Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 100

Læknablaðið - 15.09.1999, Page 100
754 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Lyfjafyrirtæki styðja krabbameinsrannsóknir Aðalfundur Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Is- landi (SKÍ) var haldinn á Hót- el Loftleiðum 20. janúar síð- astliðinn, en samtökin voru stofnuð fyrir fjórum árum. Samtökin hafa frá upphafi notið velvildar íslenskra um- boðsaðila lyfjafyrirtækjanna Glaxo Wellcome og Pharma- cia Upjohn, en þessi fyrirtæki hafa lagt fram fjármagn til SKI til þess að veita ferða- styrki vísindamönnum sem starfa við krabbameinsrann- sóknir hér á landi. Styrkirnir eru ætlaðir til þess að íslenskir vísindamenn geti kynnl rann- sóknarniðurstöður sínar er- lendis eða farið í námsferðir til þess að læra og flytja inn nýjar rannsóknaraðferðir. Á aðalfundi SKÍ afhentu Svava Guðmundsdóttir frá Pharmacia Upjohn og Sveinn Skúlason frá Glaxo Wellcome þrjá ferðastyrki, þeim Hilmari Viðarssyni, Katrínu Guð- mundsdóttur og Margréti Steinarsdóttur. Hilmar Viðars- son er M.Sc. nemi við lækna- deild Háskóla Islands og vinn- ur að rannsóknum sínum á Rannsóknastofu Krabba- meinsfélagins í sameinda- og frumulíffræði. Hann hlaut styrk til þess að kynna verk- efnið „Short term cultures and chromosome analyses from normal and diseased breast epithelium" á ráðstefnu Am- erican Association for Cancer Research í apríl. Katrín Guð- mundsdóttir M.Sc. nemi við líffræðiskor Háskóla íslands hlaut styrk til þess að kynna verkefnið „GST polymorph- ism in Icelandic breast cancer patients" á sömu ráðstefnu, en Katrín hefur einnig unnið sín- ar rannsóknir á Rannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins. Margrét Steinarsdóttir, líf- fræðingur á litningarannsókn- ardeild Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði, hlaut styrk til dvalar hjá rannsókna- stofu þýsku krabbameinssam- takanna (Deutsches Krebs- forschungszentrum) til þess að bæta þekkingu sína áfluor- escent in situ liybridization tækni og hyggst með þeirri aðferð kanna litningabreyt- ingar hjá íslenskum körlum með brjóstakrabbamein. Stjórn Samtaka um krabba- meinsrannsóknir á Islandi þakkar hlutaðeigandi lyfjafyr- irtækjum þann stuðning sem þau með þessu móti veita krabbameinsrannsóknum á ís- landi og óskar styrkþegum til hamingju. Fréttatilkynning frá Samtökum um krabbameinsrannsóknir á Islandi Hilmar Viðarsson, Katrín Guðmundsdóttir og Margrét Steinarsdóttir hlutu nýlega ferðastyrki frd lyfjafyr- irtœkjunum Glaxo Wellcome og Pharmacia Upjohn. Með þeim ú myndinni er Þorvaldur Jónsson formað- ur Samtaka um krabbameinsrannsóknir ú íslandi, en samtökin úthlutuðu styrkjunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.