Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 11

Læknablaðið - 15.03.1999, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 203 um og efri hluta baks meðal kvenna sem hafa langan vinnudag við afgreiðslukassa gæti tengst einhæfum, síendurteknum hreyfingum sem starfið útheimtir. Mælt er með að starfs- menn við afgreiðslukassa hafi fjölbreytt verk- efni og vinnutíminn við afgreiðslukassann verði styttur. Inngangur Erlendar rannsóknir hafa sýnt að óþægindi frá vöðvum og liðum eru algeng meðal starfs- fólks sem vinnur við afgreiðslukassa verslana (1-7). Vinna við afgreiðslukassa einkennist oft af einhæfum, endurteknum hreyfingum við að handfjatla vörur, miklum hraða og einhæfum vinnustellingum en þetta eru allt þekktir áhættuþættir í þróun álagseinkenna. I nokkrum rannsóknum hafa allir starfshópar verslana ver- ið athugaðir og óþægindi þeirra borin saman. Niðurstöður sýndu að óþægindi tengd herðum og höndum voru tíðari meðal starfsfólks er vann við afgreiðslukassa en annarra starfshópa (2,8). Starfsmenn sem unnu eingöngu stand- andi við afgreiðslukassana reyndust einnig oftar hafa óþægindi frá mjóbaki og fótum (8,9). Að frumkvæði atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlits ríkisins hefur nú verið gerð könnun á óþægindum frá hreyfi- og stoðkerfi meðal starfsmanna matvöruverslana hérlendis. Er könnunin liður í vinnuvemdarátaki í mat- vöruverslunum sem stofnunin hefur staðið að í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. I könn- uninni var notaður staðlaður norrænn spurn- ingalisti sem hefur verið notaður áður í rann- sóknum á óþægindum frá hreyfi- og stoðkerfi meðal íslensku þjóðarinnar (10) og fisk- vinnslufólks (11,12). Tilgangur rannsóknarinnnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi með- al starfsfólks matvöruverslana og einkum hvort óþægindin væru tíðari meðal þeirra sem vinna við afgreiðslukassa en annarra. Efniviður og aðferðir Markhópurinn í rannsókninni voru allir starfsmenn matvöruverslana í Reykjavík og á Akureyri sem uppfylltu eftirfarandi skilyrði: a) verslunin seldi eingöngu grunnvöru (matvöru og smávöru), b) verslunin hafði þrjá af- greiðslukassa eða fleiri og að minnsta kosti 10 starfsmenn. Búðir sem höfðu færri starfsmenn voru einnig hafðar með ef starfið við af- greiðslukassana var skipulagt þannig að ákveðn- Tafla I. Upplýsingar um þátttakendur í rannsókninni. Starfssvið Fjöldi (n) Meðal- Meðalaldur starfsaldur (ár) (ár) Meðalfjöldi vinnustunda á viku Karlar: ÖII störf 86 28 5,3 45 Konur: Alager 58 41 7,5 29 í kjötdeild 34 40 5,5 35 Við afgreiðslu- kassa 81 25 2,8 27 Afgreiðsla yfír borð 25 34 4,2 30 Ymis störf 64 31 6,4 36 Stjómun 13 35 5,0 37 Svöruðu ekki starfssviði 4 43 13,7 30 Öll störf 279 33 5,3 32 ir starfsmenn unnu eingöngu við kassa. Tutt- ugu og fimm verslanir uppfylltu framangreind skilyrði. Listar með nöfnum starfsmanna voru fengnir hjá viðkomandi verslunarstjóra, starfsmanna- stjóra og frá stéttarfélögum. í maí 1994 voru sendir spumingalistar í pósti heim til 697 ein- staklinga. Nokkuð var um að skrifstofu- og ræstingafólk verslananna svaraði listanum og var það tekið út úr rannsóknarhópnum. Einnig voru starfsmenn, sem hætt höfðu störfum fyrir meira en mánuði þegar þeir svöruðu listanum, teknir úr hópnum. I markhópnum voru því 653 einstaklingar, 448 konur og 205 karlar. Itrekun- arbréf voru send þrisvar til þeirra sem ekki svöruðu listanum. Alls svöruðu 365 manns eða 55,9% þátttakenda (tafla I). Fleiri konur en karlar svöruðu eða 279 konur sem jafngildir 62,3% svörun kvenna og 86 karlar eða 42%. Þar sem svörun var lítil þrátt fyrir ítrekanir var ákveðið að gera símakönnun meðal þeirra sem ekki svöruðu. Hringt var í slembiúrtak þeirra sem ekki höfðu svarað og ef ekki var hægt að finna viðkomandi eftir leit í þjóðskrá eða viðkomandi var hættur í starfi var hringt í næsta mann. Alls var talað við 27 manns. A þennan hátt fengust upplýsingar frá 17 konum eða rúmum 10% þeirra sem ekki svöruðu bréf- lega og frá 10 körlum eða tæpum 10%. Gerður var samanburður milli þeirra sem svöruðu bréf- lega og hinna sem náðist í símleiðis. Reyndust hóparnir mjög svipaðir með tilliti til aldurs, kyns og búsetu og hversu tíð óþægindi þeirra voru. Því er ályktað að algengi óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi meðal þátttakenda endur- spegli markhópinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.