Læknablaðið - 15.09.1999, Page 67
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
727
Rannsóknir í læknisfræði
Vísindi eða viðskipti
Vilhjálmur Rafnsson
Skilmerki vísindatímarita og birting
rannsóknaniðurstaðna
í tengslum við formannaráðstefnu LÍ þann 14. maí síð-
astliðinn var efnt til ráðstefnu um rannsóknir í Iæknis-
fræði. UndirtitiII ráðstefnunnar var vísindi eða viðskipti.
Prír frummælendur voru á ráðstefnunni, þeir Hákon Há-
konarson, Magnús Jóhannsson og Vilhjálmur Rafnsson.
Fara inngangserindi þeirra hér á eftir.
Frummœlendur á málþingi Lœknafélags íslands, frá vinstri: Hákon
Hákonarson, Magnús Jóhannsson og Vilhjálmur Rafitsson.
Þegar ég var beðinn um að
flytja erindi undir fyrirsögn: .
inni Rannsóknir í læknisfræði,
vísindi eða viðskipti var eink-
um farið fram á við mig að ég
gerði grein fyrir hvernig birt-
ingu vísindarannsókna er hátt-
að og taldi ég að sú beiðni
væri tilkomin vegna starfa
minna við ritstjórn Lækna-
blaðsins. Því er ekki að neita
að viðskiptasjónarmið koma
við sögu þegar birtar eru nið-
urstöður vísindarannsókna.
Hvað auðkennir
vísindatímarit
Eg ætla ekki í þessu erindi
að skilgreina hvað séu vísindi
en í áranna rás hefur mátt sjá
að niðurstöður vísindarann-
sókna hafa birst á mismunandi
hátt. Þess er að minnast að
Freud kynnti athuganir sínar á
sálgreiningu á fundi í vísinda-
félaginu í Vín. Ráðstefnur og
læknaþing hafa verið notuð til
þess að reifa nýjar niðurstöður
og í daglegum störfum lækna
fáum við oft heimsóknir lyfja-
sala sem kynna okkur nýjustu
niðurstöður og rannsóknir.
Meginreglan er þó sú að vís-
indarannsóknir í læknisfræði
Höfundur er prófessor í heilbrigðis-
fræði við Háskóla íslands og ábyrgð-
armaður Læknablaðsins. Heiti erindis
og míllifyrirsagnir eru blaðsins.
birtast í svokölluðum vísinda-
tímaritum. Hvað sé vísinda-
tímarit er líka erfið spuming.
Hverjir til dæmis ákveða
hvort tímarit eigi eða megi
kallast vísindatímarit eða
ekki? Það er þó ljóst að rit-
stjóri/ritstjórn og útgefandi
koma að því máli og oftast
verða þessir aðilar að koma
sér saman um markmið og
stefnu ritsins og geta þá að
sjálfsögðu ákveðið að kalla
útgáfu sína vísindatímarit. En
það eru fleiri hliðar á þessu
máli. Til dæmis er hægt að
hugsa sér að skilgreining á
vísindatímariti fari eftir því
hvort það sé á skrá hjá Nation-
al Library of Medicine (NLM)
í Bandaríkjunum. Þetta er
ekki einhlitt þó að NLM eða
Index Medicus hafi mjög
mörg tímarit á skrá eru önnur
vísindatímarit ef til vill skráð í
aðra gagnabanka, hjá öðrum