Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 53

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 547 sem flytja á í gagnagrunninn (2). 2.1. Staða lcekna vegna samninga heilbrigðisstofnana við rekstrarleyfishafa Gagnagrunnslögin segja ekki til um hvaða aðili fyrir hönd heilbrigðisstofnunar ákveður hvort samið verður við rekstrarleyfishafa. Liggur beint við að telja að sú ákvörðun sé í höndum stjórnar stofnunar. Lögin áskilja að heilbrigðisstofnun hafi sam- ráð við læknaráð og faglega stjórnendur áður en ákvörðun er tekin. Með faglegum stjórn- endum er væntanlega átt við framkvæmdastjóra (forstjóra), yfirlækni (lækningaforstjóra) og hjúkrunarforstjóra (3). Hvað felst í samráði? Sam- kvæmt íslenskri orðabók þýðir samráð sameiginleg ráðagerð (4). Því mætti ætla að stjóm heilbrigðisstofnunar megi ekki taka ákvörðun í þessu efni í andstöðu við sjónarmið læknaráðs eða faglegra stjómenda. Slík ályktun verð- ur þó ekki dregin af þessu orðalagi og væri í andstöðu við venju um túlkun á því. Skylda til samráðs tekur ákvörðunarvaldið ekki frá ákvörðunaraðila. Stjórn heil- brigðisstofnunar er því heimilt að semja við rekstrarleyfis- hafa, jafnvel þótt samráð við læknaráð og faglega stjórn- endur leiði í ljós andstöðu þeirra við gerð slíks samnings. 2.2. Samningar lœkna og annarra sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna við rekstrarleyfishafa Gagnagrunnslögin skil- greina ekki hvað átt er við með hugtakinu sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- maður. Hugtakið heilbrigðis- starfsmaður er skilgreint í lög- um um réttindi sjúklinga og merkir einstakling sem starfar í heilbrigðisþjónustu og hlotið hefur löggildingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til slíkra starfa. í ljósi samhengis og venjulegrar málnotkunar má ætla að þegar gagnagrunns- lögin vísa til sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmanns sé átt við einstakling sem hlotið hefur löggildingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og sem starfar sjálfstætt, til dæm- is á eigin starfsstofu og sem heldur sjúkraskrá um sjúk- linga. Af ákvæðum gagnagrunns- laganna má ráða að sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn ákveði einir hvort þeir semja við rekstrarleyfishafa um afhendingu upplýsinga úr sjúkraskrám. 2.3. Staða sjúklings ef vörsluaðilar sjúkraskráa ákveða að semja ekki við rekstra rleyfishafa í nefndaráliti heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis segir um þetta efni: Þá getur sjúklingur ákveðið þátttöku í gagnagrunninum þótt heilbrigðisstofnun eða sjálfstœtt starfandi heilbrigð- isstarfsmaður sem varðveitir sjúkraskrá hans semji ekki um flutning upplýsinga í gagna- grunninn (5). Varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis ítrekaði þessa túlkun í fram- söguræðu með breytingartil- lögum meirihluta nefndarinn- ar og bætti við að með þessu væri skýrt að réttur sjúklings væri meiri en læknis hvað varðaði þátttöku í grunninum. Að þessu er og vikið í upp- lýsingabæklingi landlæknis- embættis um gagnagrunninn (6). Þar er spurt hvemig fólk geti komið því til leiðar að upplýsingar um það fari í gagnagrunninn. Spumingunni er svarað svo í bæklingnum: Lögin gera ráð fyrir því að upplýsingar um alla sem ekki hafna þátttöku verði fcerðar í gagnagrunninn, með öðrum orðum að þögn sé sama og samþykki (svonefnt œtlað samþykki). Af svarinu mætti ráða að í þessu efni eigi vörsluaðili engan annan kost en að semja um vinnslu upplýsinga úr sjúkraskrám þeirra sem ekki segja sig úr gagnagrunni. Svo er þó ekki, eins og áður hefur verið vikið að. Gagnagrunnslögin gera einnig ráð fyrir því að starfs- menn vörsluaðila sjúkraskráa vinni upplýsingamar úr sjúkra- skránum. Ef vörsluaðili semur ekki við rekstrarleyfishafa verða engir starfsmenn á hans vegum í þessu verkefni. Túlk- un framsögumanns meirihluta heilbrigðis- og trygginga- nefndar og svar í bæklingi landlæknis samrýmist ekki skýru orðalagi gagnagrunns- laganna í þessu efni. Ætla verður þó að sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmenn muni taka tillit til vilja sjúk- linga, samanber það sem á eft- ir er rakið. 2.4. Hvaða sjónarmið eiga lceknar að leggja til grund- vallar ákvörðun um hvort þeir semja við rekstrarleyfishafa? Hvað á læknir að gera þegar rekstrarleyfishafi leitar eftir samningi við hann um afhend- ingu upplýsinga úr sjúkra- skrám í vörslu hans? Ákvörð- unin er hans og samkvæmt gagnagrunnslögunum þarf hann ekki að hafa samráð við neinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.