Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 92

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 92
748 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Minning Olafur Sigurðsson yfirlæknir Fæddur 4. ágúst 1915 Dáinn 13. ágúst 1999 Með brotthvarfi Ólafs Sig- urðssonar úr þessum heimi erum við ekki einungis að kveðja merkilegan brautryðj- anda í læknastétt, heldur sér Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri á bak einum besta for- ystumanni sínum um áratuga- skeið, og um leið er lokið enn einum mikilvægum kafla í þróunarsögu sjúkrahússins, sem lengi verður tengdur við nafn Ólafs Sigurðssonar. Sú saga verður ekki rakin hér, en á það skal þó bent, að það þurfti mann með sterkan vilja og mikinn kjark til að koma lyflækningadeild FSA á lagg- irnar á sínum tíma og gott út- hald til að tryggja vöxt og við- gang deildarinnar, svo að hún yrði á hverjum tíma sambæri- leg að gæðum við það besta á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Það gekk ekki alltaf alveg átakalaust fyrir sig, en lókst með þvílíkum ágætum undir farsælli stjórn hans 1953- 1985, að stéttarbræður hans dáðust að og undruðust. Hann valdi sér úrvalsfólk til sam- starfs og skilaði góðu búi, er hann lét af störfum sjötugur að aldri. Grundvöllur að há- gæðaþjónustu var lagður, og eftirmenn hans byggðu þar ofan á með stórhug í anda hans. Lyflækningadeild FSA er orðin marktækt stórveldi í sjúkrahúsaþjónustu lands- manna og aðeins hörmungar af manna völdum gætu hér eftir klúðrað því. Stjórntök Ólafs á deildinni voru alla tíð mild og áreynslu- laus. Hann var samkvæmur sjált'um sér, sívinnandi, nat- inn, samviskusamur, föður- legur mannvinur með góða nærveru. Það var aldrei asi á honum né skipunartónn í fyrirmælum. Það kom af sjálfu sér, að samstarfsfólk hans lagði sig fram og vann af trúmennsku undir stjórn þessa dagfarsprúða alvörumanns. Ut á við og í spítalastjórn reyndi stundum á aðra þætti í fari Ólafs, og kom þá gleggst í ljós framsýni hans, lagni og sannfæringarkraftur gagnvart stjórnmálamönnum, og ekki má gleyma öruggum tökum hans á íslensku máli og orð- snilld í blaðagreinum, þegar mikið lá við að vernda hags- muni spítalans gagnvart pen- ingavaldinu. Allt skrum var eitur í beinum Ólafs, og hann vildi láta verkin tala. Hann var auk þess hlédrægur maður og frábitinn sviðsljósi. Ræðuhöld voru ekki sterkasta hlið hans. Þó gat hann alltaf á úrslita- stundu komið því að, sem segja þurfti og gert það, sem hann taldi réttast. Hann færð- ist lengi undan orðum og titl- um, en var að verðleikum sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar. Fyrir það var hann þakklátur, en önnur verkalaun snertu hann samt enn meira, er hann var gerður heiðursfé- lagi í Læknafélagi Akureyrar 1994, í Læknafélagi Islands 1995 og í Félagi íslenskra lyf- lækna 1998. Læknar sjálfir sýndu það í raun, hversu mik- ils þeir mátu störf hans. Það segir meira en löng afreka- skrá. Ólafur var Húnvetningur í föðurætt, sonur Sigurðar Guð- mundssonar, fyrsta skóla- meistara Menntaskólans á Ak- ureyri. Móðir hans, Halldóra Ólafsdóttir, var eyfellsk prestsdóttir. Hann var gæfu- maður í einkalífi. Eiginkona hans, Anna Björnsdóttir, Ey- firðingur, var stoð hans og stytta, öflugust þegar mest á reyndi. Frá fyrstu kynnum mínum af þeim hjónum og æ betur með árunum taldi ég mig greina hina sterku þræði milli Önnu og Ólafs, sem gerðu samverustundir með þeim eftirminnilegastar og það ekkert síður nú hin sein- ustu ár, eftir að Ólafur var sestur í helgan stein. Aðal-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.