Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 56

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 56
550 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 grunninn, einnig þær sem for- eldrar bönnuðu að flyttust, eða að eingöngu upplýsingar eftir 18 ára aldur þess flytjist. Miðað við forsendu laganna um að upplýsingar flytjist nema það sé sérstaklega bann- að má ætla að framkvæmd verði með þeim hætti að bann foreldra falli niður gagnvart flutningi eftir að barnið verð- ur 18 ára. Hefði verið eðlilegra að líta svo á að enginn gæti tekið ákvörðun fyrir hönd bama undir 18 ára aldri? Lögin hefðu þá bannað að upplýs- ingar úr sjúkraskrám barna yngri en 18 ára aldri flyttust í gagnagrunninn. Miðað við eðli upplýsinga í sjúkraskrá og þá staðreynd að úr gagna- grunninum verður ekki eytt upplýsingum sem þangað eru komnar hefði slík niðurstaða sennilega verið í bestu sam- ræmi við vaxandi áherslu á réttindi barna. Sambærilegt álitaefni snýr að sjúkraskrám látinna. Gagna- grunnslögin gera ráð fyrir því að sjúkraskrár látinna fari for- takslaust í gagnagrunninn og að enginn geti fyrir hönd lát- ins einstaklings bannað flutn- ing upplýsinga um hann. En hvað mun gerast við andlát manns sem í lifanda lífi bann- aði að upplýsingar um hann færu í gagnagrunninn? A þessu álitaefni taka lögin ekki en miðað við forsendu lag- anna má ætla að bann sjúk- lings verði túlkað svo að það gildi eingöngu meðan hann er á lífi. Varðandi bæði álitaefnin, sjúkraskrár barna og sjúkra- skrár látinna er þó mikilvægt að hafa í huga að engar upp- lýsingar úr sjúkraskrám fara í gagnagrunninn nema með samþykki vörsluaðila. Vörslu- aðilar sjúkraskráa, heilbrigð- isstofnanir og sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmenn geta því bundið samninga við rekstrarleyfishafa því skilyrði að hvorki sjúkraskrár barna né látinna fari í gagnagrunninn. 5. Aðgangur vísinda- manna að gagnagrunninum I fyrri útgáfum gagna- grunnsfrumvarpsins var gert ráð fyrir að skipuð yrði nefnd um aðgang vísindamanna að gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. Vegna gagnrýni á ákvæðið felldi Alþingi það brott (8). Þess í stað var hlut- verk nefndar um starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði rýmkað og henni falið að gæta hagsmuna heilbrigðis- yfirvalda, heilbrigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmanna og vísinda- manna við samningsgerð rekstrarleyfishafa við heil- brigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn, eins og áður hefur ver- ið vikið að. Gagnagrunnslögin fjalla ekki nánar um hvernig nefndin skuli gæta hagsmuna vís- indamanna. Þau tilgreina þó að í samningum skuli semja um endurgjald rekstrarleyfishafa í formi aðgangs heilbrigðis- stofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna þeirra að upplýs- ingum úr gagnagrunninum vegna vísindarannsókna. I umræðum á Alþingi um þessa breytingu var því haldið fram að í þessu fælist mis- munun gagnvart vísinda- mönnum eftir því hvort þeir væru í tengslum við samn- ingsaðila rekstrarleyfishafa eða ekki. Því var mótmælt af hálfu framsögumanns heil- brigðis- og trygginganefndar, en fram kom þó í máli hans að vísindamenn sem tengjast vörsluaðila sjúkraskráa sem semja við rekstrarleyfishafa muni fá aðgang að gagna- grunninum án sérstaks gjalds. Akvæði gagnagrunnslag- anna verða því ekki skýrð á annan veg en þann að aðgang- ur vísindamanna að upplýs- ingum úr gagnagrunni verði mismunandi. Vísindamenn sem tengjast aðilum sem semja við rekstrarleyfishafa munu eiga aðgang að upplýs- ingum úr gagnagrunninum, að því er virðist án nokkurs end- urgjalds. Vísindamenn sem ekki tengjast aðilum sem semja við rekstrarleyfishafa munu hins vegar þurfa að greiða markaðsverð fyrir að- gang að þessum upplýsingum. Rétt er að benda á að áformað er að vinna upplýs- ingar til flutnings þannig að þær uppfylli þarfir vörsluaðila sjúkraskráa fyrir samræmt upplýsingakerfi, þarfir sér- greina og þarfir heilbrigðis- yfirvalda og að þær nýtist við vísindarannsóknir. Því má ætla að heilsufarsupplýsingar í sjúkraskrám vörsluaðila sem semja við rekstrarleyfishafa verði mun aðgengilegri en nú er. Almennur aðgangur vís- indamanna að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna er óbreyttur og háður samþykki tölvunefndar samkvæmt ákvæðum laga um réttindi sjúklinga. Allir vísindamenn, hvar sem þeir starfa, munu því njóta þess ef vörsluaðili sem- ur við rekstrarleyfishafa um afhendingu á upplýsingum úr sjúkraskrám sínum. Þessi að- gangur er endurgjaldslaus. Fyrir vísindamenn verður því aðgangur að upplýsingum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.