Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 21

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 689 lyfja voru 110, þar af voru benzódíazepínsam- bönd 93 eða 85%. í bandarískri rannsókn var þetta hlutfall 80% (4). Helmingur benzódía- zepínsambandanna hér var langverkandi en í bandarísku rannsókninni var aðeins fjórðungur langverkandi. Mikil notkun lyfja með helming- unartíma um eða yfir 20 klukkustundir er tals- vert áhyggjuefni að teknu tilliti til hættu á aukaverkunum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á byltum, þreytu og sljó- leika (24-26) Flest langverkandi benzódía- zepínsambönd í þessari rannsókn voru notuð sem svefnlyf og í mörgum tilvikum hafa ein- staklingar verið á þessum lyfjum meira en ár. Þegar fólk hefur verið á svefnlyfjum í langan tíma þá verður líkamleg breyting þannig að lyf- ið er hætt að virka sem svefnlyf, en ef viðkom- andi er tekinn af því verður hann fyrir frá- hvarfseinkennum (tachyphylaxis). Upp úr 1970 var díazepamneysla óvenju mikil hér á landi og þeir einstaklingar sem nú eru á elli- og hjúkrunarheimilum hafa hugsanlega verið meðal þeirra notenda. I mörgum tilvikum er það því þannig að einstaklingar krefjast þess að fá sín svefnlyf eins og mörg undanfarin ár. Það krefst því sérstakrar umhyggju og alúðar að styrkja fólk til að hætta slíkri notkun. Eftir þvi sem aldurinn færist yfir minnkar svefnþörf. Á stofnunum er sú tilhneiging fyrir hendi að aldraðir fari upp í rúm mjög snemma, kannski klukkan níu að kvöldi. Viðkomandi einstaklingar vakna síðan upp á milli þrjú og fjögur að nóttu, eftir þann sex til sjö tíma svefn sem þeir þurfa. Þessir einstaklingar eru líklegir til að vera sagðir með svefntruflanir, þótt sú sé ekki raunin. Svefntruflanir eru greinilega mikið vanda- mál í þessum aldurshópi og ef hægt væri að leysa einhvern hluta þeirra með öðrum úrræð- um en svefnlyfjum væri það vel. Sem dæmi um aðrar úrlausnir má nefna; sleppa allri kaffi- neyslu að kvöldi, hafa reglulegt svefnmunstur, sofa ekki að deginum til og auka hreyfingu. Hvetja má það fólk, sem vaknar upp að nóttu til, að fara seinna að sofa. Margar úrlausnir eru fyrir hendi aðrar en svefnlyf og mætti reyna einhverjar þeirra áður en gripið er til meðferðar með lyfjunt (3,27). Þessi ráð geta einnig hjálp- að þeim sem fyrir eru á lyfjum. Jafnframt mætti smáminnka skammta til að draga úr fráhvarfs- einkennum. Þegar litið er á samanburð á þeim deildum sem skoðaðar voru í þessari könnun kemur í ljós að einstaklingar á heilabilunareiningum eru sjaldnar án geðlyfja og oftar á fleiri en ein- um flokki þeirra. Val á lyfjum er mjög mismunandi eftir ein- ingum bæði í þjónusturými og á heilabilunar- einingum. Varðandi lyfjavalið koma þó eining- ar í heilabilun betur út heldur en einingar í þjónusturými. Af 46 fyrirmælum um notkun langverkandi benzódíazepínsambanda eru 32 á tveimur einingum í þjónusturými. Aðeins 14 eru á þessum lyfjum á þremur heilabilunarein- ingum. Allir þeir fimm einstaklingar sem voru á stórum skömmtum af þessunt langverkandi lyfjum voru í þjónusturými. Einnig er mjög áberandi munur á þjónusturými og heilabilun- areiningum varðandi val á geðdeyfðarlyfjum. I þjónusturými eru 30 fyrirmæli um notkun þeirra og eru aðeins 10 þeirra af hinum nýrri gerðum. Á heilabilunareiningum eru 16 fyrir- mæli um notkun geðdeyfðarlyfja og þar af 12 þeirra ný sem er mjög gott. Breytingar á meðferð með geðlyfjum voru svipaðar fyrir heilabilunareiningar og þjón- usturýmiseiningar, eða 51% og 58% sem hafði verið með breytingar innan sex mánaða. Talsverður munur reyndist vera á vali lyfja og meðferðartíma án breytinga á milli ein- stakra deilda. Á heildina litið koma heilabilun- areiningar betur út hvað varðar róandi lyf, svefnlyf og geðdeyfðarlyf. Varðandi sterku geðlyfin þá var notkun þeirra í góðu lagi sam- kvæmt skilmerkjum Beers. Lokaorð Samkvæmt þessari rannsókn þarf að fara nánar ofan í notkun aldraðra á róandi lyfjum og svefnlyfjum með tilliti til aukaverkana af þeirra völdum og væri fróðlegt að fara ofan í saumana á tíðni byltna og sambandi þeirra við langverk- andi benzódíazepínsambönd. Einingar í þjón- usturými virðast einnig þurfa að huga betur að vali geðdeyfðarlyfja þar sem þar voru notuð geðdeyfðarlyf sem hafa allverulegar aukaverk- anir. Betur þarf að kynna læknum og hjúkrunar- fræðingum á stofnunum fyrir aldraða hvaða lyf eru æskileg og óæskileg að teknu tilliti til auka- verkana þeirra. Að vissu leyti þyrfti ef til vill einnig hugarfarsbreytingu þannig að önnur úr- ræði en meðhöndlun með lyfjum séu reynd til þrautar áður en lyfjameðferð er hafin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.