Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 55

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 549 Hér verður þó að líta til siðareglna lækna. Samkvæmt þeim má læknir ekki láta af hendi vottorð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans, forráðamanns eða nánustu vandamanna, nema lög eða dómsúrskurður bjóði annað. Þær geyma fyrirmæli um að samband læknis og sjúklings skuli byggjast á gagnkvæmu trausti og gagnkvæmum skyldum. Þá skal læknir eftir fremsta megni forðast að haf- ast nokkuð að er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga. Þær banna lækni að ljóstra upp einkamálum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitn- eskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða sam- kvæmt lagaboði. Loks bjóða þær að læknir skuli við vís- indarannsóknir jafnan hafa í huga velferð einstakra sjúk- linga og sjálfboðaliða auk þess sem ákvæðið vísar til ákvæða Helsinkiyfirlýsingar Alþjóðafélags læknar frá 1975 með síðari breytingum um ráðleggingar og leiðbein- ingar fyrir lækna varðandi læknisfræðirannsóknir, sem gerðar eru á mönnum. Enda þótt hvorki gagna- grunnslögin né önnur lög skuldbindi lækni í þessu tilliti er hann bundinn af siðareglum stéttar sinnar. Siðareglur lækna sýnast fela í sér að læknar láti sjúklinga ráða hvort þeir semja við rekstrar- leyfishafa. Hjá læknum og öðrum sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmönnum er því líklegt að þeir sem samþykkja slíka afhendingu semji við rekstrar- leyfishafa um afhendingu sjúkraskráa sjúklinga. Þessi niðurstaða er í samræmi við þann tilgang löggjafans sem leiða má af ummælum við umræðu á Alþingi að sjúk- lingur eigi að hafa síðasta orð- ið um þetta efni. 3. Hvaða upplýsingar úr sjúkraskrá fara í gagnagrunninn? Gagnagrunnslögin geyma engin fyrirmæli um það hvaða upplýsingar úr sjúkraskrá skuli fluttar í gagnagrunn. Af greinargerð frumvarpsins má ráða að hver vörsluaðili ráði þessu atriði. Sjúkraskrár geyma um- fangsmiklar og oft viðkvæmar persónupplýsingar. 1 reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál frá 1991 er fjallað um hvaða upp- lýsingar skuli koma fram í sjúkraskrá. Þar eru upp taldar upplýsingar um persónusögu, heilsufars- og sjúkrasögu, lyfjanotkun, notkun tóbaks, áfengis- og annarra vímuefna, fjölskylduhagi, félagslegar aðstæður, sjúkdómsgreiningu, lyfjameðferð, lýsingar á gangi sjúkdóms svo eitthvað sé nefnt. I áðumefndum kynningar- bæklingi landlæknisembættis er eftirfarandi svar gefið vegna spurningar um það hvaða upplýsingar fari í gagnagrunninn: Ekki hefur enn verið ákveð- ið nákvœmlega hvaða upplýs- ingar verða fœrðar í gagna- grunninn. Líklegt er að sjúk- dómsgreiningar; skurðað- gerðir, lyfjameðferð og niður- stöður rannsókna (t.d. rönt- genrannsókna, blóðrann- sókna og þvagrannsókna) verði þar á meðal. Olíklegt er að beinn texti sjúkraskráa verði notaður. Eifðaupplýs- ingar fengnar úr lífsýnum sem áður hefur verið aflað til vís- indarannsókna verða ekki fœrðar í gagnagrunninn nema með sérstöku leyfi þess er lét sýnið í té (upplýst samþykki). Æskilegt hefði verið að gagnagrunnslögin gerðu grein fyrir því hvaða upplýsingar úr sjúkraskrá mætti vinna til flutnings í gagnagrunninn. Það var ekki gert. Það verður því væntanlega gert í samn- ingum rekstrarleyfishafa við vörsluaðila sjúkraskráa. 4. Sjúkraskrár barna og látinna Gagnagrunnslögin heimila sjúklingi að banna að upplýs- ingar um hann fari í grunninn. Bannið gildir frá þeim tíma sem það er tilkynnt landlækni. Ef flutningur upplýsinga úr sjúkraskrá er hafinn þegar sjúklingur bannar slfkan flutn- ing nær bannið eingöngu til framtíðarupplýsinga. Upplýs- ingar sem þegar hafa verið fluttar í grunninn verða þar eftir. Þessi túlkun kom skýrt fram við umræður á Alþingi og þau rök tilgreind að ef heimilt yrði að eyða upplýs- ingum úr grunninum yrði liann ekki eins gott rannsókn- artæki. Engin sérákvæði eru í lög- unum um ákvörðunarrétt fyrir hönd barna og látinna. Af barnalögum leiðir að forráða- menn bama taka ákvörðun fyrir þeirra hönd og geta bannað að upplýsingar um þau fari í gagnagrunninn (7). Hvað gerist við 18 ára aldur barns þegar foreldrar hafa bannað að upplýsingar um það fari í grunninn en barnið gerir ekkert þegar það nær lögræðisaldri? Tvennt kemur til greina: Að allar upplýsing- ar um barnið flytjist í gagna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.