Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 48

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 48
712 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræða og fréttir Formannsspjall Að vera eða vera ekki læknir! Læknisstarfið hefur í ár- anna rás tekið miklum breyt- ingum. Þannig hefur ný tækni og nýjar aðferðir við lækning- ar rutt sér til rúms og leitt til grundvallarbreytinga. Það sem einkennir þessar breyt- ingar er að þær auka sífellt umfang læknisstarfsins og fjarlægja lækninn í sumum til- fellum frá skjólstæðingum sínum. Með nýjum aðferðum eykst ábyrgð læknisins og vandi hans er aukinn þegar kemur að erfiðri ákvarðana- töku og nægir þar að nefna siðferðilega flókið mál eins og forgangsröðun í heilbrigð- isþjónustu. Skyldur læknisins eru fyrst og fremst við skjólstæðinga sína en þær eru ekki síður við þjóðfélagið í heild sinni. Með vaxandi umfangi starfsins hefur sú leið verið valin að læknirinn hefur ilutt verkefni til annarra starfsstétta þegar verkefnin verða flóknari og umfangsmeiri. Það virðist stundum gleymast í heilbrigð- iskerfi nútímans að þjónustan snýst fyrst og fremst um lækn- ingar. Abyrgðin á starfsemi læknisins og starfsemi henni tengdri er að sjálfsögðu end- anlega eingöngu læknisins. Þetta á ekki eingöngu við um faglega ábyrgð, heldur einnig fjárhagslega og ef til vill mætti segja tilfinningalega líka. Þegar vel gengur nýtur læknirinn þess oft, en að sama skapi er honum stillt upp við vegg þegar illa gengur eða ef um óhöpp við lækningar er að ræða. I kringum starfsemi læknis- ins hafa með tímanum þróast stoðstétlir og stjórnkerfi sem er honum á stundum fram- andi. Læknirinn hefur smám saman lent í þeirri stöðu að hafa í sumum tilvikum ekki lengur forræði á sínum vinnu- stað eða hafa lítið að segja um ákvarðantöku sem snertir að verulegu leyti faglegt starf hans. Hann þarf samt sem áð- ur að bera faglega og ekki síst tilfinningalega ábyrgð á skjól- stæðingum sínum. Læknirinn er nú umkringd- ur stoðstéttum og stjórnum sem taka ákvarðanir um starf hans, jafnvel án þess að þekkja til þess eða þeirra af- leiðinga sem ákvarðanir hafa á starfið eða lækninn sem per- sónu. Þessu verður að breyta. Læknar geta hugsanlega sjálf- um sér um kennt hvernig kom- ið er, en ábyrgð þeirra sem ákvarðanir taka í heilbrigðis- kerfinu er líka mikil. Læknar hafa ef til vill ekki sinnt stjórn- un nægjanlega vel vegna anna, og sofið á verðinum í einhverjum draumi sem einn kollegi minn kallar gæðastjórn- unarsýndarveruleika. Það er skoðun formanns LÍ að fullt samráð við lækna sé skilyrði fyrir farsælli ákvarðanatöku og stefnumörkun í heilbrigð- iskerfinu. Læknar þurfa að berja sér á brjóst, beita áhrif- um sínum á eigin vinnustað og við ákvarðantöku sem end- anlega varðar skjólstæðinga þeirra. Heilsugæslan á íslandi virðist í dag vera í tilvistar- kreppu. Kerfi ríkisrekinna heilsugæslustöðva virðist henta landsbyggðinni en síður þéttbýlinu. Þannig gengur illa að auka nýliðun í heimilis- lækningum og mannekla blas- ir þar við nú þegar. Læknar í heilsugæslu kvarta undan því að hafa ekki lengur áhrif á mótun starfs síns og að starf- semi tengd þeim sé flókin og lítið afkastahvetjandi. Sjúk- lingar kvarta undan lélegu að- gengi að læknum á heilsu- gæslustöðvum. Með tilkomu Læknavaktarinnar hefur vakt- þjónusta batnað til muna. Þar hefur hópur lækna lagt mikið á sig við að veita góða þjón- ustu með þeim fjármunum sem til starfseminnar er veitt. Aðalfundur LÍ1999 Aðalfundur LÍ fyrir árið 1999 verður haldinn dagana 8. og 9. október næstkomandi. Að þessu sinni verður fundurinn á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, nánar tiltekið í Hlíðasmára 8. Aðal- fundir LÍ eru opnir öllum félagsmönnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.