Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 52

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 52
716 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Afhending upplýsinga úr sjúkraskrám Bréf til stjórna heilbrigðisstofnana Vegna þeirra lækna, sem lýstu því yfir í desember fyrra árs, að þeir myndu ekki afhenda upp- lýsingar í gagnagrunn á heilbrigðissviði nema samkvæmt skriflegri ósk sjúklinganna og að beiðni þessara lækna, fól stjórn Læknafélags Islands lögfræðingi að semja texta bréfs til stjórna heilbrigðisstofnana, sem mætti þessum yfirlýsta vilja læknanna en félli jafnframt að gildandi landslögum um þessi mál. Hér á eftir fer texti bréfsins og getur hver og einn læknir nýtt sér texta þess með réttri aðlögun eftir atvikum. Bréfið er að finna á heimasíðu LÍ www.icemed.is á rafrænu formi og má sækja það þangað til hægðarauka fyrir þá, sem ráða yfir þeirri tækni. Stjórn LÍ Til stjórnar ... [Dagsetning] Efni: Osk um að upplýsingar úr sjúkraskrám verði ekki afhentar til flutnings í miðlægan gagnagrunn nema að fengnu upplýstu samþykki sjúklings. Samkvæmt lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998 skal rekstrarleyfishafi gagnagrunnsins semja við heilbrigðisstofnanir um afhendingu upplýsinga sem unnar hafa verið úr sjúkraskrám. Lögin eru skýr um það að heilbrigðisstofnunum er ekki skylt að semja við rekstrarleyfishafa um þessa afhendingu. Sömuleiðis eru lögin skýr um það að heilbrigðisstofn- anir geta bundið afhendinguna margvíslegum skilyrðum og ákveðið hvaða upplýsingar verði afhentar úr sjúkraskránum. Aður en heilbrigðisstofnun tekur ákvörðun í málinu skal hún hafa samráð við læknaráð viðkomandi stofnunar og faglega stjórnendur hennar. Undirritaður starfaði sem læknir á heilbrigðisstofnun yðar um nokkurt skeið. I fjölmörgum sjúkraskýrslum á stofnuninni eru því upplýsingar um sjúklinga sem ég hef annast. Ég vil tilkynna stjórn stofnunarinnar að ég tel afhendingu upplýsinga úr sjúkraskrá án þess að fyrst sé aflað samþykkis sjúklings fyrir þeirri afhendingu vera brot á siðareglum lækna og þeim trúnaði við sjúklinga sem læknar eru bundnir af. Ég fer þess því á leit við stjórnina að hún ákveði, taki hún ákvörðun um að semja við rekstrarleyfishafa gagnagrunns á heilbrigðissviði um afhendingu upplýsinga sem unnar verða úr sjúkraskrám, að hún skilyrði afhendinguna við það að viðkomandi sjúklingur veiti upplýst samþykki fyrir henni og tilgreini hvaða upplýsingar hann samþykki að verði sendar í miðlægan gagnagrunn. Verði stjórnin ekki við þessum tilmælum mínum lýsi ég fullri ábyrgð á hendur henni vegna hugsanlegra lögsókna sjúklinga um brot á reglum um friðhelgi einkalífs og tel mig ekki geta borið ábyrgð á slíkum ákvörðunum. Virðingarfyllst, Afrit: Formaður læknaráðs Lækningaforstjóri / Yfirlæknir Stjórn Læknafélags íslands Landlæknir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.