Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 14
514 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ur en viðmiðunarhópur sem fékk sýndarlyf (placebo) (1). Rannsóknir hafa ennfremur ver- ið gerðar á notagildi asetýlsalisýlsýru sem fyrsta stigs forvörn meðal karla og kvenna (18,19). Árið 1994 birtist yfirlitsgrein þar sem farið var yfir rannsóknir á meira en 54.000 sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóm og sýndi sú yfir- ferð ótvírælt fram á gagnsemi asetýlsalisýlsýru (20). Notkun asetýlsalisýlsýru sem annars stigs forvörn meðal sjúklinga með kransæðasjúk- dóm hefur því verið innleidd síðustu árin (21). Það veldur því nokkrum vonbrigðum að ein- ungis 70% sjúklinga með kransæðasjúkdóm hér á landi noti asetýlsalisýlsýru og ljóst að þar eru talsverð sóknarfæri í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma. Svipað meðferðarhlutfall fannst í nýlegri könnun í Bandaríkjunum og hefur vakið vonbrigði og furðu þar í landi (10,22,23). Nokkur hluti kransæðasjúklinga þolir ekki ase- týlsalisýlsýru en ólíklegt að svo sé farið með 30% þeirra. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að karlmenn með kransæðasjúkdóm eru oftar meðhöndlaðir með asetýlsalisýlsýru en konur (24). Rannsóknir á notkun beta-blokkara sem ann- ars stigs forvörn meðal sjúklinga með krans- æðasjúkdóm hafa fyrst og fremst beinst að meðferð sjúklinga sem fengið hafa hjartadrep og eru í mikilli áhættu (25). Niðurstöðumar hafa sýnt fram á gagnsemi beta-blokkara meðal slíkra sjúklinga og í dag er það viðurkennd meðferð sem hefur það markmið að bæta horf- ur þessara sjúklinga (2,3,26,27). Niðurstöður okkar sýna að rétt rúmlega 54% hjartadreps- sjúklinga eru meðhöndlaðir með beta-blokkur- um. Þar virðist því einnig um vanmeðhöndlun að ræða, eins og sýnt hefur verið fram á í rann- sóknum bæði austan hafs og vestan (10,11,23). Notkun ACE-hamlara er heldur ekki almenn í þessum hópi sjúklinga en rannsóknir síðustu ára hafi sýnt fram á notagildi hjá ákveðnum hópum kransæðasjúklinga (28), einkum þeim sem hafa skerta samdráttarhæfni vinstri slegils svo ekki sé talað um hjartabilun. Hormónameðferð kvenna eftir tíðahvörf og gagnsemi hennar varðandi forvarnir við hjarta- og æðasjúkdómum hefur talsvert verið rann- sökuð síðustu ár (29). Aðeins 16% kvenna á aldrinum 40-80 ára notuðu hormón. Þótt rann- sóknir hafi sýnt hagstæð áhrif hormónameð- ferðar á áhættuþætti kransæðasjúkdóma bendir nýleg rannsókn til þess að hagstæð áhrif séu vafasöm meðal kvenna sem fengið hafa krans- æðaáfall (30) og verður því ekki fullyrt um að á þessu sviði sé um vanmeðhöndlun að ræða meðal íslenskra kvenna með kransæðasjúk- dóm. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vís- bendingar um að hér á landi, líkt og í fjölmörg- um öðrum löndum þar sem eru góðar efnahags- legar forsendur til að veita hina bestu læknis- meðferð (10,11), sé annars stigs forvörnum við hjarta- og æðasjúkdómum ekki sinnt af nægum krafti. Þetta er í samræmi við niðurstöður okkar varðandi kólesteróllækkandi lyfjameðferð sem bentu til verulegrar vanmeðhöndlunar krans- æðasjúklinga (12). Rétt er þó að benda á að ekki er víst að allir sjúklingar með kransæða- sjúkdóm eigi að vera á ákveðinni lyfjameðferð. Hluti sjúklinganna kann að hafa lyfjaóþol og/eða aðrar frábendingar fyrir meðferðinni. I rannsókn eins og þessari er ógerningur að meta með vissu hversu stór sá hluti sjúklinganna er. Enn virðist því langt í land að læknar nýti til fulls þá þekkingu sem aflað hefur verið með stórum rannsóknum á forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma, þar á meðal fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Ljóst er að efla þarf og bæta þá meðferð sem sjúklingum með kransæðasjúk- dóm er veitt hvort sem hún er í höndum heim- ilislækna eða annarra sérfræðinga. Otvíræð sóknarfæri eru fyrir hendi til að ná betri árangri í meðhöndlun kransæðasjúklinga, væntanlega með bættum horfum, lækkun á dánartíðni og minnkandi þörf fyrir kostnaðarsamar aðgerðir. Pakkir Rannsókn þessi var styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna. HEIMILDIR 1. ISIS -2 Collaborative Group. Randomised trial of intra- venous streptokinase, oral aspirin, both or neither among 17,187 cases of suspected acute myocardial infarction: ISIS-2. Lancet 1988; ii: 349-60. 2. Norwegian Study Group. Timolol-induced reduction in mortality and reinfarction in patients surviving acute myo- cardial infarction. N Engl J Med 1981; 304: 801-7. 3. Beta Blocker Heart Attack Trial Research Group. A rando- mized trial of propranolol in patinets with acute myocardial infarction. 1. Mortality results. JAMA 1982; 247: 1707-13. 4. Lau J, Antman EM, Jimenz-Silva J, Kupelnick B, Mosteller F, Chalmers TC. Cumulative meta-analysis of therapeutic trials for myocardial infarction. N Engl J Med 1992; 327: 248-54. 5. Lipid Research Clinics Program. The Lipid Research Cli- nics coronary primary prevention trial results. JAMA 1984; 251:351-74. 6. Frick MH, Elo O, Haapa K, Heinonen OP, Heinsalmi P,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.