsóknar sem sýndi að
60% bandarískra stúdenta töldu munnmök ekki
vera samfarir (2). Greinin sem segir frá rann-
sókninni hafði verið gagnrýnd af ritrýnum og
fengið venjubundna umfjöllun ritstjómar fyrir
birtingu. Rannsóknin birtist 20. janúar síðast-
liðinn og var flýtt þegar lögð var fram ákæra á
hendur Bill Clinton forseta. Anderson, fram-
kvæmdastjóri Amenska læknafélagsins, sagð-
ist ekkert hafa á móti niðurstöðum rannsókn-
arinnar heldur því að birtingunni hafði verið
flýtt. Hann taldi að ritstjórinn hefði lagt áherslu
á að birta æsifrétt en ekki vísindi (3).
Það er George Lundberg ritstjóra að þakka
að JAMA varð að virtu blaði en fyrir hans tíð
hafði stjórn Ameríska læknafélagsins hvað eft-
ir annað svínbeygt og rekið ritstjóra eða gert
þeim ólíft á ritstjórninni vegna þess að þeir
komu róti á hugi lækna (4). A seinni árum hef-
ur JAMA blómstrað undir stjórn Lundbergs á
sama tíma og hróður Ameríska læknafélagsins
hefur dvínað, en félagið hefur nú einungis 38%
bandarískra lækna innan sinna vébanda. Talið
er að það verði erfitt að afla nýrra félaga eftir
að Lundberg hefur verið rekinn (1).
Mannorð Ameríska læknafélagsins var
flekkað áður í svokölluðu sólargeisla hneyksli
(Sunbeam scandal) árið 1997. Stjórn félagsins
hafði þá selt fyrirtæki sem framleiðir lækninga-
tæki afnot af einkennismerki félagsins. Eftir
víðtæk mótmæli varð að láta samning um söl-
una ganga til baka með æmum kostnaði fyrir
félagið (5-7). Brottrekstur Lundbergs hefur nú
enn á ný vakið hneykslun á félaginu á alþjóða-
vettvangi og uppsögnin verið fordæmd af virt-
um læknatímaritum víða um heim (1,4,8,9).
Ritstjóri Lancet, Richard Horton, sagði meðal
annars í leiðara 23. janúar: „Með því að reka
Lundberg, án þess að leita álits ritstjómar
Tímarits ameríska læknafélagsins, og segja
ástæðuna dómgreindarleysi ritstjórans hefur
Anderson (framkvæmdastjóri Ameríska lækna-
félagsins) að óþörfu spillt sjálfstæði ritstjórnar
blaðsins, teflt orðstír tímaritsins í tvísýnu á fá-
víslegan hátt, komið ruddalega fram við al-
þjóðlega virtan ritstjóra og sökkt Ameríska
læknafélaginu í það sem flestir héldu að væri
ómögulegt - enn dýpri niðurlæginu en áður
hefur sést í sögu félagsins. Það er aðeins ein
leið fær til þess að reyna að bæta ímynd Amer-
íska læknafélagsins. Anderson verður að víkja
þegar í stað, annað hvort sjálfviljugur eða með
röggsömum aðgerðum æðstu stjórnar félags-
ins“ (8).
Enginn sem blandað hefur sér í umræðuna
um þetta mál er eins harðorður og Horton. Allir
eru þó sammála um nauðsyn þess að ritstjómir
starfi sjálfstætt og fullvalda. Lundberg krafðist