Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 72
564
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
lækna sjófarenda og erum allt-
af boðnir og búnir að aðstoða
þá ef veikindi og slys verða
um borð. Á hverju ári fáum
við um 70 símtöl utan af sjó.
Oft þarf að veita ráðgjöf
vegna meðferðar á minnihátt-
ar meiðslum eða lyfjameð-
ferðar í veikindum. En svo
geta þessi símtöl leitt til þess
að við þurfum að sækja sjúk-
linga út á sjó. Sjómenn leita
líka til heilsugæslustöðva á
landsbyggðinni eða Slysa-
deildar SHR en við fáum tals-
vert stóran hluta af símtölun-
um.“
- Þið eruð hins vegar ekki í
almennu sjúkraflugi.
„Nei, við sinnum því ekki
og vísum á aðra ef við fáum
beiðni um slíkt. Það er þá að-
eins ef sjúklingur er á mjög
óaðgengilegum stað og erfitt
að koma honum landleiðina til
byggða. Þjónusta þyrluvaktar-
innar miðast fyrst og fremst
við það að vera til staðar við
alvarlegri slys og veikindi þar
sem þörf er á skjótum við-
brögðum í meðferð og flutn-
ingi. Ef þörf er á flókinni
læknisfræðilegri meðferð
meðan á flutningi stendur nýt-
ist þekking okkar og útbúnað-
ur einnig vel.“
- Hversu stór er vinnuradí-
us þyrlunnar?
„Stærri þyrlan getur flogið
275 sjómílur á haf út og verið
40 mínútur á staðnum áður en
snúa þarf til lands. Við getum
því sinnt öllu landinu og mið-
unum. Hversu tljótir við erum
á staðinn fer þó mikið eftir
veðri á landinu og oft þurfum
við að fara meðfram strönd-
inni vegna ísingarhættu. Stóra
þyrlan, TF-LÍF, er þó búin af-
ísingarbúnaði og getur farið
yfir hálendið ef ísingarhættan
er ekki þeim mun meiri. En
þyrlur eru í eðli sínu hæg-
fleygar og eftir því sem lengra
dregur frá Reykjavík þeim
mun lengur erum við að kom-
ast á staðinn. Þegar um er að
ræða sjúkraflutninga frá Aust-
fjörðum og Norðurlandi þá
eru venjulegar flugvélar oft
mun hentugri og fljótlegri
kostur. Þegar við þurfum að
fara í útkall út á sjó getum við
þurft að millilenda til þess að
taka eldsneyti."
Gott samstarf við
almenning og
heilbrigðiskerfið
- Hvernig er viðhorf al-
mennings til ykkar?
„Það er mjög jákvætt og
allir boðnir og búnir að veita
okkur aðstoð ef við þurfum á
henni að halda. Almenningur
veit af okkur og oft fáum við
útköll beint í stjórnstöð Gæsl-
Töflur, C 09 C A
Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur Candesartanum
INN, cilexetil 4 mg, 8 mg eða 16 mg.
Ábendingar: Hár blóðþrýstingur.
Skammtar og lyfjagjöf: Skömmtun: Venjulegur viðhaldsskammtur Atacand® er
8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun næst
innan 4 vikna frá upphafi meðferðar. Lyfið má taka með eða án matar og án
tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e.
kreatínín klerans <30 ml/mín. skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki
ætlað börnum. Frábendingar. Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnum lyfsins.
Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Skyld lyf geta aukið
þvagefni í blóði og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvíhliða
nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt nýra er
til staðar. Þetta getur einnig átt við um angíótensín II viötaka antagónista. Hjá
sjúklingum með alvarlega skert blóðrúmmál geta einkenni lágþrýstings komið
fram. Samhliða gjöf á Atacand® og kalíumsparandi þvagræsilyfi getur valdið
hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir Engar þekktar. Aukaverkanir:
Lágþrýstngur vegna áhrifa lyfsins. Lyfhrif: Eiginleikar: Atacand® er forlyf ætlað
til inntöku. Það umbreytist hratt í virkt efni, candesartan, vegna esterhýdrólýsu
við frásog úr meltingarvegi. Candesartan er angíótensín II viðtaka blokki,
sérhæfður fyrir AT-1 viðtaka, með sterka bindingu við og hæga losun frá
viðtakanum. Það hefur enga eigin virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun er
vegna lækkunar á útlægu æðaviðnámi, en hjartsláttartíðni, slagrúmmál og
hjartaútfall breytist hins vegar ekki. Það er ekkert sem bendir til alvarlegs eða
óeðlilega mikils lágþrýstings eftir fyrsta skammt eða versnunar þegar meðferð
er hætt. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst og næst hámarks
blóðþrýstingslækkandi verkun, innan fjögurra vikna og helst við langtíma
meðferð. Blóðþrýstingslækkun af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess
vegna er nægjanlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Lyfið hefur svipaða virkni,
óháð aldri og kyni sjúklingsins. Candesartan eykur blóðflæði um nýru og
viðheldur eða eykur gaukulsíunarhraða á meðan viðnám nýrnaæða og
síunarhlutfall minnkar. Atacand® hefur engar óæskilegar verkanir á blóðsykur
eða blóðfitu. Lyfjahvörf: Frásog og dreifing: Eftir inntöku umbreytist
candesartan cílexetíl í virka efnið candesartan. Meðal aðgengi (nýting)
candesartans er u.þ.b. 40% eftir inntöku á candesartan cílexetíli í lausn.
