Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 24

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 24
522 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar gæti að einhverju leyti skýrt lágt dánarhlutfall hérlend- is því hár aldur tengist auknum líkum á andláti vegna heilablóðfalls (21). Meðalaldurkarla (70,1 ár) íþessari rannsókn er lægri en meðalaldur kvenna (74,6 ár). Það er eins og hjá heilablóðfallssjúklingum á Norður- löndunum, meginlandi Evrópu og Eyjaálfu (9,10,16,22,23). Hlutfall karla (56%) var svipað og erlendis (42-56%) (9,11,12,16,18,19,24,25). b) Þróun dánarhlutfalls í hjarta- og œða- sjúkdómum: Á síðustu árum hefur dánarhlutfall sjúklinga með kransæðastíflu á Norðurlönd- unum og í Bandaríkjunum lækkað (26-28). í nýlegri rannsókn (MONICA) kom fram að á Is- landi var dánarhlutfall sjúklinga á aldrinum 35- 64 ára með kransæðastíflu lægra en á hinum Norðurlöndunum. Á íslandi létust 36,5% karla á fyrstu 28 dögunum eftir áfallið en 40,2- 54,6% í hinum löndunum. Hjá konum á Islandi var dánarhlutfallið 32,9% á móti 33,3-57,5% (29). Dánartíðni vegna heilablóðfalls hefur farið lækkandi síðustu áratugi í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku, Eyjaálfu og Japan (15,30- 32). Sama þróun hefur átt sér stað hér á landi (33). Þessi lækkun dánartíðni skýrist bæði af lækkandi nýgengi og lækkandi dánarhlutfalli. Nýlegar rannsóknir frá Norðurlöndunum, Eyjaálfu og Bandaríkjunum benda til að lækk- andi dánartíðni á seinni árum stafi fremur af lækkandi dánarhlutfalli en lækkandi nýgengi (21,31,34-36). Á síðari árum hefur orðið vart við lækkun á algengi alvarlegra brottfallsein- kenna hjá heilablóðfallssjúklingum og líkur hafa verið leiddar að því að sú lækkun skýrist af því að heilablóðföll séu vægari en áður (36- 39). Orsakir þessarar þróunar eru ekki ljósar en hafa að hluta verið raktar til betri bráðameð- ferðar og aukinna forvama gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma (21,31,34,38). Rann- sóknin á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er gerð nokkrum árum síðar en þær rannsóknir sem borið er saman við og þessi þróun lækkandi dánarhlutfalls gæti verið komin lengra hér á landi en var þegar erlendu rannsóknirnar voru gerðar. I rannsókninni var algengi gáttaflökts og sykursýki með því lægsta sem lýst hefur verið meðal heilablóðfallssjúklinga en algengi ann- arra áhættuþátta sambærilegt. Algengi gátta- flökts var 16% en erlendis 14-27% (9-12). Heilablóðfallssjúklingar með gáttaflökt eru lík- legri en aðrir til að fá heilablóðfall sem veldur alvarlegum einkennum og dauða (21,40,41). Draga má úr líkum á heilablóðfalli með blóð- þynningu hjá sjúklingum með gáttaflökt (42,43). Notkun blóðþynningar hjá sjúklingum með gáttaflökt hefur aukist ár frá ári síðan 1991 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (44) og rann- sókn hefur sýnt að stjórnun blóðþynningar hjá sjúklingum með gáttaflökt er góð á Islandi (45). Lágt hlutfall heilablóðfallssjúklinga með gáttaflökt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur gæti end- urspeglað útbreidda notkun blóðþynningar hjá sjúklingum með gáttaflökt hér á landi. Heilablóðfallssjúklingar með sykursýki hafa verri horfur en aðrir sjúklingar með heilablóð- fall (46,47). Einungis 10% sjúklinga í þessari rannsókn höfðu sykursýki miðað við 13-19% í erlendum rannsóknum (9-13,19). Tíðni sjón- himnusjúkdóms og nýrnabilunar hjá sykursjúk- um er lægri á Islandi en erlendis og hefur það verið skýrt með góðri sykursýkimeðferð (48). Vera má að tíðni heilablóðfalla á Islandi sé lág hjá sykursjúkum af sömu ástæðum. Þó þarf að hafa í huga að nýgengi sykursýki er lægra á Is- landi en í nágrannalöndunum (48). c) Orsakir heilablóðfalla: Hlutfall heilablæð- inga er það sama hér (12%) og á öðrum Vestur- löndum (8-15%) (3,12,49). Rannsókn á orsök- um heiladreps á endurhæfinga- og taugalækn- ingadeild Borgarspítalans árið 1994 (50) sýndi sömu dreifingu orsaka og lýst er í rannsókn frá Lundi í Svíþjóð (51). Engar vísbendingar eru um að orsakadreifing heilablóðfalls sé önnur hér en í nágrannalöndunum. d) Meðferð: Á flestum þeim erlendu sjúkra- húsum sem samanburður var gerður við voru starfræktar heilablóðfallseiningar og meðferð- in sambærileg við það sent hér tíðkast. Því er ólíklegt að lágt dánarhlutfall heilablóðfalls- sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur skýrist af meðferðinni. í engri þessara rannsókna var segaleysandi meðferð beitt. Slík meðferð hefur ekki haft marktæk áhrif á dánartíðni heilablóð- fallssjúklinga (52-54). Hlutdeild heilablóðfallseiningar: Slembirað- aðar rannsóknir hafa sýnt að árangur meðferðar heilablóðfallssjúklinga er betri á heilablóð- fallseiningum en á almennum legudeildum. Horfur eru betri, dánarhlutfall lægra, fleiri út- skrifast heim og legutími er skemmri (4,5). Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hvatti til þess árið 1995 að aðildarlöndin stefndu að því að veita þessum sjúklingahópi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.