Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 65

Læknablaðið - 15.06.1999, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 557 samstarf þeirra og sameina þá í stærri einingum til þess að auka gæði þjónustunnar, ekki síst gæði tilvísana á sjúkra- húsvist. Það þurfi að koma í veg fyrir ónauðsynlegar inn- lagnir á sjúkrahús og það verði best gert með því að efla heilsugæsluna og auka fagleg gæði hennar. Til þess þurfi að veita heimilislæknunum að- gang að ýmiss konar stoð- þjónustu og tækjabúnaði sem einyrkjar hafi ekki tök á að koma sér upp. Þarna er reyndar komið inn á svið sem mikið hefur verið tekist á um hér á landi, ekki síst innan læknastéttarinnar, það er hvort rétt sé að hafa til- vísanakerfi eða ekki. Um það verður ekki fjallað frekar í þessari grein þótt vissulega geti það haft áhrif á kjör og starfsaðstæður lækna, ekki síst heimilislækna sem mikið mæðir á um þessar mundir. Fólki þarf að Iíða vel í vinnunni En svo aftur sé horft til Danmerkur þá hafa stjómvöld og starfsmenn í heilbrigðis- kerfinu beint sjónum sínum til framtíðar að undanförnu. Það á ekki hvað síst við um fram- tíð sjúkrahúsanna enda hefur danska heilbrigðiskerfið legið undir ámæli að undanförnu fyrir að vera dýrt en ekkert sérstaklega skilvirkt eða gott. Auk áðurnefndrar sjúkrahús- skýrslu hefur ráðuneytið látið vinna tvær aðrar skýrslur sem hafa að geyma spár um þróun sjúkrahúsanna næstu 11 árin eða fram til ársins 2010. I Danmörku er skortur á læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum farinn að gera vart við sig og því er í skýrslunum varið Gunnar Helgi Guðmundsson hefur áhyggjur af því að lieimil- islœkningar sem fag séu að hruni komnar. drjúgu plássi í vangaveltur um möguleika á að fjölga þeim sem vilja starfa á sjúkrahús- unum. í öllum skýrslunum eru höfundar þeirrar skoðunar að vænlegasta leiðin til þess sé að gera sjúkrahúsin að aðlað- andi vinnustöðum þar sem starfsfólki líði vel. Til þess að svo megi verða þurfi bæði stofnanimar og starfsfólkið að sýna sveigjanleika. Skýrsluhöfundar sjá fyrir sér að vinna verði unnin í teymum eða litlum vinnuhóp- um þar sem enginn vafi leiki á því hver beri ábyrgðina en all- ir leggi sitt af mörkum og verkaskipting geti þess vegna verið dálítið fljótandi. Þessir litlu hópar geti unnið gegn þeirri tilfinningu sem oft grípur fólk á stórum sjúkra- húsum að það sé bara lítið tannhjól í stórri og ómann- eskjulegri vél. Aðalatriðið sé þó að starfsfólk - og þá er átt við allar stéttir - geti haft áhrif á skipulag vinnunnar og að dregið sé úr eftirliti að ofan með því hvernig það sinnir störfum sínum. Það sé besta leiðin til þess að draga úr streitu og auka starfsánægju. Undir þessi sjónarmið hefur formaður dönsku læknasam- takanna, Torben Pedersen, tekið og öll viðbrögð forystu- manna danskra lækna við skýrslugerð stjórnvalda hafa verið jákvæð. Tæknin eykur afköstin I sjúkrahússkýrslu ráðu- neytisins segir að þótt mark- miðið sé að auka afköst og skilvirkni í rekstrinum og þar með að ná fram aukinni hag- kvæmni sé ekki ætlunin að skera niður framlög til sjúkra- húsanna. Þvert á móti sjá menn fyrir aukningu á fram- lögum en þær fjárhæðir sem sparast ntuni renna til þess að auka þjónustuna við sjúklinga sem aftur leiði til betra starfs- umhverfis fyrir starfsfólkið. Ráðuneytið spáir því að eft- irspurn eftir þjónustu sjúkra- húsanna muni aukast jafnt og þétt á næstu árum, auk þess sem kröfur sjúklinga unt góða þjónustu muni verða meiri. Það stafi af aukinni menntun almennings. Þetta mun að sjálfsögðu valda erfiðleikum við að manna stöður vegna þess að framboð á menntuðu heilbrigðisstarfsfólki verður fyrirsjáanlega minna á næstu árum en verið hefur til þessa. A móti því vega tæknifram- farir sem fæða sífellt af sér ný tæki sem gera störfin auðveld- ari og auka afköstin. Ráðuneytið sér einnig fyrir sér að göngudeildir muni taka við æ fleiri sjúklingum sem fram til þessa hafa þurft að leggjast inn. Árið 1995 fór réttur helmingur allra skurð- aðgerða á sjúkrahúsum fram á göngudeildum og því er spáð að þetta hlutfall verði komið í 65% árið 2002.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.