Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 35

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 701 fælni, sérlega félagsfælni, því að sjúklingurinn lendi frekar í átökum eftir meðferð (9). Hins vegar vegnar þeim sem hafa almenna kvíða- röskun og/eða fælni heldur betur með tilliti til þess hvort þeir hefja drykkju að nýju, að teknu tilliti til aldurs við upphaf áfengissýki. Gagn- stætt þessu voru þeir sem höfðu kvíðaköst og/ eða víðáttufælni meðal fyrstu komu sjúklinga nærri sexfalt líklegri til að leggjast inn aftur en hinir sem ekki höfðu þessa sjúkdóma (6). Ahrif þessara greininga voru óháð því hvar sjúkling- ur leitaði eftir meðferð (10). En hvaða árangurs hefði mátt vænta frá einstökum stofnunum? I yfirlitsgrein frá 1984 (11) var sýnt að um 30% sjúklinga í 11 rann- sóknum héldu bindindi í eitt til tvö ár eftir með- ferðina. Hvort þetta úrtak lýsti í raun áfengis- sjúklingum sem leituðu meðferðar almennt er erfitt að segja og ekki er ljóst hvort þetta voru einstaklingar sem komu til meðferðar eða ein- staklingar sem luku henni. Til viðbótar mátti telja 25% sem betri. I rannsókn frá Þýskalandi, þar sem skoðaðir voru 1410 sjúklingar sem leituðu meðferðar í öllu Vestur-Þýskalandi og fylgt var eftir í fjögur ár, héldu 46% bindindi allt tímabilið. Þess bera að geta að aðeins 3% af sjúklingunum sem hófu drykkju aftur gátu haft stjórn á henni, þannig að krafan um algjört bindindi virðist vera skynsamleg. Góður árang- ur í þessari rannsókn, skýrist að nokkru leyti af því að sjúklingar með fjölfíkn voru útilokaðir úr rannsókninni. Einnig má gera ráð fyrir að sjúklingar sem ekki náðist í og voru um 20% þátttakenda hafi verið í neyslu, þótt ekkert sé fullyrt um það í greininni (12). Rannsóknir á áfengissjúklingum þar sem sjúklingar með slæmar horfur voru ekki útilokaðir hafa sýnt 15-30% árangur eftir eitt til tvö ár (13-15) þannig að ljóst er að val sjúklinganna skiptir miklu máli. I sambandi við athugun Vaillants (13) er rétt að nefna að sjúklingarnir gátu haft allt að sjö drykkjudaga á ári, þannig að árang- urstölurnar eru villandi ef ekki eru hafðar í huga mismunandi skilgreiningar fyrir árangri. I þeirri grein sem hér birtist verður sagt frá árangri sjúklinga sem leituðu sér meðferðar, mældum sem algert bindindi, frá desember 1991 til september 1992 á sjúkrahúsi SÁÁ að Vogi, deild 16 á Vífilsstöðuin og deild 33A á Landspítalanum. Bindindi þýðir að sjúkling- arnir neyttu alls ekki áfengis eða annarra fíkni- efna. Við ákvörðum um innlögn skipta margir þættir máli, svo sem tiltæk sjúkrarúm, aðgengi að göngudeild og bráðaþjónustu, nálægð við aðrar sjúkradeildir auk óska sjúklinganna sem eru mótaðar af umhverfinu og viðhorfi til mis- munandi meðferðarstofnana. Ljóst er því að val á meðferðarstofnun er ekki tilviljun háð, þann- ig að ekki er hægt að fullyrða hvaða staður veitir besta lækningu, heldur einungis hver ár- angur sjúklinganna sem leita áfengismeðferðar er hjá meðferðarstofnununum þremur. Á þessu er munur, því að þáttur eins og hversu tilbúnir sjúklingarnir eru til að þiggja ráð og leiðbein- ingar skiptir verulega miklu máli hjá áfengis- og öðrum vímuefnasjúklingum. Ekki var reynt að kanna hvað réði því að sjúklingarnir lögðust inn á tiltekna stofnun fremur en aðra. Saman- burðurinn á milli stofnana er því lýsandi fyrir horfur sjúklinga sem leituðu til þeirra með ákveðna sögu og voru rannskaðir með þeim að- ferðum sem lýst er hér á eftir. Greint verður frá hvaða þættir hafa áhrif á árangurinn og hverjir spá fyrir um hvernig til muni takast. Efniviður og aðferðir Efniviði og aðferðum hefur verið lýst áður (8,10). Þátttakendur voru þeir sjúklingar, sem lögðust inn á meðferðardeildina að Vífilsstöð- um og á deild 33A á Landspítalanum á tímabil- inu frá desember 1991 til september 1992 og sjötti hver sjúklingur sem lagðist inn á sjúkra- húsið Vog hjá SÁÁ á sama tímabili. Alls var 351 sjúklingur skoðaður með ítarlegu geðgrein- ingarviðtali (diagnostic interview schedule) (16). Beðið var með viðtöl þar til bráðu frá- hvarfi var lokið en viðtölin áttu sér stað 4-10 dögum eftir innlögn. Jafnframt voru sjúklingar spurðir um fyrri meðferðarsögu, drykkjusögu, hjúskaparstöðu við upphaf veikinda og hversu margar vikur á síðastliðnum sex mánuðum fyrir innlögn þeir hefðu unnið. Sjúklingarnir svöruðu einnig spurningum um hvort þeir hefðu í tengslum við drykkju misst áhuga á fjölskyldunni, slitið sambúð, ekið ölvaðir, lent í slagsmálum, slasast, orðið heimilislausir, ver- ið handteknir fyrir ölvun á almannafæri eða misst vinnu. Þótt sjúklingur lyki ekki meðferð var hann áfram í rannsóknarhópnum. Ekki var haldin skrá yfir hvaða sjúklingar luku meðferð. Þar sem ekki er marktækur munur á geðgrein- ingum milli einstakra meðferðarstaða (8) verð- ur ekki fjallað hér um árangur með tilliti til annarra geðgreininga, en það hefur verið gert annars staðar (5,6,9,10). Haft var samband við sjúkling bréfleiðis að meðaltali um 16 mánuð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.