Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 76

Læknablaðið - 15.09.1999, Side 76
736 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Er heildarskipulag rannsóknaumhverfisins gott? Rannsóknaumhverfið hefur verið að færast í átt til aukinn- ar samkeppni um fjármagn. A vissum sviðum er þessi sam- keppni hörð, sem getur bitnað •á mannlegum samskiptum. Slík samkeppni er að sumu leyti góð en hefur einnig sínar skuggahliðar. Það góða er meðal annars að rannsókn verður að skila árangri til að fá áframhaldandi fjárstuðn- ing, sem hlýtur að teljast eðli- leg krafa meðan ekki er farið út í öfgar. Það neikvæða er meðal annars að vísindamenn stjórna í minna mæli en oft áður hvað er rannsakað. I nú- verandi skipulagi verða ýmsar verðugar rannsóknir útundan vegna þess að enginn fæst til að fjármagna þær. Styrkir eru yfirleitt til skamms tíma, venjulega eins árs í senn, sem gerir alla skipulagningu ákaf- lega erfiða. I mörgum tilvik- um hefur verið farið illa með fjármuni innlendra rann- sóknasjóða þar sem veittir hafa verið ágætir styrkir til að byggja upp rannsóknaaðstöðu en síðan hafa ekki fengist styrkir til að greiða laun þeirra sem áttu að nýta aðstöðuna (þetta pildir sérstaklega um RANNIS). Það er einnig gagnrýnivert að hjá RANNÍS virðist stöðugt meira fé varið í yfirbyggingu og skrifstofu- bákn sem ekki skilar sér í betri þjónustu til viðskiptavina og má þar nefna sem dæmi ótrú- legt og botnlaust klúður með rafræn umsóknareyðublöð. Verða einhverjar rannsóknir útundan? Eins og málum er nú háttað verða útundan bæði grunn- rannsóknir og aðrar rannsókn- ir þar sem ekki er nein bein ágóðavon. Undanfarið hefur verið erfitt að fjármagna grunnrannsóknir, þetta hefur verið sérstaklega áberandi undanfarinn áratug og vanda- málið er ekki bundið við Is- land heldur gildir um alla Evr- ópu og sennilega víðar. Rann- sóknasjóðir ESB hafa dregið mjög úr styrkveitingum til grunnrannsókna og hefur það verið yfirlýst stefna. Þeir segj- ast styrkja hagnýtar rannsókn- ir en aðildarríkin verði sjálf að styrkja grunnrannsóknir. Það er eins og þessi stefna hafi ekki náð að skila sér til rann- sóknasjóða hér á landi sem enn benda fólki á að sækja urn styrki til grunnrannsókna til ESB. Þetta ástand er mjög erf- itt fyrir þá sem stunda grunn- rannsóknir og afleitt fyrir framtíðina því eins og allir vita hljóta hagnýtar rannsókn- ir alltaf að byggja á grunn- rannsóknum; án grunnrann- sókna verða engar hagnýtar rannsóknir. Annað dæmi um rannsóknir sem verða útundan eru klínískar rannsóknir á efn- um sem ekki er hægt að selja dýru verði og hagnast á. Flest- ar klínískar rannsóknir eru stórar og dýrar og verða því ekki framkvæmdar nema ein- hver leggi mikla fjármuni af mörkum. Það er yfirleitt ekki á færi rannsóknasjóða að veita svo stóra styrki og þess vegna eru langflestar klínískar rann- sóknir kostaðar af lyfjafram- leiðendum. Dæmi um slíkt vandamál er melatónín sem er náttúrulegt efni sem enginn getur fengið einkaleyfi á og þess vegna ekki haft verulegar tekjur af að selja. Melatónín er áhugavert efni sem gæti hugsanlega haft ýmiss konar notagildi til lækninga en það er illa rannsakað vegna þess að enginn sér þar ágóðavon. Talið er að lyfjaframleiðendur séu í staðinn að þróa efni sem verka eins og melatónín og þeir geti fengið einkaleyfi fyr- ir. Sem annað dæmi mætti nefna að fólínsýra lækkar hómócýstein í blóði en hátt hómócýstein er einn af sterk- um áhættuþáttum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Til að sýna fram á að fólínsýra minnki hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum þarf að gera stóra, framskyggna klíníska rann- sókn sem stæði í nokkur ár og yrði þess vegna mjög dýr. Fól- ínsýra er ódýrt náttúrulegt efni og enginn hefur áhuga á að kosta slíka rannsókn sem er mjög bagalegt vegna þess að gjöf fólínsýru er kannski ódýr og einföld aðferð til að draga úr þessum sjúkdómum. Hvernig er staða rannsókna á íslandi? Staða læknisfræðirann- sókna á Islandi er bæði góð og slæm. Eins og aðrar rannsókn- ir hér á landi búa þær við fjár- svelti einkum að því sem varðar framlög stjórnvalda til vísinda. Þessi framlög eru í stíl við það sem gerist hjá þjóðum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við. Þrátt fyrir þetta fjársvelti blómstra læknisfræðirann- sóknir á íslandi á ýmsan hátt og eru skýringarnar á því fjöl- margar; þar má nefna dugnað og óeigingjarnt starf margra vísindamanna, margt er unnið í sjálfboðavinnu eða á lágu kaupi og útsjónarsemi er oft mikil við útvegun á erlendu fjármagni. Læknisfræðirannsóknir eru unnar víða og á mismunandi forsendum. Rannsóknir við læknadeild HI eru öflugar eins og sést til dæmis af ráðstefnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.