Meðalhámarksþéttni i sermi (Cmax)) næst eftir 3-4 klst. eftir inntöku töflu. Þéttni
candesartans eykst línulega með auknum skammti á lækningalegu
skammtabili. Ekki hefur greinst neinn munur á lyfjahvörfum candesartan eftir
kyni. Flatarmálið undir sermiþéttni-á móti-tíma-kúrfu (AUC) fyrir candesartan
breytist ekki vegna fæðu. Candesartan er í miklum mæli bundið plasma-
próteinum (>99%). Dreifingar-rúmmál candesartans er 0,1 l/kg. Umbrot og
útskilnaður: Candesartan skilst aðallega út í óbreyttu formi í þvagi og galli og
einungis að litlum hluta vegna umbrota í lifur. Lokahelmingunartími
candesartans er u.þ.b. 9 klst. Engin uppsöfnun á sér stað viö endurtekna
skammta. Heildar plasmaklerans candesartans er u.þ.b. 0,37 ml/mín./kg, með
nýrnaklerans u.þ.b. 0,19 ml/mín./kg. Eftir inntöku á 14c-merktu candesartan
cílexetíli safnast um 30% af heildargeislavirkni fyrir í þvagi og um 70% í saur.
Lyfjahvörf hjá ákveðnum sjúklingahópum: Hjá öldruðum (eldri en 65 ára) aukast
bæði Cmax og AUC fyrir candesartan miðað við unga einstaklinga. Engu að
síður er blóðþrýstingssvörun og tíðni aukaverkana svipuð eftir gefinn skammt
af Atacand® hjá ungum og öldruðum, svo ekki er nauösynlegt að leiðrétta
skammta hjá öldruðum. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi í
samanburði við þá sem hafa eðlilega nýrnastarfsemi, sést hækkun á Cmax,
AUC og útskilnaðarhelmingunar-tíma candesartans. Þrátt fyrir það er ekki
nauðsynlegt að leiðrétta skammta hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta
nýrna-starfsemi. Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e.
kreatínín klerans <30 ml/min71,73 m* BSA) er klínisk reynsla takmörkuð og
íhuga skal hvort gefa skuli lægri upphafsskammt 4 mg. Hjá sjúklingum með
væga eða miðlungs skerta lifrarstarfsemi hafa engar breytingar á lyfjahvörfum
sést.
Pakkningar og verð: mars 1998. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: R, B.
Pakkningar: Töflur 4 mg: 28 stk. (þp.) -2.853 kr.; 98 stk. (þp.) -7.966 kr.; 1 tafla x 98
stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -7.966 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. (þp.) -3.172 kr.; 98 stk. (þp.) -
8.987 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -8.987 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. (þp.) -
3.810 kr.; 98 stk. (þp.) -10.980 kr.; 1 tafla x 98 stk. (þp, sjúkrah.pkn.) -10.980 kr.
Markaðsleyfishafi: Hássle Lákemedel, Svíþjóð.
Umboð á íslandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Htimildir.
1: Nishikawa K et al Candesartan cilexetil; a review ol its preclinical pharmacology Journal ol Human Hypertension
1997; 11 Suppl 2: S9-S17.
2: Sever P. Candesanan cilexetil: a new, long-acting, etlective angiotensin II type 1 receptor blocker
3: Hiibner H et al. Pharmacokinetics ol candesanan alter single and repeated doses of candesartan cilexetil in young
and elderly healthy volunteers. Journal ol Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S19-S25.
4 Elmfeldt 0 et al. Candesartan cilexetil, a new generation angiotensm II antagomst. provides dose depentent
antihypertensive eflect Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2 S49-SS3
5: Andersson OK and Neldam S Acomparison oftheantihypertensiveeffectsofcandesartancilexetitandlosartanin
patients with mild to moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S63-S64.
6 Sever P and Holugreve. long-term efficacy and tolerability of candesartan cilexetil in patients with mild to
moderate hypertension. Journal of Human Hypertension 1997,11 Suppl 2: S69-S73.
7: Belcher G et al. Candesartan cilexetil: safety and tolerability in healthy volunteers and patients with hypertension.
Journal of Human Hypertension 1997, 11 Suppl: S8S-S89.
8: Heuer HJ et al. Twenty-four hour blood pressure profile of different doses of candesartan cilexetil in patients with
mild to moderate hypertension. Journal of human Hypertension 1997; 11 Suppl 2: S55-SS6.