Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 54

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 54
718 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 engin heilsugæslunefnd verið skipuð en í nýju reglugerðinni er gert ráð fyrir þeirri breyt- ingu að landlæknir og Lands- samtök heilsugæslustöðva til- nefni einn mann hvor en ráð- herra skipar formann án til- nefningar eins og áður. Áður tilnefndu Landssamtökin tvo menn, Siðfræðistofnun HÍ einn og læknadeild HÍ einn. Aðrar breytingar á reglu- gerðinni eru smávægilegar ut- an hvað Vísindasiðanefnd er nú fært vald til að hafa eftirlit með rannsóknum sem ekki var áður. Starfsreglur Vísindasiðanefndar Hvað sem líður yfirlýsing- um manna og atburðarás þeirri sem einkenndi reglu- gerðarbreytinguna þá virðist þetta mál snúast um starfs- reglur Vísindasiðanefndar eða öllu heldur skort á þeim. Sam- kvæmt reglugerð á ráðherra að setja nefndinni slíkar regl- ur að fengnum tillögum henn- ar og eiga þær reglur jafn- framt að gilda um siðanefndir sjúkrahúsa og heilsugæslu. Á þeim tæpu tveimur árum sem nefndin starfaði komu Vísindasiðanefndir á Norðurlöndum Skipan vísindasiðanefnda er mismun- andi eftir löndum og skipulag á eftirliti hins opinbera með læknisfræðirannsókn- um sömuleiðis. Hér að neðan má sjá hvern- ig þessuin málum er háttað í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Danmörk Skipan vísindasiðanefnda í Danmörku var ákveðin með lögum sem tóku gildi í ársbyrjun 1998. Samkvæmt þeim eru starfandi átta hér- aðsnefndir og eru þær skipaðar af amtsráðun- um sem fara með rekstur heilbrigðiskerfisins í Danmörku. I hverri nefnd eiga sæti sjö manns og eru þrír tilnefndir af Statens Sund- hedsvidenskabelige Forskningsrad en amts- ráðin skipa fjóra án tilnefningar. Þeir þrír fyrrnefndu eru vísindamenn skipaðir af stjórnvaldi sem svipar til Rannsóknarráðs hér á landi. Fulltrúar amtsráðanna eru stjórnmála- menn, embættismenn og fulltrúar leikmanna. Urskurðum þessara nefnda er hægt að áfrýja til Den Centrale Videnskabsetiske Komité sem starfar á landsvísu. Hún er skip- uð tveimur fulltrúum frá hverri héraðsnefnd, tveimur fulltrúum heilbrigðisráðherra og tveimur fulltrúum ráðherra rannsóknarmála. í núverandi nefnd er formaðurinn læknir og varaformaðurinn prestur en alls eru átta lækn- ar í nefndinni, tveir prestar, líffræðingur, hjúkrunarfræðingur, lyfsali, félagsráðgjafi en þeir sex sem þá eru ótaldir eru stjórnmála- menn, embættismenn og fulltrúar leikmanna. Því má bæta við að I. janúar 1998 var starf- semi þessara nefnda flutt frá Heilbrigðisráðu- neytinu til sérstaks ráðuneytis sem fer með rannsóknir. Hagsmunasamtök vísindamanna, lækna eða annarra heilbrigðisstétta eiga ekki formlega aðild að vísindasiðanefndunum en fólk úr þessum stéttum er í nefndunum, til- nefnt af stjórnvöldum. Til viðbótar þessum nefndum er einnig starfandi í Danmörku nefnd sem hefur eftirlit með óheiðarleika og subbuskap í vísindarann- sóknum. Det etiske rád Á vegum Heilbrigðisráðuneytisins er starf- andi sérstakt Siðaráð sem í eiga sæti 17 manns sem „þekktir eru fyrir áhuga sinn og þekkingu á heilbrigðismálum og siðfræði“ eins og segir á heimasíðu ráðuneytisins. Heil- brigðisráðherra tilnefnir átta menn en níu eru kosnir af danska þinginu. Þetta ráð hefur það hlutverk að fjalla almennt um siðfræðileg álitaefni sem upp koma innan heilbrigðiskerf- isins og vera þingi og ríkisstjórn til ráðgjafar um þau. Ráðið hefur ekkert formlegt úrskurð- arvald, það fjallar ekki um einstök tilvik og hefur ekki bein afskipti af vísindarannsókn- um. Svíþjóð I Svíþjóð eru einnig starfandi héraðs- nefndir sem eru sex talsins. í þeim eiga sæti 11-16 manns og eru læknar og vísindamenn í meirihluta í þeim öllum, skipaðir af sjúkra- húsum og háskóladeildum. Þessar nefndir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.