Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 64

Læknablaðið - 15.06.1999, Page 64
556 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Læknaskorturinn - þriðja grein Nauðsynlegt er að gera störf heilbrigðisstétta eftirsóknarverð, auka samvinnu og huga að breyttri verkaskiptingu í þriðju greininni um læknaskort er sjónum beint að vinnustöðum lækna, hvort þar þurfi að breyta einhverju til þess að vinna gegn því að læknar og reyndar einnig aðrar heilbrigðisstéttir sjái sér hag í því að hverfa til starfa í öðrum löndum eða jafnvei öðrum starfsgreinum. Þar leika launin vissulega nokkurt hlutverk en ekki síður aðrir þættir eins og starfsandi, innihald starfsins, verkaskipting og ábyrgð. Með öðrum orðum: er vellíðan starfsfólks ekki frumskilyrði þess að það vilji starfa á heilbrigðisstofnunum við að auka vellíðan sjúklinga? í fyrstu greininni um læknaskort kom fram að hér á landi birtist hann einkum með tvennum hætti. Annars vegar er töluverður skortur á heimil- islæknum, ekki síst í heilsu- gæslunni á landsbyggðinni. Hins vegar er farið að gæta skorts á unglæknum til starfa á sjúkrahúsunum og sá skortur á eftir að verða erfiðari viður- eignar þegar vinnutímatilskip- un Evrópusambandsins tekur gildi á starfsvettvangi ís- lenskra lækna. í heimilislækningum er ástandið alvarlegast og í þeirri stétt tala menn fullum fetum um hrun fagsins. Gunnar Helgi Guðmundsson læknir í Foss- vogi fjallar um kreppuna sem heimilislækningar eiga við að etja í Fréttabréfi FIH sem út kom í janúar (1). Hann tínir til ýmsar ástæður fyrir því að fagið sé í kreppu og beinir spjótunum ekki síst að stjórn- völdum. Það sé aðgerðarleysi þeirra um að kenna að heimil- islækningar séu ekki lengur hornsteinn heilbrigðisþjónust- unnar „eins og vera ber“. Og hann heldur áfram: „Megináhersla hefur verið lögð á sjúkrahúsaþjónustu og nú síðustu 14 árin eða svo hef- ur sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa vaxið gífurlega eft- ir afnám tilvísanakerfis. Þetta er eins og kunnugt er stjómlaust kerfi þar sem að- gangur sérgreinalækna að samningi við TR er ótakmark- aður og sjúklingar hafa frjálst val hvert þeir leita. Þetta er auðvitað mest áberandi hér á suðvesturhominu í þéttbýlinu.“ Við þetta má bæta því sem Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði við undirritaðan að ólíkt því sem var fyrir nokkrum árum hefur umsækj- endum um stöður heilsugæslu- lækna á höfuðborgarsvæðinu fækkað verulega og eru nú oftast sárafáir. Það skýrist kannski af þeim orðum Gunn- ars Helga að nú hafi aðrir sér- fræðilæknar tekið að sér yfir helming allra sjúklinga sem með réttu ættu að koma fyrst til heimilislækna. „Þetta er öfugt við alla þá þróun sem hefur verið í nágrannalöndun- um. Þarna eru sérmenntaðir læknar á ýmsum sviðum að vinna með óskilgreind vanda- mál, sem þeir hafa enga þjálf- un til að gera. Þetta leiðir síð- an til mun dýrari læknisþjón- ustu eins og margsannað er.“ Danir vilja efla heimilislækningarnar Það er athyglisvert að skoða þessi orð Gunnars Helga í ljósi nýútkominnar stefnuyfir- lýsingar danskra stjórnvalda um málefni sjúkrahúsa í Dan- mörku (2). Þótt þar sé fyrst og fremst rætt um starfsemi sjúkrahúsa eins og stjórnvöld vilja haga honum á árunum 2000-2002 er tekið fram í upphafi að gera þurfi gang- skör að því að bæta stöðu heimilislækna. í Danmörku hagar þannig til að 45% heim- ilislækna starfa einir á stofu og einungis 30% þeirra starfa þar sem þrír eða fleiri læknar eru saman. En það sem segir um heim- ilislækna í skýrslu heilbrigðis- ráðuneytisins er að auka þurfi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.