Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 12
512
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Fig. 1. Proportion (±95% C.I) of those treated with aspirin ac-
cording to diagnostic groups of coronary heart disease. MI:
myocardial infarction; CABG: coronary artery bypass surgery;
PTCA: percutaneous transluminal coronary angioplasty; AP:
angina pectoris.
ítarlegri upplýsinga í sjúkraskýrslum (upplýst
samþykki). Tæpum fjóruin vikurn eftir að bréf-
ið var sent út var sent annað bréf til þeirra sem
ekki höfðu svarað fyrra bréfinu, þar sem tilboð
um þátttöku var ítrekað. Sjúkraskýrslur þeirra
sjúklinga sem samþykktu að taka þátt í rann-
sókninni voru síðan yfirfarnar og upplýsingar
skráðar um þau atriði er varða eftirlit og með-
ferð vegna kransæðasjúkdóms. Spurningalist-
inn innihélt spurningar um reykingavenjur,
vitneskju um blóðþrýsting og kólesterólgildi,
hvort viðkomandi hafi fengið meðferð við of
háu kólesterólgildi og einnig um eftirlit, lyfja-
meðferð og hreyfingu. Upplýsingar sem unnar
voru úr sjúkraskrám voru skráðar á sérstakt
skráningarblað (sjá viðauka 1). A grundvelli
þeirra upplýsinga, sem þannig fengust úr
sjúkraskýrslum á Heilsugæslustöðinni á Sól-
vangi annars vegar og Heilsugæslunni í Garða-
bæ hins vegar, var sjúklingunum skipt í fjóra
greiningarhópa: hjartadrep, kransæðaaðgerð,
kransæðavíkkun og hjartaöng.
Ef sjúklingur gat tilheyrt fleiri en einum
flokki var hann flokkaður þannig að kransæða-
aðgerð vó þyngst, síðan kransæðavíkkun, þá
hjartadrep og loks hjartaöng.
Tölfræðiforritið SPSS (version 8.0) var not-
að við alla tölfræðiúrvinnslu. Kíkvaðrats-próf
og einvíð fervikagreining (one-way ANOVA)
voru notuð til að bera saman hlutföll. Mark-
tæknimörk voru sett við p<0,05.
Rannsókn þessi var samþykkt af læknaráð-
um beggja heilsugæslustöðvanna, vísindasiða-
ráði landlæknisembættisins og tölvunefnd.
Niðurstöður
A upptökusvæðum Heilsugæslunnar í
Garðabæ og Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi
Fig. 2. Proportion (±95% C.I) of those treated with beta blockers
according to diagnostic groups of coronary heart disease. MI:
myocardial infarction; CABG: coronary artery bypass surgery;
PTCA: percutaneous transluminal coronary angioplasty; AP:
angina pectoris.
í Hafnarfirði bjuggu 1. desember 1996 alls
25.766 einstaklingar. Af þeim höfðu 533 (2%)
fengið kransæðasjúkdóm, samkvæmt sjúkra-
skýrslum á heilsugæsustöðvunum. Ríflega þrír
fjórðu tóku þátt í rannsókninni eða 402 einstak-
lingar, 257 (64%) karlar og 145 (36%) konur.
Alls sögðust 284 einstaklingar (71%) taka
asetýlsalisýlsýru. Mynd 1 sýnir notkun asetýl-
salisýlsýru í mismunandi greiningarhópum.
Hæsta hlutfallið (91%) var meðal þeirra sem
farið höfðu í kransæðaaðgerð, en lægst (56%)
hjá þeim sem höfðu hjartaöng. Ekki reyndist
munur á notkun asetýlsalisýlsýru milli Hafnar-
fjarðar (71%) og Garðabæjar (69%) (95% C.I.
fyrir mismun er -8,8 til 11,9; p=0,8). Nokkur
munur var þó varðandi notkun asetýlsalisýl-
sýru eftir kynjum. Þannig notuðu 75% karla
asetýlsalisýlsýru en 63% kvenna (95% C.I.
fyrir mismun 2,2 til 21,2; p=0,018).
Rúmlega helmingur (52%) sjúklinganna not-
aði beta-blokkara, 52% í Hafnarfirði og 51% í
Garðabæ. Mynd 2 sýnir notkun beta-blokkara
eftir greiningarhópum. Notkunin var mjög svip-
uð í greiningarhópunum en þó sýnu hæst hjá
þeim sem farið höfðu í kransæðavíkkun eða
59%. Um 54% karla notaði beta-blokkara á móti
48% kvenna. Ekki reyndist um marktækan mun
að ræða (95% C.I. -0,36 til 16,7; p=0,025).
Alls notuðu 172 einstaklingar (43%) nítröt
og var um sama hlutfall að ræða í Hafnarfirði
og Garðabæ. Mest var notkunin meðal þeirra
sem fengið höfðu hjartadrep eða 55% en lægst
í þeim hópi sem hafði farið í hjartaaðgerð eða
34% (mynd 3). Eins og fram kemur á mynd 4
nota hlutfallslega fleiri konur nítröt en karlar,
57% á móti 27% (95% C.I. fyrir mismun 4,7 til
25; p=0,006).
Kalsíumblokkara notuðu 145 (36%) sjúk-