Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 23

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 521 Table IV. Symptoms, length of hospital stay and outcome in Reykjavik and Copenhagen. Reykjavik Frederiksberg Bispebjerg No. of patients 377 305 936 Symptoms Paresis 67% 73% (NS) 73% (P=0.025)* Aphasia/dysphasia 20% 39% (P<0.001) 35% (P<0.001)* Lowered consciousness 17% 23% (P=0.050) 25% (P=0.002)* Length of hospital stay(days) 28.7 55 (P<0.001) 39 (P<0.001)** Outcome Discharged home 71% 56% (P<0.001) 65% (P=0.030)* To an institution 12% 15% 12% Death in hospital 17% 29% (P<0001) 23% (P=0010)* * Chi-square test; ** One sample t-test Ekki var marktækur munur á einkennum, áhættuþáttum, legutíma, dánarhlutfalli og af- drifum við útskrift milli áranna 1996 og 1997. Af þeim 139 sjúklingum sem lögðust inn á aðrar deildir en heilablóðfallseiningu þörfnuð- ust 32 gjörgæslu, sjö þörfnuðust meðferðar á hjartadeild og 18 voru með annan alvarlegan sjúkdóm sem leiddi til innlagnar á lyflækninga- deildir. Tuttugu og þrír voru inniliggjandi á sjúkrahúsinu þegar þeir fengu heilablóðfall. í 26 tilfellum varð lyflækningadeild fyrir valinu vegna lélegra endurhæfingarhorfa en í 33 til- fellum var engin læknisfræðileg ástæða fyrir valinu. Umræða Þetta er fyrsta rannsóknin hér á landi sem lýsir afdrifum sjúklinga á sjúkrahúsi sem grein- ast með heilablóðfall. A Sjúkrahúsi Reykjavík- ur greindust 377 sjúklingar með heilablóðfall á árunum 1996-1997. í 12% tilfella var heila- blæðing orsökin en í 88% heiladrep. Heim út- skrifuðust 71% sjúklinga en 17% létust í leg- unni. Tæplega tveir af hverjum þremur sjúk- lingum lögðust inn á heilablóðfallseiningu. Nýgengi heilablóðfalls á Islandi er ekki þekkt. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur greindust 206 heilablóðfallstilfelli á árinu 1997 og 208 á Landspítalanum (6). Á höfuðborgarsvæðinu búa um 60% þjóðarinnar (7). Þessar niðurstöð- ur benda til að nýgengi heilablóðfalls á íslandi gæti verið 650-700 heilablóðföll á ári eða 2,4- 2,5 á hverja 1000 íbúa. Nýgengi heilablóðfalls á Norðurlöndunum, í Englandi, Eyjaálfu og í Bandaríkjunum er 1,9-3,0 á 1000 íbúa (3,8-10). Dánarhlutfall: Meðal heilablóðfallssjúk- linganna létust 17% í legunni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Athyglisvert er að þetta er lægra dánarhlutfall á sjúkrahúsi en lýst er í sambæri- legum rannsóknum á Norðurlöndunum (19- 29%) (11-13) og Englandi (27%) (14). A Vest- urlöndum hefur dánarhlutfall á fyrsta mánuði verið 17-34% hjá heilablóðfallssjúklingum (15) en á Sjúkrahúsi Reykjavíkur létust 15% innan eins mánaðar. Á Landspítalanum var dánarhlutfall heilablóðfallssjúklinga 16% á fyrsta mánuði árið 1997 (6). Niðurstöður voru bornar saman við afdrif sjúklinga á tveimur sjúkrahúsum í Danmörku (12). Dönsku sjúkrahúsin tóku við heilablóð- fallssjúklingum af ákveðnu þéttbýlissvæði, veittu þeim bráðameðferð og fulla endurhæf- ingu með sama hætti og gert er á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Dánarhlutfall var marktækt lægra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en á dönsku sjúkra- húsunum (p<0,001) (tafla IV). Til að bera sam- an alvarleika einkenna hjá hópum heilablóð- fallssjúklinga hefur verið notast við algengi meðvitundarskerðingar, málstols og lömunar í útlimum. Algengi þessara einkenna var mark- tækt lægra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en á dönsku sjúkrahúsunum (tafla IV). Lágt hlutfall sjúklinga með alvarleg einkenni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og lágt dánarhlutfall á báðum sjúkrahúsunum í Reykjavík gæti bent til að heilablóðfall sé vægari sjúkdómur hér á landi en á öðrum Vesturlöndum. Mögulegar skýringar á lágu dánarhlutfalli heilablóðfallssjúklinga á íslandi geta falist í aldursdreifingu þjóðarinnar, þróun hjarta- og æðasjúkdóma á Vesturlöndum, orsakadreifingu heilablóðfalla og mismunandi meðferð: a) Aldursdreifing þjóðarinnar: Meðalaldur sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er fremur lágur (72,1 ár) samanborið við erlendar rann- sóknir (72,0-74,9 ár) (9,11,12,16-19). í rann- sókn þar sem borin var saman aldurssamsetn- ing 10 vestrænna þjóða kom í ljós að hlutfall fólks yfir 65 ára aldri var lágt (10,9%) á Islandi miðað við hinar þjóðirnar (12,7-17,6%) (20).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.