Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 39

Læknablaðið - 15.03.1999, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 225 en við margendurteknar yfirheyrslur og að- gerðir af hálfu þeirra sem meðhöndla bamið og rannsaka brotið. Viðtal við barn er stundum tekið upp á myndband eða segulband og notað sem sönnunargagn í refsimáli í stað lögreglu- yfirheyrslu. Sérfræðingar taka oftast slík viðtöl eða aðstoða lögreglu eða dómara við skýrslu- tökur. Framburður bams fyrir dómi er oft tek- inn upp á myndband. Reglur um þetta hafa ver- ið og eru enn í mótun. Brýnt er að barn sem sætt hefur kynferðis- legu ofbeldi fái viðeigandi læknishjálp og með- ferð. Komið hefur verið á fót Bamahúsi sem ætlað er að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem koma að rannsókn kynferðisbrota gegn bömum. Einnig er gert ráð fyrir að Barna- húsið veiti börnum sérhæfða meðferð. 2.d. Beiðni um lœknisvottorð Mörg dæmi eru um að einstaklingar eða lög- menn þeirra óski eftir læknisvottorði eða upp- lýsingum úr sjúkraskrá í tilefni af málarekstri fyrir dómstólum. Er þar oft um að ræða stað- festingu á meiðslum eða áverkum, komu til læknis eða á slysavakt svo og öðrum atriðum sem fram koma í sjúkraskrám. I 5. mgr. 22. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 segir að læknabréf og vottorð vegna veikinda, slysa, sjúkrahúslegu og þess háttar skuli afgreidd án ástæðulauss dráttar. 2.e. Dómkvaddir matsmenn Samkvæmt réttarfarslögum má dómkveðja einn eða tvo matsmenn til að framkvæma mat. Sérstakar málsmeðferðarreglur gilda um dóm- kvaðningu matsmanna og hvernig standa beri að mati og framkvæmd þess. Dómkvaddir matsmenn geta verið læknar eða aðrir sérfræð- ingar en reglur um þá og matsgerðir eru í IX. kafla laga um meðferð einkamála og í 63.-65. gr. laga um meðferð opinberra mála. Ef ekki er farið eftir þessum reglurn er hætta á að sönn- unargildi matsgerðar verði dregið í efa eða að hún verði jafnvel dæmd gagnslaus sem sönn- unargagn í dómsmáli. 2f Umsögn lœknaráðs Samkvæmt 2. gr. laga um læknaráð nr. 14/1942 er hlutverk læknaráðs að láta dómstól- um, ákæruvaldi og stjórn heilbrigðismála í té sérfræðilegar umsagnir um læknisfræðileg efni. Læknaráð lætur meðal annars í té umsagnir um hvers konar læknisvottorð, sem lögð eru fyrir dómstóla, enda sé þeim beint til ráðsins samkvæmt úrskurði dómara. í dómsmálum eru dæmi um að óskað hafi verið umsagnar lækna- ráðs um örorkumat eða niðurstöður geðrann- sóknar. Samkvæmt 1. gr. laga um læknaráð eiga eingöngu læknar sæti í læknaráði. I athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga um læknaráð eru rökin fyrir því að koma á skipan læknaráðs talin þau að í ljós hafi komið við málarekstur fyrir dómstólum, er snerti lækna og læknisfræðileg efni, að erfitt geti verið fyrir ólæknisfróða dómara að skera þar úr á viðhlítandi hátt. Enn fremur segir þar að vott- orðum og álitsgerðum lækna sem þegar liggi fyrir vilji illa eða ekki bera saman. Hljóti það að leiða til meiri eða minni ágreinings meðal dómara og hæpinna dóma er verði líklegir til að spilla trausti manna á dómstólum. Hér skorti auðsjáanlega eitthvert æðsta ráð læknisfróðra manna sem áfrýja megi málum til varðandi lækna og læknisfræðileg efni sem dómstólar geti síðan stuðst við. Hafi tryggingalæknir vak- ið athygli á því, hve allur málarekstur í trygg- ingamálum sé erfiður og dómsúrslit hæpin, meðan dómararnir hafi ekki annað að styðjast við en sundurleit læknisvottorð (9). Niðurstöður læknaráðs eiga samkvæmt lög- unum að jafnaði að vera rökstuddar og alltaf þegar sérstaklega er um það beðið, svo og ef ágreiningur er í ráðinu um niðurstöðu. Enn fremur segir í 7. gr. reglugerðar nr. 192/1942 um starfsháttu læknaráðs að í álitsgerð skuli rekja málsatvik þannig að stutt en glöggt yfirlit fáist yfir öll atriði sem máli skipti þegar meta skuli niðurstöðu álitsgerðarinnar. Þegar dómstólar hafa leitað umsagnar lækna- ráðs samkvæmt framangreindum reglum eru slíkar umsagnir í mörgum tilfellum órökstudd- ar. I þeirn eru heldur ekki rakin málsatvik og ekki kemur þar fram á hverju niðurstöður eru byggðar. Þegar litið er til hlutverks læknaráðs og þeirra reglna sem gæta ber við umsagnar- gerð ráðsins hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki væri æskilegra að að minnsta kosti einn læknaráðsmaður væri löglærður eins og ýmis hliðstæð dæmi eru um, samanber til dæmis ör- orkunefnd þar sem einn nefndarmaður er lög- fræðingur. Með því yrði ef til vill unnt að bæta að einhverju leyti úr augljósum annmörkum sem hafa komið fram á umsögnum læknaráðs og hér hefur verið lýst. Einnig er áhyggjuefni hve langan tíma oft tekur að fá umsögn læknaráðs. Þannig eru dæmi um að dómsmál hafi tafist óhæfilega vegna seinagangs á afgreiðslu mála af hálfu ráðsins. Úr þessu þyrfti að bæta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.