Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 42

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 42
538 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Erfitt er að meta áhrif óbeins kostnaðar, þannig að áhrif beins kostnaðar verða einungis rædd. Beinum kostnaði má skipta í skammtíma- og langtímaútgjöld. Skammtímakostnaður ræðst af útgjöldum vegna meðferðar á sjúkrahúsum. Stærstu útgjaldaliðirnir eru hjúkrunar- (81%) og almennur rekstrarkostnaður sjúkrahúsa (14%). Skammtímakostnaður ræðst því fyrst og fremst af lengd dvalar. Langtímakostnaður ræðst af þörf fyrir meðferð síðar meir, en hún ákvarðast bæði af fjölda og fötlun eftirlifandi sjúklinga. Þannig má ætla að meðferð heila- slagdeilda væri hagkvæmari en hefðbundin meðferð, ef hún dregur úr fötlun án þess að auka þörf fyrir langtímameðferð og -vistun (10,35). Af 18 rannsóknum með slembiúrtaki, voru niðurstöður 10 að lengd dvalar á heilaslagdeild væri styttri, en niðurstöður átta að dvölin væri lengri en á almennum deildum. Þegar allar rannsóknir eru lagðar saman kemur í ljós að sjúkrahúsdvöl á heilaslagdeild styttir dvöl um 8% (95% skekkjumörk 3-13%). Reiknað í dög- um verður styttingin 0,3 dagar (95% skekkju- mörk -1,8-1,1), sem er ekki marktækt. Þar sem mismunandi rannsóknir skilgreina legutíma á mismunandi hátt og vegna töluverðs breyti- leika í niðurstöðum rannsókna er einungis unnt að draga takmarkaðar ályktanir af þeim. Hins vegar virðist ljóst að meðferð á heilaslagdeild- um lengir ekki legutíma, heldur styttir hann fremur( 10,35). Eins og áður var minnst á, minnkar meðferð heilaslagdeilda bæði fötlun og fjölda sjúklinga sem þurfa vistun og áframhaldandi meðferð. Fyrstu niðurstöður einnar rannsóknar benda til þess að ávinningur meðferðar haldist í að minnsta kosti fimm ár (30). Yfirleitt er litið svo á að stofnun nýrrar deildar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Þetta á sennilega ekki við um heilaslagdeildir, þar sem heilaslög eru nú þegar meðhöndluð innan kostnaðarsamra bráðasjúkrahúsa. Aðal- ávinningur heilaslagdeilda virðist stafa af teymisvinnu og skipulagðari meðferð, en ekki fjölgun meðferðaraðila eða opnun nýrra deilda (10,35). Ein rannsókn sýndi engan mun á heila- slag- og hefðbundnum lyflækningadeildum hvað varðar tímalengd meðferðar hjá einstök- um starfsgreinum. Meðferð á almennum lyf- lækningadeildum er hins vegar oftar ósamstillt og mest áhersla lögð á að sjúklingar nái nægi- legri starfsgetu þannig að þeir útskrifist fljótt, en á heilaslagdeild beinist meðferð meira að sérþörfum sjúklinga (36). Stærð heilaslagdeilda 1 flestum rannsóknum heilaslagdeilda var fjöldi rúma 6-15 en í sumum um 30. Þegar fjöldi rúma fer yfir 15 getur meðferð reynst erfið. Fjöldi innlagna er ekki stöðugur árið um kring, heldur breytilegur með flestar innlagnir á veturna. A 15 rúma heilaslagdeild sem árlega leggur inn 200-250 sjúklinga með heilaslög, getur fiöldi sjúklinga á hverjum tíma verið frá níu til 35 (10,35). Hvernig á að meðhöndla heilaslög á íslandi? Á mynd 7 er að finna yfirlit yfir meðferð heilaslaga. Góð, fyrirbyggjandi meðferð er for- senda þess að minnka byrði heilaslaga. Sjúk- lingar með heilaslag eða skammvinna blóð- þurrð (transient ischemic attack, TIA) þurfa að fá skjóta greiningu, því það hefur áhrif á með- ferð og horfur. Á síðustu fimm árum hefur aðaláhersla færst yfir í bráðamat og meðferð heilaslaga. Sjúklingum með heilablóðþurrð, sem koma innan þriggja klukkustunda frá upp- hafi einkenna þarf að standa til boða t-PA með- ferð (9,37). Flestir sjúklingar með skammvinna blóðþurrð þurfa ekki að leggjast inn og margir sjúklingar með væga fötlun gætu fengið endur- hæfingu í göngudeild. Ætla má að 770 íslendingar fái heilaslag ár- lega (sjá umfjöllun í byrjun greinar). Grensás- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur opnaði heila- slagdeild (heilablóðfallsdeild) árið 1992. Árið 1996 tók Grensásdeildin við 72% sjúklinga með heilaslag sem lagðir voru inn á Sjúkrahús Reykjavíkur (160 sjúklingar) til meðferðar. Meðallegutími þeirra var 26 dagar (38). Ef þessar tölur eru notaðar og reiknað er með að % sjúklinga þurfi endurhæfingu, má búast við að árlega þurfi að endurhæfa um 580 sjúklinga hér á landi. Sé sérhver sjúklingur endurhæfður í 26 daga, þarf árlega um 15.000 legurýmisdaga, sem þýðir að á hverjum tíma er að meðaltali 41 sjúklingur inni á stofnunum. Ef hæfileg stærð heilaslagdeildar er 15 rúm, þá þyrfti þrjár heilaslagdeildir á Islandi. Eins og áður var minnst á hefur það ekki áhrif á árangur heilaslagdeildar hvort hún veitir meðferð eftir bráðafasa (það er eftir uppvinnslu og meðferð bráðra læknisfræðilegra vanda- mála) eða meðferð bráðafasa og eftir bráða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.