Læknablaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 48
712
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Umræða og fréttir
Formannsspjall
Að vera eða vera ekki læknir!
Læknisstarfið hefur í ár-
anna rás tekið miklum breyt-
ingum. Þannig hefur ný tækni
og nýjar aðferðir við lækning-
ar rutt sér til rúms og leitt til
grundvallarbreytinga. Það
sem einkennir þessar breyt-
ingar er að þær auka sífellt
umfang læknisstarfsins og
fjarlægja lækninn í sumum til-
fellum frá skjólstæðingum
sínum. Með nýjum aðferðum
eykst ábyrgð læknisins og
vandi hans er aukinn þegar
kemur að erfiðri ákvarðana-
töku og nægir þar að nefna
siðferðilega flókið mál eins
og forgangsröðun í heilbrigð-
isþjónustu.
Skyldur læknisins eru fyrst
og fremst við skjólstæðinga
sína en þær eru ekki síður við
þjóðfélagið í heild sinni. Með
vaxandi umfangi starfsins
hefur sú leið verið valin að
læknirinn hefur ilutt verkefni
til annarra starfsstétta þegar
verkefnin verða flóknari og
umfangsmeiri. Það virðist
stundum gleymast í heilbrigð-
iskerfi nútímans að þjónustan
snýst fyrst og fremst um lækn-
ingar. Abyrgðin á starfsemi
læknisins og starfsemi henni
tengdri er að sjálfsögðu end-
anlega eingöngu læknisins.
Þetta á ekki eingöngu við um
faglega ábyrgð, heldur einnig
fjárhagslega og ef til vill
mætti segja tilfinningalega
líka. Þegar vel gengur nýtur
læknirinn þess oft, en að sama
skapi er honum stillt upp við
vegg þegar illa gengur eða ef
um óhöpp við lækningar er að
ræða.
I kringum starfsemi læknis-
ins hafa með tímanum þróast
stoðstétlir og stjórnkerfi sem
er honum á stundum fram-
andi. Læknirinn hefur smám
saman lent í þeirri stöðu að
hafa í sumum tilvikum ekki
lengur forræði á sínum vinnu-
stað eða hafa lítið að segja um
ákvarðantöku sem snertir að
verulegu leyti faglegt starf
hans. Hann þarf samt sem áð-
ur að bera faglega og ekki síst
tilfinningalega ábyrgð á skjól-
stæðingum sínum.
Læknirinn er nú umkringd-
ur stoðstéttum og stjórnum
sem taka ákvarðanir um starf
hans, jafnvel án þess að
þekkja til þess eða þeirra af-
leiðinga sem ákvarðanir hafa
á starfið eða lækninn sem per-
sónu. Þessu verður að breyta.
Læknar geta hugsanlega sjálf-
um sér um kennt hvernig kom-
ið er, en ábyrgð þeirra sem
ákvarðanir taka í heilbrigðis-
kerfinu er líka mikil. Læknar
hafa ef til vill ekki sinnt stjórn-
un nægjanlega vel vegna
anna, og sofið á verðinum í
einhverjum draumi sem einn
kollegi minn kallar gæðastjórn-
unarsýndarveruleika. Það er
skoðun formanns LÍ að fullt
samráð við lækna sé skilyrði
fyrir farsælli ákvarðanatöku
og stefnumörkun í heilbrigð-
iskerfinu. Læknar þurfa að
berja sér á brjóst, beita áhrif-
um sínum á eigin vinnustað
og við ákvarðantöku sem end-
anlega varðar skjólstæðinga
þeirra.
Heilsugæslan á íslandi
virðist í dag vera í tilvistar-
kreppu. Kerfi ríkisrekinna
heilsugæslustöðva virðist
henta landsbyggðinni en síður
þéttbýlinu. Þannig gengur illa
að auka nýliðun í heimilis-
lækningum og mannekla blas-
ir þar við nú þegar. Læknar í
heilsugæslu kvarta undan því
að hafa ekki lengur áhrif á
mótun starfs síns og að starf-
semi tengd þeim sé flókin og
lítið afkastahvetjandi. Sjúk-
lingar kvarta undan lélegu að-
gengi að læknum á heilsu-
gæslustöðvum. Með tilkomu
Læknavaktarinnar hefur vakt-
þjónusta batnað til muna. Þar
hefur hópur lækna lagt mikið
á sig við að veita góða þjón-
ustu með þeim fjármunum
sem til starfseminnar er veitt.
Aðalfundur LÍ1999
Aðalfundur LÍ fyrir árið 1999 verður haldinn
dagana 8. og 9. október næstkomandi. Að
þessu sinni verður fundurinn á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu, nánar tiltekið í Hlíðasmára 8. Aðal-
fundir LÍ eru opnir öllum félagsmönnum.