Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 79

Læknablaðið - 15.06.1999, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 569 gæðastaðli sem nefnist ISO 9002 og hann er umgjörð utan um vinnu okkar. Slíkt starf er margþætt og felst meðal ann- ars í því að eiga skráðar góðar verklagsreglur um allt sem gert er í húsinu. Við höfum einnig gert áætlanir um þjálf- un starfsfólks, bæði þess sem er að byrja og þeirra sem fyrir eru. A síðustu árum höfum við tekið upp aukið gæðaeftirlit og fengið til þess nýjan tækja- búnað sem gerir okkur kleift að halda uppi innra eftirliti. Þetta hefur haft þau áhrif að öll starfsemi Blóðbankans hefur tekið miklum breyting- um undanfarin fimm ár. En í þeim stöðlum sem gilda um gæðastarf eru mörg ófrá- víkjanleg skilyrði. Við teljum okkur vera búin að uppfylla skilyrði Evrópuráðsins um gæði blóðhluta. Svo eru reglur sem nefnast Good Manu- facturing Practice, skamm- stafað GMP, sem gilda um lyfjaframleiðslu og á sama hátt up blóðhlutaframleiðslu. Þær gera miklar kröfur til húsnæðis og við munum þurfa að hafa okkur öll við til að uppfylla þau. Við stefnum að því að fá alþjóðlega gæðavottun í haust en það er ljóst að það verður erfitt að mæta kröfum sem gerðar eru til húsnæðisins.“ Viljum vera í fremstu röð - Hvað felst í slíkri gæða- vottun? „Aður en við fáum hana koma hingað fulltrúar alþjóð- legra gæðastofnana, skoða starfsemi og leggja mat á allt okkar starf. Ef við stöndumst þessa stífu skoðun fáum við vottun en við þurfum að halda færni okkar við og verðum endurskoðuð á hálfs til eins árs fresti. Við leggjum áherslu á að þetta er viðleitni af okkar hálfu til að auka tiltrú við- skiptavina okkar. Við viljum að þeir viti að við séum að gera það sem rétt er og ekki síður að sjúklingar og að- standendur þeirra viti að hér sé allt gert eftir ströngustu skilmerkjum. Við viljum að heilbrigðisstarfsfólk viti að vörur eða þjónusta sem það fær frá okkur sé í hæsta gæða- flokki og einnig að starfsfólk okkar viti að það vinnur í ör- uggu umhverfi því hér sé starfað eftir gæðakerfi sem dregur úr líkum á mistökum og leiðréttir þau sem kunna að verða. Þetta er líka skírskotun til heilbrigðisyfirvalda, okkar innlegg í umræðu um allt það sem þarf að gera til þess að tryggja örugga blóðbanka- þjónustu á heimsvísu. Við höf- um sett okkur það markmið að vera í fremstu röð í heiminum og munum ekki slaka á þeirri kröfu. En til þess þurfum við stuðning yfirvalda." - Eruð þið í fremstu röð? „Eg svara þessu eins og stjórnmálamaður: enginn er dómari í eigin sök. En það hafa orðið miklar framfarir í blóðbankaþjónustu um allan heim og ég tel að bæði blóð- gjafar og blóðþegar geti verið öruggir um að hér sé allt gert til þess að framleiða góða og örugga vöru. Ef við fáum þessa vottun í haust tel ég að við eigum eftir svona tveggja til fjögurra ára vinnu við upp- byggingu blóðbankaþjónust- unnar til þess að hún verði í fremstu röð. Það þarf að setja henni lög og reglur til þess að styrkja umhverfi hennar, efla þær nýjungar sem við höfum verið að innleiða og hlúa að starfsfólki, tækjabúnaði og húsnæði.“ Stöndum með pálmann í höndunum - Það hafa orðið töluverðar sviptingar í íslensku rann- sóknarumhverfi, ný fyrirtæki komið til skjalanna og margt fólk flutt heim frá útlöndum. Jafnframt hefur samkeppnin um starfsfólk harðnað. Er Blóðbankinn fær um að mæta þessari samkeppni? „Já, síðustu misseri hafa vissulega verið umbrotatímar. Hér starfa 40 manns í ríkisfyr- irtæki sem ekki getur keppt við einkafyrirtækin í launum. Á móti kemur það sem ég held að hljóti að verða sterkasta tromp ríkisrekinna heilbrigð- isfyrirtækja í framtíðinni að við getum boðið fólki upp á spennandi og ögrandi starfs- svið og verkefni. Ég tel að okkur hafi tekist að halda sjó í þessu umhverfi. Það hefur vissulega orðið hreyfing á fólki, ekki síst líf- fræðingum og meinatæknum sem hafa farið til starfa hjá ís- lenskri erfðagreiningu og öðr- um fyrirtækjum. En við höf- um náð að halda okkar besta fólki og gengið vel að fá gott fólk í stað þeirra sem hafa far- ið og skapa úr þeim lykilfólk. Ég held því að við stöndum betur að vígi núna en nokkru sinni áður. Við erum með vel þjálfaðan og góðan hóp og umhverfið hefur styrkst við þetta umrót. Sjálfur er ég alinn upp í há- skólaumhverfi Svíþjóðar þar sem samkeppnin var hörð en samstarfið oft gott og ég held að þannig umhverfi geti verið mjög gefandi ef menn reyna að starfa sem jafningjar þar sem hver og einn leggur til sína reynslu. Það sem við get- um lagt til málanna er bæði hefðbundin starfsemi blóð- banka, svo sem rannsóknir á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.