Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 20

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 20
518 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Heilablóðfallseiningin hefði getað tekið við 85% sjúklinga en 15% voru of veikir til þess. Alyktanir: Dánarhlutfall sjúklinga með heila- blóðfall var lægra og hlutfall sjúklinga sem út- skrifaðist heim var hærra en lýst hefur verið í sambærilegum erlendum rannsóknum. Það gæti bent til að heilablóðfall sé vægari sjúk- dómur hér á landi en í öðrum vestrænum lönd- um. Inngangur Heilablóðfall er þriðja algengasta dánaror- sökin og ein algengasta ástæðan fyrir varan- legri fötlun á Vesturlöndum. Um þriðjungur þeirra sem lifir áfallið hlýtur varanlega fötlun og þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Margir þeirra þarfnast langtímavistunar á stofnunum (1,2). Hérlendis má búast við 650- 700 heilablóðfallstilfellum árlega (3). Sjúkrahús Reykjavíkur tekur á móti öllum heilablóðfallssjúklingum sem til sjúkrahússins leita á vaktdögum þess. A sjúkrahúsinu er þess- um sjúklingahópi veitt bráðaþjónusta og full endurhæfing. I legunni á sjúkrahúsinu ræðst hvort sjúklingur andast vegna heilablóðfalls, útskrifast heim eða á hjúkrunardeild. A síðustu árum hefur verið sýnt fram á, í slembiröðuðum rannsóknum, að sjúklingum með heilablóðfall farnast betur á sérhæfðum heilablóðfallseiningum (stroke units) en á al- mennum legudeildum. Tekist hefur að lækka dánartíðni (mortality) og bæta horfur þannig að fleiri geta útskrifast heim jafnframt því sem legutími er skemmri en á almennum deildum (4,5). Heilablóðfallseining hefur verið starf- rækt á endurhæfinga- og taugalækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur síðan 1992. Rannsókn þessi lýsir sjúklingum sem greind- ust með heilablóðfall á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árunum 1996-1997 með tilliti til legutíma, dánarhlutfalls og afdrifa við útskrift. Skoðuð var hlutdeild heilablóðfallseiningar í þjónustu við þennan sjúklingahóp. Efniviður og aðferðir Sjúkrahús Reykiavíkur annast helming bráða- vakta á höfuðborgarsvæðinu. Flestir sjúklingar sem greinast með heilablóðfall á sjúkrahúsinu leggjast beint inn á lyflækningadeildir eða heilablóðfallseiningu. Lyflækningadeildir eru í aðalbyggingu í Fossvogi og þar leggjast veik- ustu sjúklingarnir inn. Heilablóðfallseining er í byggingu endurhæfinga- og taugalækninga- deildar um tvo kílómetra frá aðalbyggingunni. Sérfræðingar og deildarlæknar sem starfa á taugalækningadeild annast heilablóðfallssjúk- linga á bráðamóttöku og eru ráðgefandi um meðferð þeirra á legudeildum í aðalbyggingu í Fossvogi. Læknarnir skráðu upplýsingar um einkenni og áhættuþætti sjúklinga með heila- blóðfall jafnóðum og þeir greindust á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á árunum 1996-1997. For- senda greiningar var skilgreining Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar á heilablóðfalli: „Bráð merki um staðbundna (eða útbreidda) truflun á heilastarfsemi sem varir í meira en 24 klukku- stundir (eða veldur dauða) án þess að önnur or- sök liggi fyrir en blóðflæðistruflun.“ Síðar voru skráðar niðurstöður rannsókna, legutími og upplýsingar um afdrif sjúklinga við útskrift. Skráningin náði til allra sjúklinga sem læknar heilablóðfallseiningar fengu vitneskju um á bráðamóttöku og á legudeildum. Til viðbótar var kannaður listi frá sjúklingabókhaldi sjúkra- hússins yfir alla sjúklinga sem fengu greining- arnar ICD 431-439 árið 1996 og ICD 161-168 árið 1997. Sjúklingar með skammvinna heila- blóðþurrð (transient ischemic attack, TIA), innanskúmsblæðingu (subarachnoid hemorr- hage) eða heilablæðingu vegna arfgengs mýl- ildissjúkdóms (hemorrhage due to hereditary cystatin C amyloid angiopathy) voru útilokaðir frá rannsókninni. Lýst er aldursdreifingu hópsins, einkennum, áhættuþáttum, dánarhlutfalli (case-fatality), legutíma og afdrifum við útskrift. Algengi mál- stols, meðvitundarskerðingar og lömunar í út- limum hefur verið notað til að bera saman alvarleika einkenna hjá hópum heilablóðfalls- sjúklinga. Þessi einkenni voru sérstaklega at- huguð í rannsóknarhópnum. Til að varpa ljósi á hver hlutdeild heilablóð- fallseiningar í meðferð heilablóðfallssjúklinga hefði mest getað orðið voru kannaðar ástæður þess að sjúklingar lögðust ekki inn á heilablóð- fallseiningu. Tölfræðileg marktækni var reiknuð út með t- prófi (Student's t-test) og kíkvaðrats-prófi. Upplýsingar voru tölvuskráðar með leyfi tölvunefndar. Niðurstöður Árin 1996-1997 greindist heilablóðfall 377 sinnum hjá 359 einstaklingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Einn sjúklingur fékk heilablóðfall þrisvar, 16 tvisvar og 342 fengu heilablóðfall
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.