Læknablaðið - 15.06.1999, Side 96
584
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Nýtt félag
Nýlega ákváðu læknar með sérfræðiréttindi í
blóðfræði (haematology) að stofna með sér sér-
greinafélag. Einnig eru í félaginu nokkrir aðrir
læknar sem hafa mikinn áhuga á fræðigreininni
blóðfræði. Félagið hefur ekki hlotið endanlegt
nafn en vinnuheiti þess er Blóðfræðifélag Is-
lands. Stjórn félagsins skipa: Vilhelmína Har-
aldsdóttir formaður, Jóhanna Björnsdóttir
gjaldkeri og Páll Torfi Önundarson ritari.
Félag kvenna í
læknastétt
I undirbúningi er að boða konur í læknastétt
til fundar, til að kanna áhuga þeirra á stofnun
félags kvenna í læknastétt.
Kvenlæknafélög eru starfrækt í flestum
löndum Evrópu, Bandaríkjunum og vrðar.
Fyrirhugað er að halda stofnfund í vor eða
fyrrihluta sumars.
I undirbúningsnefnd eru: Anna Geirsdóttir
heimilislæknir, Heilsugæslustöðinni Grafar-
vogi, Guðrún Gunnarsdóttir heimilislæknir,
Heilsugæslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði,
Ingibjörg Hinriksdóttir háls-, nef- og eyrna-
læknir, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ólöf Sig-
urðardóttir rannsóknarlæknir, Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Eitt Læknablað
í júlí og ágúst
Útgáfa Læknablaðsins í júlí og
ágúst, 7. og 8. tbl., verður samein-
uð og kemur út 1. júlí, en síðan
mun ekki koma blað fyrr en 1.
september.
Skilafrestur í júlíhefti er 20. júní og
í septemberhefti 20. ágúst.
Sumarleyfislokun
skrifstofu
læknafélaganna
Skrifstofa læknafélaganna verður
lokuð vegna sumarleyfa allflestra
starfsmanna frá og með mánu-
deginum 19. júlí til og með föstu-
deginum 6. ágúst.
Sumarleyfislokun
Læknablaðsins
Skrifstofa Læknablaðsins verður
lokuð vegna sumarleyfa frá 9. júlí
til 6. ágúst að báðum dögum með-
töldum.
Aðalfundur
Öldungadeildar
LI
Aðalfundur Öldungadeildar LÍ var haldinn
laugardaginn 8. maí 1999. Öldungadeild var
stofnuð 7. maí 1994 og varð því fimm ára dag-
inn fyrir aðalfund.
I stjórn starfsárið 1998-1999 voru: Sigmund-
ur Magnússon formaður, Hörður Þorleifsson
ritari, Geir Þorsteinsson gjaldkeri og með-
stjórnendur Jón Þorsteinsson og Eiríkur
Bjarnason. Öldungaráð skipuðu Árni Björns-
son, Bergþóra Sigurðardóttir, Bjarni Rafnar,
Gunnar Biering, Hannes Finnbogason og
Tryggvi Þorsteinsson. Stjórn félagsins næsta
kjörtímabil er eins og segir hér að ofan nema að
Haukur Þórðarson kemur inn í Öldungaráð í
stað Bjarna Rafnar.
Ársskýrsla Öldungadeildar verður birt í heild
í næsta blaði en mikið og blómlegt starf hefur
verið á vegum deildarinnar.