Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 49

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 713 Stétt sjálfstætt starfandi heim- ilislækna virðist eiga að fjara út þrátt fyrir að bæði læknar og skjólstæðingar þeirra kalli eftir eðlilegri nýliðun. Ein afleiðing þeirrar þróun- ar sem hefur átt sér stað á und- anförnum árum, og virðist óumflýjanleg, blasir nú við. Læknar leita í auknum mæli að möguleikum í sjálfstæðri starfsemi. Þannig hafa á örfá- um árum verið settar á lagg- irnar læknamiðstöðvar sem sinna þörfum skjólstæðinga þeirra sem ekki finna sér far- veg í á stundum flóknu og þunglamalegu kerfi stóru sjúkrahúsanna. Hægt er að fullyrða að þar fá skjólstæð- ingar lækna ekki síðri göngu- deildarþjónustu sem er hag- kvæmari fyrir samfélagið. Það sem er kannski mikilvægast er það að þar fá læknar tækifæri, eins og á Læknavaktinni, til að hafa bein áhrif á starf sitt, gæði og afköst. Því má ekki gleyma að til- vist stóru sjúkrahúsanna er mjög mikilvæg. Þau eiga að vera hornsteinn hágæða lækn- isþjónustu og miðstöð kennslu og rannsókna í læknisfræði á Islandi. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum ár- um um kosti og galla þess að sameina stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og sýnist þar sitt hverjum. Það er skoðun for- manns LI að eini raunhæfi kosturinn í stöðunni sé að leggja drög að byggingu á einu nýju sjúkrahúsi sem sam- einar á einum stað sérfræði- lækningar, rannsóknir og kennslu á íslandi. Allar bygg- ingaframkvæmdir við núver- andi sjúkrahús væru að því sögðu alger tímaskekkja. Læknar eiga að vera hafnir yfir karp um það hver eigi að gera hvað. Við eigum að taka höndum saman og stíga upp úr þeirri sjálfheldu sem ís- lenskt heilbrigðiskerfi er í dag og taka með því faglega og fjárhagslega ábyrgð á mikil- vægum þætti í heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Við eigum í samvinnu að sleppa kverka- takinu og skapa lækninga- starfsemi á íslandi það um- hverfi sem þarf til að þroskast og dafna á eðlilegan hátt í framtíðinni. Það er yfirlýst stefna læknasamtakanna að stuðla beri að sem fjölbreyttustum rekstrarformum í heilbrigðis- þjónustu. Það á að gefa lækn- um tækifæri á að reka sjúkra- húsdeildir, lækna- og heilsu- gæslustöðvar í raunhæfu rekstrarumhverfi. Með því getum við leyst úr vanda heil- brigðiskerfisins sem er að verða sjálfu sér að falli vegna skipulags-, stjórnunar- og mönnunarvanda. Það hlýtur að vera skýlaus krafa lækna og læknasamtak- anna að þau séu höfð með í ráðum á öllum stigum við ákvarðantöku og mótun heil- brigðiskerfis framtíðarinnar. Það er að sama skapi á ábyrgð lækna að vel takist til þannig að öryggi og gæði þjónustu þeirra við skjólstæðinga sína sé eins og best verður á kosið. Starfsemi heilbrigðisþjónust- unnar snýst að stórum hluta um starfsemi læknisins - hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Með kveðju Guðmundur Björnsson formaður LÍ Fræðsluvikan hefurfengið nafn LÆKNADAGAR verða 17.-21. janúar árið 2000 Fræðslustofnun lækna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.