Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 11

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 51 1 Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið voru allir sjúklingar sem greinst hafa með kransæðasjúkdóm og búsettir voru í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sjúk- dómsgreining og aðrar heilsufarsupplýsingar voru fengnar úr sjúkraskýrslum Heilsugæslu- stöðvarinnar á Sólvangi annars vegar og Heilsugæslunnar í Garðabæ hins vegar. Sjúk- lingarnir fengu spurningalista um meðferð, eft- irlit og þekkingu þeirra á helstu áhættuþáttum kransæðsjúkdóms. Sjúkraskýrslur þeirra sem svöruðu spurningalistanum voru skoðaðar og heilsufarsupplýsingar skráðar. Sjúklingum var skipt í eftirfarandi greiningarflokka: I. hjarta- drep, II. farið í kransæðaaðgerð, III. farið í kransæðavíkkun og IV. með hjartaöng. Ef ein- hver þátttakandi gat tilheyrt fleiri en einum flokki var kransæðaaðgerð látin vega þyngst, síðan kransæðavíkkun, þá hjartadrep og loks hjartaöng. Niðurstöður: Alls voru 533 einstaklingar með kransæðasjúkdóm á rannsóknarsvæðinu og af þeim tóku 402 (75%) þátt í þessari rann- sókn. Asetýlsalisýlsýru notuðu 284 sjúklingar (71%), 75% karla og 63% kvenna (p=0,018). Hæsta meðferðarhlutfallið (91%) var meðal þeirra sem farið höfðu í kransæðaaðgerð en lægst hjá þeim sem höfðu hjartaöng (56%). Rúmlega helmingur sjúklinganna (52%) notaði beta-blokkara og 119 þvagræsilyf (30%). Alls notuðu 172 sjúklingar nítröt (43%), hlutfalls- lega fleiri konur notuðu nítröt en karlar, 57% á móti 27% (p=0,006). Kalsíumblokkara notuðu 145 (36%) og ACE-hamlara (angiotensin con- verting enzyme inhibitors) 81 (20%). Af kon- um á aldursbilinu 40-80 ára voru 16% á horm- ónameðferð. Alyktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hér á landi, líkt og í fjölmörg- um öðrum löndum, sé annars stigs forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma ábótavant og sú þekk- ing sem aflað hefur verið með stórum klínísk- um rannsóknum varðandi lyfjameðferð þessa sjúklingahóps, ekki nýtt nægilega vel. Því er ljóst að umtalsverðir möguleikar eru til að bæta meðferð og horfur kransæðasjúklinga. Inngangur Lyfjameðferð kransæðasjúklinga hefur tekið miklum breytingum síðastliðna áratugi. Niður- stöður stórra klínískra rannsókna hafa varpað nýju ljósi á ýmsa meðferðarmöguleika. Meðal þeirra má nefna notkun asetýlsalisýlsýru, beta- blokkara og kólesteróllækkandi lyfja. Niður- stöður ISIS 2 (1) sýndu ótvíræða gagnsemi af notkun asetýlsalisýlsýru meðal sjúklinga sem fengið höfðu brátt hjartadrep. Síðan hafa fleiri rannsóknir rennt stoðum undir mikilvægi þess að allir kransæðasjúklingar, sem á annað borð þola asetýlsalisýlsýru, noti lyfið daglega. Notkun beta-blokkara meðal kransæðasjúk- linga hefur að miklu leyti byggst á niðurstöð- um rannsókna á sjúklingum sem fengið hafa hjartadrep og hefur beta-blokkunin verið notuð sem annars stigs forvörn (2-4). Þessar rann- sóknir hafa sýnt fram á betri horfur og minni líkur á því að viðkomandi fái aftur hjartadrep. Loks má nefna rannsóknir sem beinst hafa að því að lækka kólesteról til að draga úr fram- vindu sjúkdómsins og einnig til að fyrirbyggja hann hjá þeim sem ekki hafa nein merki krans- æðasjúkdóms (5-8). Þessar framfarir hafa þótt svo afgerandi og hafa vakið slíka bjartsýni að Nóbelsverðlaunahafarnir Brown og Goldstein spáðu því nýlega að unnt yrði að kveða krans- æðasjúkdóminn í kútinn um aldamót (9). Með breyttum lifnaðarháttum, einkum breyttu matar- æði, hefur sjúkdómurinn hins vegar færst I vöxt í þriðja heiminum og iðnvæddum Asíuríkjum. A Vesturlöndum, þar sem fjárhagslegt bolmagn er mest, hafa rannsóknir sýnt gríðarlega van- nýtingu á meðferðarúrræðum sem sannað hafa gildi sitt; of fáir sjúklingar eru meðhöndlaðir og lyíjaskammtar eru oft ófullnægjandi (10,11). Við höfum áður birt niðurstöður rannsóknar á kólesteróllækkandi lyfjameðferð meðal ís- lenskra kransæðasjúklinga (12). í þessari grein kynnum við athugun á annarri lyfjameðferð kransæðajsúklinga í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi, sérstaklega notkun asetýl- salisýlsýru, beta-blokkara, nítrata, ACE-haml- ara (angiotensin converting enzyme inhibi- tors), kalsíumblokkara, þvagræsilyfja og kven- hormóna. Efniviður og aðferðir Rannsóknarþýðið voru allir sjúklingar sem höfðu greinst með kransæðasjúkdóm fyrir 1. maí 1997 og áttu lögheimili í Hafnarfirði, Garðabæ eða Bessastaðahreppi. Þessir einstak- lingar fengu sendan spurningalista um meðferð eftirlit og þekkingu þeirra á ýmsum áhættuþátt- um sjúkdómsins. Ennfremur fengu þeir sendar upplýsingar um rannsóknina, markmið hennar og fyrirhugaðar aðferðir, þeim var boðin þátt- taka og þeir beðnir um leyfi til að leitað yrði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.